Ég fór út í gærkvöldi....fyrsta skipti að skemmta mér hérna megin á landinu, það var jólaglögg með vinnunni...það var alveg rosalega skemmtilegt enda mjög skemmtilegar stelpur & strákur þar á ferð, skemmtunin var haldin í verkalýðshúsinu sem er nú bara nánast næsta hús við okkar, svo það var ekki lengi verið að rölta yfir...þegar það var liðið vel á nóttina skelltum við okkur sem eftir vorum á kaffi kósý...skemmtistaðinn á Reyðarfirði, fengum okkur einn drykk og svo var lokað, en maður er allavega búinn að skoða staðinn þá...þegar við komum út var leigubíll...heheh...ferlega sem mér fannst það fyndið, Íris og Þórey skelltu sér í bílinn og við Doddi löbbuðum...ég er varla ennþá komin yfir það að það sé leigubíll hérna....
Sigga Dísa kom um daginn og fór aftur á miðvikudagskvöldið, hún var að skoða aðstöður og fannst ferlega óþægilegt ða vita ekki hvernig við bjuggum, henni leist auðvitað voða vel á allt hérna og vinnur hörðum höndum núna að finna sér íbúð hérna á góðu leiguverði, já skvísan er að fara að flytjast.
Arnar kom svo heim seinnipartinn á þriðjudaginn með alveg hrikalega bólgið hné og hefur bara legið fyrir eða hangið í tölvunni "drepast út leiðindum" hann fór út í fyrsta skipti núna rétt áðna...yfir til frænda síns að horfa á fótboltann...rosalega sem hann var spenntur að komast út úr húsi, hann verður kannski fær um að fara að vinna í næstu viku.
Krakkarnir leika sér saman þegar við erum hérna heima og Elín Inga sér varla sólina fyrir bróðir sínum, það er allt svo rosalega sniðugt sem hann segir og gerir og hún vill gera allt eins, hún talar og talar og talar...allskonar orð velta upp úr henni og hún er allt í einu orðin okkar helsta skemmtun þó við reynum að láta hana ekki sjá okkur hlægja svona rosalega að henni. Ég hef ekki kíkt á tennurnar í henni þónokkra daga, hún hefur alltaf bitið mig í puttann þegar ég nálgast munninn á henni, en komst svo í verkið í gær og þá er skvísan bara komin með þessar líka fínu tennur nokkra jaxla og fl...alveg verið að fela það fyrir okkur...merkilegt hvað við höfum aldrei fundið fyrir því þegar þau fá þessar tennur...á meðan aðrir fá ekki svefnfrið.
Jæja, þetta er ágætt í bili, það er fínt veður hérna og snjór yfir öllu...Elín sofandi og Alexander úti að leika sér ....ég fer þá í annað.
LATER
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Gaman að það sé hægt að "djamma" á Reyðarfirði eins og annarsstaðar því það finnst þér ekki leiðinlegt Karen.
Já það er svo skemmtilegt að fylgjast með þegar litlu krílin eru að reyna að taka þátt í umræðum við matborðið og hafa svo mikið að segja, samt skilur maður ekkert hvað þau eru að meina heheh.....< Vona að Arnar verði fljótur að ná sér eftir aðgerðina og að nú sé nóg komið að veikindum á heimilinu. Bestu kveðjur til ykkar og mundu að bursta þessar nýju gersemar sem Elín Inga hefur verið svo duglega að fela fyrir ykkur.
Love you LOVÍSA systir
Var að þvælast á Rf. um daginn og datt í hug að kíkja á ykkur en vissi ekki hvar þið búið. Hvað er heimilisfangið ... svo ég geti rennt við næst þegar ég á leið niðureftir.
Sæl Karen, gaman að því þegar þetta líf er svona gefandi og allir geta notið þess saman. Gott að heyra að Arnar er komin á ról, bara vonandi að ekki komi upp sýking eða neitt vesen í hnéið. Gott að heyra að börnin eru svona kát og frábært að vita það að sú litla verður ekki tannlaus hahahahah. kisstu alla frá mér.. alla á Reyðarfirði. og ég fer svo í annað. Lo U 2. LuMa-Pa
Skrifa ummæli