þriðjudagur, 26. desember 2006

Jólin

Aðfangadagur byrjaði kl.7:30, en þá vaknaði Alexander og ákváðum við hjónin að skríða frammúr með honum, kveiktum á TV og horfðum á myndina um Svamp Sveinsson...alltaf hægt að hlæja að henni...kl.8 var Elín Inga að hósta e-ð og Arnar stökk af stað til að sækja hana bara...svo einu sinni að vakna snemma, skvísan var svo þreytt og hún skildi ekkert af hverju hún var rifin uppúr rúminu, sat hjá okkur og gat varla opnað augun...heheh...hún fékk þá bara að borða og fór strax aftur að sofa, við Alexander tókum okkur til og héldum á Egilsstaði...ég varð að komast í búð því það var allt búið hérna útí krónu...af því sem ég þurfti að kaupa...en ég fékk það á Egilsstöðum, sem betur fer...skelltum okkur svo til Elfu, Jóa, Jónínu og Ingólfs, í smá afmæliskaffi...þegar heim var komið tók við rólegheit og smá spilamennska...svo var nú farið að undirbúa matinn, maturinn var svo góður & kvöldið yndislegt...pakkaflóðið var opnað og þvílík gleði.
Jóladagur kominn og við fórum ekki alveg jafn snemma frammúr en máttum nú samt ekki kúra of lengi því í hádeginu tók við jólaboð hjá ömmu Siggu...við röltum yfir til hennar og var það mjög hressandi. Þegar við komum svo heim fóru þeir feðgar að setja samann þennan líka þvílíka krana sem Alexander fékk í jólagjöf, Elín Inga var að leika sér með sparkbílínn sem hún fékk og dótið og ég settist niður og tók upp púslið sem við fengum...við fengum okkur svo ristað brauð með graflax í kvöldmatinn og afganginn af hryggnum...en Alexander fékk ristavél frá Disney sem gerir mikka mús andlit á brauðið og fengum við því öll mikka mús brauð með graflax...frekar skemmtilegt.
Nú er annar í jólum og alexander að horfa á Cars sem hann fékk í jólagjöf og Elín Inga að leika sér með dótið sitt...svo finnst henni líka alveg rosalega gaman að fara uppí sófa og henda púðunum úr sófanum...svo hoppar hún og hendir sér á magann...svo fer hún bara aftur úr sófanum...merkilegt að hún skuli ekki hafa flogið úr sófanum, en hún passar sig rosalega vel á einhvern óskiljanlegan hátt...bara gaman að því, svo hafa nokkur orð bæst í orðaforðann hennar og ég er alveg pottþétt á því að hann Alexander talaði ekki svona mikið á hennar aldri...finnst hún eiginlega of lítil til að skilja og tala svona mikið...en það er kannski bara vitleysa í mér...maður er svo fljótur að gleyma þessu.
Jólagjafirnar sem við fengum voru æðislegar, það merkilega gerðist að við hjónin gáfum hvort öðru hring, sem báðir eru alveg meiriháttar og hlógum við mikið að þessari tilviljun.
Elín Inga fékk prinsessu sængurföt, prinsessu mottu á gólfið og prinsessu hillu með snögum...algjör prinsessa, svo fékk hún bangsímon sparkbíl, föt, 2 dúkkur og fullt af dóti.
Alexander fékk rosalega stóran krana, spil, perlur, smíðadót og meira dót...
Á morgun förum við í leikskólann og svo aftur í frí, svo það eru bara góðir tímar framundan hjá okkur...

LATER

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæl og blessuð og gleðilega hátíð. Gaman að heyra hversu gaman er hjá ykkur. Hefði nú verið gaman að hittast í spil eins við höfum gert síðustu jól en svona breytast hlutirnir. Hvar fær maður svona Mikkamús ristavél?. Kveðja Steini og María.