laugardagur, 23. desember 2006

Þollákur

Á fimmtudagsmorguninn hringdi fasteignasalinn og vildi að við myndum skrifa undir afsalið á húsinu...klukkan var hálf ellefu og ég átti að fara að mæta í vinnu svo við höfðum ekki tíma en hann snaraði sér útí bíl og kom bara til okkar og þetta tók ekki nema 5 minutur...góð þjónusta hérna sko!!!
Um kvöldið komu Svo Sigga Örn & Hulda kærastan hans í heimsókn, mjög skemmtilegt.
Ég átti svo ekki að mæta í vinnuna fyrr en kl.13 í gær svo við vorum bara að setja upp jólatréð og taka aðeins til...skreyttum svo tréð um kvöldið...Alexander yfirskreytari fór sko létt með þetta verk, Elín Inga var svo hissa þegar hún kom fram í morgun, en ég vakti hana kl.10 og við röltum fram...hún stóð bara og benti á tréð og spurði "hvarda???...litla svefnpurkan hefur ekki svo mikið sem snert á þessu fína stóra tréi sem komið er inní stofuna...hehehe
Í dag fórum við svo á smá rúnt yfir til Ernu & Sigga og fengum að sjálfssögðu smákökur og jólaöl og svo var haldið yfir til ömmu Siggu...vorum að skila af okkur pökkunum, sýna okkur & sjá aðra. Við ætluðum svo ekkert að hætta þeirri hefð okkar að fara út að borða á þorláksmessu...svo ferðinni var heitið á olís og hammarar urðu fyrir valinu...heheh....ekki alveg það sama og við höfum gert undanfarin ár....en samt farið út að borða, hefðum getað farið á hótelið en þar var skötu & saltfiskssveisla og vorum við ekkert að hætta okkur þangað.
Hef hugsað mikið til fjölskyldunnar sem hittist öll hjá ömmu & afa í hádeginu í dag í saltfisk & skötuveislu....hefði sko verið til í að vera þar.
Hér er allt reddý nema að sjálfssögðu maturinn, en ég gerði möndlugrautinn áðan...hlakka svo til að fara að elda á morgun...mmmm....við förum yfir á Egilsstaði á morgun í afmæli, og svo bara beint heim í matargerðina....
jæja, í kvöld ætla svo Siggi & Hulda að koma aftur og spila.
Ég fékk reyndar einn pakka rétt áðan, ég var að blóta því að þurfa að ná alltaf í hrærivélina til að þeyta rjómann...svo Arnar stökk inní búð áðan og keypti þennan líka flotta handþeytara... og vildi endilega gefa mér hann strax....

Nýjar myndir á barnalandi

LATER

Engin ummæli: