laugardagur, 30. desember 2006

Árið senn á enda

Alexander fékk smá verkefni, en Arnar fékk einn jólapakka á fimmtudaginn frá Reykjavík og þurfti því að ná í hann á pósthúsið...Alex fékk miðann og rölti út á pósthús...ég fylgdist auðvitað vel með úr stofuglugganum...heheh...en hann kom svo aftur með þetta líka breiðasta bros sem ég nokkurn tímann séð, svo stoltur af sjálfum sér...ég var auðvitað líka voða stolt af honum og sagði við hann að næst mætti hann fara útí búð og kaupa mjólk...brosið fór ekki af honum allan daginn og þegar Arnar kom heim úr vinnunni réðst Alex á hann til að segja honum afrekið.

Við fórum ekki út úr húsi í allan gærdag, Arnar fór að vinna og við vorum á náttfötunum vel framyfir hádegi...að púsla að sjálfssögðu...Elín Inga var e-ð að labba um í stofunni og dettur, beint á hornið á stofuborðinu og það byrjaði að blæða úr augnlokinu á henni...ég stökk til og náði í blautan þvottapoka...hún vildi ekki sjá hann á auganu heldur byrjaði sjúga vatnið úr honum..heheh...allt batnað, en núna er augað svolítið bólgið....hún er ekkert að kippa sér upp við það og heldur bara áfram að labba um...hljóp á móti pabba sínum þegar hann kom svo heim úr vinnunni...það var skondið. Það fylgdi símtól með þessum kagga sem hún fékk í jólagjöf og hún malar og malar í símann....heheh...

Ég var e-ð að reyna að setja myndir hérna inná bloggið og það er hérna til hliðar linkur með myndum...mun vonandi fara bara að setja allar myndir þar....á eftir ða læra aðeins betur á það samt.

Annað kvöld verðum við hjá Ernu & Sigga í mat...ásamt ömmu Siggu, Sigga Erni & Huldu, það verður feikna fjör....alltaf gaman að prufa e-ð nýtt...

Verður örugglega ekki bloggað meira fyrr en á nýju ári svo ég bið guð að geyma ykkur og fer sjálf í annað.

LATER

fimmtudagur, 28. desember 2006

Jólafrí & ball...

Við vorum að koma af jólaballi og það var mjög skemmtilegt, amma Sigga kom með okkur en pabbi var að vinna...við dönsuðum í kringum jólatréð og spjölluðum við jólasveinana...og að sjálfssögðu fengum við okkur kræsingar. Elín Inga þvældist um öll gólf, labbandi og skríðandi...benti og skellti uppúr þegar hún sá jólasveininn svo við löbbuðum nær honum og hún byrjaði að titra af spennu...svo þegar hann snéri sér við til að tala við hana þá tryltist hún bara og klóraði mig og kreisti og varð svo rosalega hrædd að ég var næstum búin að pissa á mig úr hlátri....þetta var sko keppnis...hehehe

Ég gleymdi svo alveg að segja frá því á þorláksmessu þegar við Alexander fórum í kaupfélagið á Egilsstöðum þá sáum við Magna og fjölskyldu...mér fannst það meira spenandi heldur en honum..hehe....hann sagði bara jájá...
Alexander fékk líka möndluna á jóladag, í jólaboðinu hjá ömmu Siggu.....skil ekkert í því hvernig ég gleymi alltaf öllu þegar ég byrja að skrifa hérna...

Við Alex erum svo búin að vera að púsla síðan á jóladag en við fengum svo skemmtilegt púsl í jólagjöf, myndin framan á er af fornólympiuleikvangi en púslið sjálf er af nútímaólympiuleikvangi...svo það er frekar erfitt....1000 púsl líka, en Alex er ekkert smá flinkur við þetta og það hjálpar mér líka....

LATER

þriðjudagur, 26. desember 2006

Jólin

Aðfangadagur byrjaði kl.7:30, en þá vaknaði Alexander og ákváðum við hjónin að skríða frammúr með honum, kveiktum á TV og horfðum á myndina um Svamp Sveinsson...alltaf hægt að hlæja að henni...kl.8 var Elín Inga að hósta e-ð og Arnar stökk af stað til að sækja hana bara...svo einu sinni að vakna snemma, skvísan var svo þreytt og hún skildi ekkert af hverju hún var rifin uppúr rúminu, sat hjá okkur og gat varla opnað augun...heheh...hún fékk þá bara að borða og fór strax aftur að sofa, við Alexander tókum okkur til og héldum á Egilsstaði...ég varð að komast í búð því það var allt búið hérna útí krónu...af því sem ég þurfti að kaupa...en ég fékk það á Egilsstöðum, sem betur fer...skelltum okkur svo til Elfu, Jóa, Jónínu og Ingólfs, í smá afmæliskaffi...þegar heim var komið tók við rólegheit og smá spilamennska...svo var nú farið að undirbúa matinn, maturinn var svo góður & kvöldið yndislegt...pakkaflóðið var opnað og þvílík gleði.
Jóladagur kominn og við fórum ekki alveg jafn snemma frammúr en máttum nú samt ekki kúra of lengi því í hádeginu tók við jólaboð hjá ömmu Siggu...við röltum yfir til hennar og var það mjög hressandi. Þegar við komum svo heim fóru þeir feðgar að setja samann þennan líka þvílíka krana sem Alexander fékk í jólagjöf, Elín Inga var að leika sér með sparkbílínn sem hún fékk og dótið og ég settist niður og tók upp púslið sem við fengum...við fengum okkur svo ristað brauð með graflax í kvöldmatinn og afganginn af hryggnum...en Alexander fékk ristavél frá Disney sem gerir mikka mús andlit á brauðið og fengum við því öll mikka mús brauð með graflax...frekar skemmtilegt.
Nú er annar í jólum og alexander að horfa á Cars sem hann fékk í jólagjöf og Elín Inga að leika sér með dótið sitt...svo finnst henni líka alveg rosalega gaman að fara uppí sófa og henda púðunum úr sófanum...svo hoppar hún og hendir sér á magann...svo fer hún bara aftur úr sófanum...merkilegt að hún skuli ekki hafa flogið úr sófanum, en hún passar sig rosalega vel á einhvern óskiljanlegan hátt...bara gaman að því, svo hafa nokkur orð bæst í orðaforðann hennar og ég er alveg pottþétt á því að hann Alexander talaði ekki svona mikið á hennar aldri...finnst hún eiginlega of lítil til að skilja og tala svona mikið...en það er kannski bara vitleysa í mér...maður er svo fljótur að gleyma þessu.
Jólagjafirnar sem við fengum voru æðislegar, það merkilega gerðist að við hjónin gáfum hvort öðru hring, sem báðir eru alveg meiriháttar og hlógum við mikið að þessari tilviljun.
Elín Inga fékk prinsessu sængurföt, prinsessu mottu á gólfið og prinsessu hillu með snögum...algjör prinsessa, svo fékk hún bangsímon sparkbíl, föt, 2 dúkkur og fullt af dóti.
Alexander fékk rosalega stóran krana, spil, perlur, smíðadót og meira dót...
Á morgun förum við í leikskólann og svo aftur í frí, svo það eru bara góðir tímar framundan hjá okkur...

LATER

laugardagur, 23. desember 2006

Þollákur

Á fimmtudagsmorguninn hringdi fasteignasalinn og vildi að við myndum skrifa undir afsalið á húsinu...klukkan var hálf ellefu og ég átti að fara að mæta í vinnu svo við höfðum ekki tíma en hann snaraði sér útí bíl og kom bara til okkar og þetta tók ekki nema 5 minutur...góð þjónusta hérna sko!!!
Um kvöldið komu Svo Sigga Örn & Hulda kærastan hans í heimsókn, mjög skemmtilegt.
Ég átti svo ekki að mæta í vinnuna fyrr en kl.13 í gær svo við vorum bara að setja upp jólatréð og taka aðeins til...skreyttum svo tréð um kvöldið...Alexander yfirskreytari fór sko létt með þetta verk, Elín Inga var svo hissa þegar hún kom fram í morgun, en ég vakti hana kl.10 og við röltum fram...hún stóð bara og benti á tréð og spurði "hvarda???...litla svefnpurkan hefur ekki svo mikið sem snert á þessu fína stóra tréi sem komið er inní stofuna...hehehe
Í dag fórum við svo á smá rúnt yfir til Ernu & Sigga og fengum að sjálfssögðu smákökur og jólaöl og svo var haldið yfir til ömmu Siggu...vorum að skila af okkur pökkunum, sýna okkur & sjá aðra. Við ætluðum svo ekkert að hætta þeirri hefð okkar að fara út að borða á þorláksmessu...svo ferðinni var heitið á olís og hammarar urðu fyrir valinu...heheh....ekki alveg það sama og við höfum gert undanfarin ár....en samt farið út að borða, hefðum getað farið á hótelið en þar var skötu & saltfiskssveisla og vorum við ekkert að hætta okkur þangað.
Hef hugsað mikið til fjölskyldunnar sem hittist öll hjá ömmu & afa í hádeginu í dag í saltfisk & skötuveislu....hefði sko verið til í að vera þar.
Hér er allt reddý nema að sjálfssögðu maturinn, en ég gerði möndlugrautinn áðan...hlakka svo til að fara að elda á morgun...mmmm....við förum yfir á Egilsstaði á morgun í afmæli, og svo bara beint heim í matargerðina....
jæja, í kvöld ætla svo Siggi & Hulda að koma aftur og spila.
Ég fékk reyndar einn pakka rétt áðan, ég var að blóta því að þurfa að ná alltaf í hrærivélina til að þeyta rjómann...svo Arnar stökk inní búð áðan og keypti þennan líka flotta handþeytara... og vildi endilega gefa mér hann strax....

Nýjar myndir á barnalandi

LATER

miðvikudagur, 20. desember 2006

Einn dagur eftir

Jú, já ég fékk að troða mér í litun & plokkun í gærkvöldi hjá einni sem var með alveg upppantað en ákvað að taka mig inn því Jóhanna deildarstjórinn minn sagði henni að ég væri svo yndisleg....hjúkked, ég var frekar ánægð, enda aldrei verið svona ánægð með litun & plokkun áður...ég var líka svo heppin því það eru 2 hús á milli okkar og því ekki langt að labba...þegar ég var svo að labba heim aftur var þessi líka hlýja gola og lækjarniður...ég hefði geta lokað augunum og fundist ég vera á ströndinni útá spáni....alveg merkilegt, þegar það er svona ömurlegt veður annarsstaðar á landinu.
Á morgun er svo síðasti dagurinn minn frá 11 - 17...en á föstudaginn verð ég bara frá 13 - 16, en alli vinna stuttan dag þá ...síðasti virki dagur fyrir jól og svona snemmbúin jólagjöf frá leikskólanum....svi vinn ég bara einn dag milli hátíðanna, miðvikudaginn frá 8 - 14...svo framvegis frá kl. 8 - 14....ég er svo rosalega ánægð með það...enda nýtist dagurinn mun betur.
Ég vil svo óska honum Bjarna Hauk frænda mínum til hamingju með daginn er strákurinn orðinn 11 ára gamall.
Svo er alveg merkilegt þegar ég þarf að hasta á Alexander þá fer Elín Inga að væla...vorkennir bróðir sínum svona mikið, þau passa verulega mikið uppá hvort annað...voru að leika sér í baði rétt áðan og þvílíkt sem var gaman hjá þeim...allavega mikið hlegið.
Jæja, ég ætla að renna yfir allt með tuskunni og slaka svo aðeins á....

LATER

mánudagur, 18. desember 2006

Jólatréð

Jú, við lögðum í jólatrésleiðangur í gær og fundum þetta líka flotta tré, þegar við vorum að flakka á milli allra trjánna þá datt allt í einu eitt tré niður og okkur fannst það vera svona "sign" og við ákváðum að taka það....afi Eiki hafi sent Alexander pening fyrir jólatré og hann var svo stoltur þegar hann fór og borgaði tréð fyrir fjölskylduna...trénu var skellt í skottið og flutt heim og við fórum svo í smá bíltúr yfir á Fáskrúðsfjörð, það var voða gaman að skoða þar...höfum aldrei skoðað þar almennilega...þegar heim var komið fórum við að spila seaquens...Alexander gafst fljólega upp og héldum við þá bara áfram....áttum svo rosalega gott kvöld.

Elín Inga var svo heima í dag með pabba sínum og höfðu þau það voða kósý...

LATER

sunnudagur, 17. desember 2006

...Laufabrauð & grenjað úr hlátri

Já, við eigum sem sagt heima að Eyrarstíg 3...lítið og sætt gult hús með grænt í kringum gluggana og rauðu grindverki...

Við hjónin skárum út laufabrauðin í gær eftir kvöldmatinn og krakkarnir fylgdust vel með...Elín Inga hermdi alltaf eftir þegar við vorum að pikka kökurnar og fannst það sko ekki leiðinlegt...hún var svo sett í rúmið og Alexander þurfti að vera frammi á meðan ég var svo að steikja kökurnar, mér var búið að kvíða slatta fyrir því og þegar ég setti fyrst kökuna í pottinn og það byrjaði að bubbla á fullu reif ég pottinn af eldavélinni og sagðist ekki geta þetta og Arnar þyrfti bara gjöra svo vel og taka við...hann vissi ekki hvaða andsk....stress þetta væri í mér og sagði mér nú bara að slaka á...heheh..sem ég og gerði og þetta tókst svona líka fullkomlega hjá mér (okkur)....fékk svo þetta netta hláturskast þegar ég fór að hugsa til baka og svipinn sem kom á Arnar...heheheh.....maður hefur nú húmor fyrir sjálfum sér....
Ég var svo hrikalega stolt af sjálfri mér að hafa gert þetta sjálf og hlakka svona líka þvílíkt til að gera þetta aftur á næsta ári....og mun að sjálfssögðu fara í það núna að baka kleinur...hef einmitt aldrei lagt í það, en það hefur heldur betur breyst.

Jæja, við familyan ætlum að fara í jólatrésleiðangur....í góða veðrinu.


LATER

laugardagur, 16. desember 2006

Jölaglögg & fl.

Ég fór út í gærkvöldi....fyrsta skipti að skemmta mér hérna megin á landinu, það var jólaglögg með vinnunni...það var alveg rosalega skemmtilegt enda mjög skemmtilegar stelpur & strákur þar á ferð, skemmtunin var haldin í verkalýðshúsinu sem er nú bara nánast næsta hús við okkar, svo það var ekki lengi verið að rölta yfir...þegar það var liðið vel á nóttina skelltum við okkur sem eftir vorum á kaffi kósý...skemmtistaðinn á Reyðarfirði, fengum okkur einn drykk og svo var lokað, en maður er allavega búinn að skoða staðinn þá...þegar við komum út var leigubíll...heheh...ferlega sem mér fannst það fyndið, Íris og Þórey skelltu sér í bílinn og við Doddi löbbuðum...ég er varla ennþá komin yfir það að það sé leigubíll hérna....

Sigga Dísa kom um daginn og fór aftur á miðvikudagskvöldið, hún var að skoða aðstöður og fannst ferlega óþægilegt ða vita ekki hvernig við bjuggum, henni leist auðvitað voða vel á allt hérna og vinnur hörðum höndum núna að finna sér íbúð hérna á góðu leiguverði, já skvísan er að fara að flytjast.

Arnar kom svo heim seinnipartinn á þriðjudaginn með alveg hrikalega bólgið hné og hefur bara legið fyrir eða hangið í tölvunni "drepast út leiðindum" hann fór út í fyrsta skipti núna rétt áðna...yfir til frænda síns að horfa á fótboltann...rosalega sem hann var spenntur að komast út úr húsi, hann verður kannski fær um að fara að vinna í næstu viku.

Krakkarnir leika sér saman þegar við erum hérna heima og Elín Inga sér varla sólina fyrir bróðir sínum, það er allt svo rosalega sniðugt sem hann segir og gerir og hún vill gera allt eins, hún talar og talar og talar...allskonar orð velta upp úr henni og hún er allt í einu orðin okkar helsta skemmtun þó við reynum að láta hana ekki sjá okkur hlægja svona rosalega að henni. Ég hef ekki kíkt á tennurnar í henni þónokkra daga, hún hefur alltaf bitið mig í puttann þegar ég nálgast munninn á henni, en komst svo í verkið í gær og þá er skvísan bara komin með þessar líka fínu tennur nokkra jaxla og fl...alveg verið að fela það fyrir okkur...merkilegt hvað við höfum aldrei fundið fyrir því þegar þau fá þessar tennur...á meðan aðrir fá ekki svefnfrið.

Jæja, þetta er ágætt í bili, það er fínt veður hérna og snjór yfir öllu...Elín sofandi og Alexander úti að leika sér ....ég fer þá í annað.

LATER

mánudagur, 11. desember 2006

Dansdrottning og gestur

Já, prinsessan á bænum er heldur betur farin að fylgjast með...hún hefur reyndar alltaf dansað um leið og kveikt er á tónlistinni og núna fer hún bara og kveikir á útvarpinu og stendur svo og dansar & dansar...hún er einnig farin að blikka, veit hvar hárið, augun, munnurinn, nefið og eyrun eru...segir Elín og fleira sem ég bara man ekki alveg í augnablikinu...í leikskólanum í dag stóð mín bara upp og labbaði ...settist svo niður og klappaði fyrir sjálfri sér.
Sigga Dísa kom svo í gærkvöldi til okkar....ég skutlaðist auðvitað eftir henni inná Egilsstaði og var á nálum alla leiðina yfir hálkunni og myrkrinu sem er hérna...ppprrrr....skíthrædd alveg, en þetta tókst, ég er öll að koma til með eins og ég hef komið að hérna áður...þá verður maður bara að bjarga sér, ég er alveg búin að sjá það ég hef heldur betur verið uppá aðra komin ....þegar/ef við flytjum aftur á höfuborgarsvæðið verð ég sko orðin stór stelpa & get alveg séð um mig sjálf....heheh.....enda kominn tími til.

Jæja, ætla að sinna gestinum...meira síðar.

LATER

föstudagur, 8. desember 2006

Veikindi & bakstur

Já, þessi vika hefur farið í veikindi og hangs, í dag höfum við heima ég og krakkarnir...byrjuðum að baka fyrir hádegi og bökuðum marenskellogstoppa og svo piparkökur...það er búið að vera voða gaman hjá okkur og kökurnar alveg yndislegar...mmm.
Í gærkvöldi fór ég með ömmu Siggu í bingó, það var frekar gaman og ég var "næstum" búin að fá vinning....og það voru ekkert smá vinningar í boði, strax farin að hlakka til fyrir næsta jólabingó. Alexander fór ekki í 5.ára skoðunina sem hann átti að fara í á síðastliðinn miðvikudag því hann var lasinn...en við fengum tíma næsta miðvikudag, spennandi að sjá hvort við komumst í hann.
Það styttist í að Arnar fari suður og ég er svona að reyna að hugsa sem minnst um það....verður ferlega skrýtið...
Ég stefni á það að taka laufabrauð í næstu viku, finnst það ómissandi partur af jólunum...hef samt aldrei gert það ein...þetta hefur alltaf verið gert hjá mömmu og það er ekkert annað í stöðunni en að fara að standa á eigin fótum og gera þetta sjálf...heheh...merkilega þroskandi að flytja svona langt í burtu...þetta er t.d í fyrsta skipti sem ég baka fyrir jólin...ferlega skömmustulegt er það ekki???
En batnandi mönnum er best að lifa....jæja er alveg að verað gúgú hérna..heheh.
Gaman að sjá að fólk kvitti fyrir sig og meira síðar.

LATER

þriðjudagur, 5. desember 2006

Ferðin suður & fl.

Jæja, ég fór suður á laugardagsmorguninn og það var frekar sérstakt að fljúga svona ein, en það tekur ekki nema klukkutíma að fljúga á milli og það leið miklu hraðar en ég átti von á...ég ætlaði heldur betur að nota tímann í flugvélinni en það tókst ekki...heheh, Lovísa sótti mig útá völl og við fórum beint í kringluna, þar verslaði ég mér smá :)
Uppúr kl.19 var svo haldið á Thorvaldsen...þar fengum við rosalega góðan mat og gott að vera þar á meðan maturinn var, strax eftir matinn var okkur svo bara hent til og þjónustan breyttist úr góðri yfir í frekar lélega og get ég alveg mælt með því að fólk fari ekki þangað...en tek það samt alveg fram aftur að mér fannst maturinn æði...það þarf reyndar frekar mikið til að ég fari að kvarta yfir mat...
Kvöldið í heild var auðvitað voða skemmtilegt enda skemmtilegt fólk. Við mamma, pabbi og Kristjana vorum svo mætt í smáralindina kl.13 og þurfti ég að gera smá innkaup þar...um kvöldið var svo 30.ára brúðkaupsafmælið hjá mömmu & pabba...e-ð sem við systkinin erum búin að vera að undirbúa allt þetta ár...loksins var komið að því, við vorum sem sagt búin að útbúa skrappalbúm um mömmu & pabba...frá brúðkaupsdeginum og til dagsins í dag...þetta var alveg rosalega flott og var mikið um táraflóð þegar þetta var skoða og við systkini skrifuðum öll smá bréf til þeirra og létum líka semja smá lífshlaup um þau...þetta allavega sló í gegn og þetta var æðislegt.
Mánudagurinn fór svo í meiri innkaup og svo flugið....og það var auðvitað eins og alltaf svo gott að komast heim...en það var líka svo gaman að koma suður.
Hérna heima fór Arnar með krakkana og ömmu sína á smá jólaskemmtun en það var verið að kveikja á jólatrénu og leikskólakórinn átti að syngja, svo Alex hoppaði uppá svið og söng með hinum krökkunum...svo nutu þau þess bara að vera heima, þeir feðgar voru reyndar frekar duglegir að hengja upp myndir, jólaskraut, spegil og sturtuna....
Arnar átti svo að mæta kl.14 í dag á heilsugæsluna og láta taka þetta blessaða tæki sem hann var með í sólarhring og það verður svo sent suður og niðurstöðurnar liggja fyrir eftir 10 daga....hann fer svo suður næsta sunnudag - þriðjudags, það verður skrítið...
anyweis þá koma bráðum inn nokkrar myndir á BL síðuna.

LATER

laugardagur, 2. desember 2006

Húsmóðirin mikla

Gærdagurinn byrjaði á því að dyrabjallan hringdi og hringdi...ég rauk upp og vissi ekki hvað ég var svo sem að gera þegar ég hljóp fram , en þegar ég sá Lísu leikskólastjóra standa fyrir utan fattaði ég að ég hafði gleymt að vekja Alex því hún var að sækja hann...hann átti að mæta kl.8 í leikskólann til að fara yfir í grunnskólann að æfa atriði fyrir vígsluna sem átti að vera seinna um daginn....hún kom aftur korteri seinna og pikaði hann upp...og ég dauðskammaðist mín fyrir aulaganginn. Við Elín Inga mættum svo bara á okkar rétta tíma og dagurinn var frekar skrítinn...mikið um að vera fyrir þessa vígslu sem átti að byrja kl.16 bæði í leikskólanum því það var verið að stækka hann og líka í grunnskólanum því það var líka verið að stækka hann...einn starfsmaður af minni deil mætti ekki í vinnuna því það féll aurskriða á húsið hennar og hún var í því að moka út úr kjallaranum hjá sér og reyna að bjarga lóðinni sem var svo úrskurðuð ónýt...frekar leiðinlegt.
Á vígslunni var svo voða gaman...allir löbbuðu yfir í skólann og fylgdust vel með...Alex stóð sig rosa vel...Arnar náði í Elín Ingu strax eftir kaffitímann svo hún var ekki með í þessu enda hefði ekki haft gaman af...er orðin frekr þreytt á sessum tíma...svo við Alex löbbuðum heim eftir allt húllumhæið...Arnar fór að útbúa kvöldmatinn og ég byrjaði að baka smákökur...var svo að strauja jólagardínurnar á milli þess sem ég tók úr ofninum og henti fleiri kökum inn...húsið fylltist af góðri lykt og ekki skemmdi fyrir þegar jólagardínurnr voru svo komnar upp... ekki nóg með að ég hafi verið að baka og strauja þá hringdi Sigga Dísa og ég spjallaði við hana á meðan...svo rosalega fjölhæf..heheh, þegar ég var svo búin að gera eldhúsið voða fínt & flott þá fór ég að taka mig til því ég er að fara suður...
Jæja...við verðum víst að fara útí bíl núna....á að fara að mæta á flugvöllinn...

LATER