mánudagur, 11. desember 2006

Dansdrottning og gestur

Já, prinsessan á bænum er heldur betur farin að fylgjast með...hún hefur reyndar alltaf dansað um leið og kveikt er á tónlistinni og núna fer hún bara og kveikir á útvarpinu og stendur svo og dansar & dansar...hún er einnig farin að blikka, veit hvar hárið, augun, munnurinn, nefið og eyrun eru...segir Elín og fleira sem ég bara man ekki alveg í augnablikinu...í leikskólanum í dag stóð mín bara upp og labbaði ...settist svo niður og klappaði fyrir sjálfri sér.
Sigga Dísa kom svo í gærkvöldi til okkar....ég skutlaðist auðvitað eftir henni inná Egilsstaði og var á nálum alla leiðina yfir hálkunni og myrkrinu sem er hérna...ppprrrr....skíthrædd alveg, en þetta tókst, ég er öll að koma til með eins og ég hef komið að hérna áður...þá verður maður bara að bjarga sér, ég er alveg búin að sjá það ég hef heldur betur verið uppá aðra komin ....þegar/ef við flytjum aftur á höfuborgarsvæðið verð ég sko orðin stór stelpa & get alveg séð um mig sjálf....heheh.....enda kominn tími til.

Jæja, ætla að sinna gestinum...meira síðar.

LATER

Engin ummæli: