föstudagur, 8. desember 2006

Veikindi & bakstur

Já, þessi vika hefur farið í veikindi og hangs, í dag höfum við heima ég og krakkarnir...byrjuðum að baka fyrir hádegi og bökuðum marenskellogstoppa og svo piparkökur...það er búið að vera voða gaman hjá okkur og kökurnar alveg yndislegar...mmm.
Í gærkvöldi fór ég með ömmu Siggu í bingó, það var frekar gaman og ég var "næstum" búin að fá vinning....og það voru ekkert smá vinningar í boði, strax farin að hlakka til fyrir næsta jólabingó. Alexander fór ekki í 5.ára skoðunina sem hann átti að fara í á síðastliðinn miðvikudag því hann var lasinn...en við fengum tíma næsta miðvikudag, spennandi að sjá hvort við komumst í hann.
Það styttist í að Arnar fari suður og ég er svona að reyna að hugsa sem minnst um það....verður ferlega skrýtið...
Ég stefni á það að taka laufabrauð í næstu viku, finnst það ómissandi partur af jólunum...hef samt aldrei gert það ein...þetta hefur alltaf verið gert hjá mömmu og það er ekkert annað í stöðunni en að fara að standa á eigin fótum og gera þetta sjálf...heheh...merkilega þroskandi að flytja svona langt í burtu...þetta er t.d í fyrsta skipti sem ég baka fyrir jólin...ferlega skömmustulegt er það ekki???
En batnandi mönnum er best að lifa....jæja er alveg að verað gúgú hérna..heheh.
Gaman að sjá að fólk kvitti fyrir sig og meira síðar.

LATER

5 ummæli:

Védís sagði...

Þú stendur þig vel. Maður finnur það helst á þessum tíma hvað maður saknar þess að hafa fjölskylduna ekki hjá sér.
En þetta hefst alltaf og eins og þú segir maður bara gerir þetta sjálfur og hefur gaman af.
Kveðja,
Védís
P.S. Passaði gallinn á dömuna?

Karen sagði...

já,gallinn... hann er alveg vel stór...ég hef e-ð ekki alveg verið í lagi þarna um daginn...en hann tekur við og það er frábært, takk fyrir

Nafnlaus sagði...

Hæ karen! Eg hef verið að fylgjast með ykkur a þessari siðu mjög gaman. Þið standið ykkur vel i þessu. Eg þekki svona að´stæður að vera einn i burtu fra fjolskylduni. Eg er ekki buin að selja og Þröstur er farinn að vinna i stavanger. eg er ein með börninn her. gaman! kv Guðny a sumri. ps knusaðu elinu fra mer!

Nafnlaus sagði...

Bíddu bíddu, hvar er commentið frá mér síðan um helgina:-/

Karen sagði...

Það kom ekkert comment frá þér Gunna mín...það hefur kannski ekki náð alla leið austur...heheh