fimmtudagur, 29. nóvember 2007

SNJÓAR...

Jú, helló...
Þegar ég leit útum gluggann í morgun var rosalega mikill snjór úti...púfff, trén voru ekki að meika að bera þetta allt, en manni langaði mest að klæða sig upp og fara út að leika sér...þetta var þessi týpíski jólasnjór...en raunveruleikinn tók snöggt við og allir út að vinna, í skólann og leikskólann...Elín Inga er búin að taka snjóinn í sátt og langar mest að leika sér í honum núna...hún vildi sko ekki koma nálægt honum hérna fyrst...var greinilega búin að gleyma hvað hún skemmti sér vel í honum í fyrravetur.
Alexander var voða ánægður að mega taka snjóbuxurnar með sér og fara út að leika í skólanum, en hann er búinn að þurfa að vera inni útaf augn-slysinu á sunnudaginn, saumurinn verður tekinn úr í fyrramálið....áður en við skellum okkur til "Akureyris"...eins og einhver sagði.
já, við ætlum til Akureyrar á morgun í menninguna...heheheh....
Það er svo sem allt gott að frétta af okkur...allt gengur sinn vanagang og nóg að gera hjá öllum...sem er bara yndislegt.
Ég þurfti að vera að vinna í álverinu á mánudaginn og þriðjudaginn og bara gaman að hitta alla aftur þar...margir héldu nú að ég væri komin aftur "for good" :) Ég mun sem sagt núna byrja annan hvern vinnudag þar, fylgjast með hvernig allt gengur þar....bara gaman að því.

Ég er alveg ferlega spennt að bíða eftir sms-i frá Fönnslu....en hún verður skorin í dag....og þá fær lítill engill að líta dagsins ljós....mmmm, æðislegt, gangi þér rosalega vel í dag Fanney mín.

Hvað segja annar allir hinir...er jólaskapið komið? Hún Karen sem vinnur með mér er komin í bullandi jólaskap og búin að skreyta skrifborðið sitt, bara gaman að því.

Arnar er búin að skjóta 4 rjúpur...sem er nú ekkert rosalega mikið en góð byrjum samt...hann ætlaði nú að skjótast úr vinnunni í dag og reyna að ná allavega 2 í viðbót, vonandi fleirum.

jæja, ég veit ekkert hvað ég á að segja meira.

LATER

sunnudagur, 25. nóvember 2007

Alex fór út að leika með krökkunum og sat aftan á sleða hjá félaga sínum, hann flaug svo af og lenti á tré....með þeim afleiðingum að grein stakkst í augnlokið á honum og fór í gegn...ekkert stórt gat en gat samt...við hittumst doksa á stöðinni og hann setti eitt spor í augnlokið og svona skemmtilegan plástur yfir

Hann var alveg rosalega duglegur hjá doksa og Elín Inga líka...hún hélt í hendina á Alex svo ég ákvað að verðlauna þau með ís útá olís....þegar við erum svo að fara þaðan stoppar bíll með nokkrum útlendingum og Elín Inga með sitt töfrabros heilsar mönnunum og þeir heilsa til baka...svo snýr einn þeirra sér við og segir "bella" "bella"....þá segir Elín Inga til baka "bella""bella"....

Góður sunnudagur hér á ferð....

LATER

25.Nóvember

Nokkrar nýjar myndir komnar :)

miðvikudagur, 21. nóvember 2007

21.Nóvember

Afmælið hjá Alexander gekk voða vel, 15 krakkar hlaupandi með tilheyrandi hamagangi...ég var búin að undirbúa hann vel, segja að það yrðu læti og hann ætti bara að hafa gaman af....þetta fór samt e-ð fyrir brjóstið á honum og hann var alveg búinn að fá nóg eftir rúma einn og hálfan tíma...hann óskaði þess heitt að fá transformerskall og hann fékk hann frá ömmu Siggu & Ernu...þvílík gleði & hamingja....svo fékk hann fullt meir.
Elín Inga vissi nú ekki hvað var eiginlega að gerast þegar húsið fylltist af krökkum og hún sat í mestu makindum og var að horfa á skrípó, þegar lætin voru sem mest kom hún bara inní eldhús og sat á beit þar....kom sér svo vel fyrir í sófanum aftur og fór að horfa á spiderman 3 með hinum krökkunum...þegar hún svo tók eftir "ljóta kallinum" ætlaði mín sko að forða sér en komst ekkert...og "trylltist" nánst þarna í stofunni þangað til ég kom henni til bjargar...lítið hjarta þar á ferð.

Arnar fór á skitterí á sunnudaginn...á frekar umdeildan stað en fékk 3 rjúpur svo við eigum 4 núna....væri til í allavega 2 í viðbót, Örn varð grænn af öfund yfir því að hafa ekki farið með honum....en svona er það bara stundum.

Í gær var bekkjarkvöld hjá Alexander á milli 17 - 19, foreldrar ekki velkomnir :) það var eitthvað leynimakk fyrir jól - hann var í sjöunda himni þegar hann kom heim, sérstaklega í ljósi þess þegar hann sá hvað var í kvöldmatinn...eitt af hans uppáhaldi, grjónagrautur og slátur. Þau borðuðu svo mikið systkinin enda nærri sofnuð yfir simpsons og Elín Inga hljóp inní rúm þegar simpsons var búið...hljóp svo til baka til að segja góða nótt & i love you við alla...og svo uppí rúm :)

Elín Inga er farin að horfa á glæstar eins og atvinnumanneskja....kallar á mig þegar þátturinn byrjar og svo situm við og horfum....eins og þetta er nú mikið rugl.

Örn var e-ð að segja við Elín Ingu í gær að hún mætti ekki gera e-ð....ég var ekki alveg að fylgjast með..heheh....svo heyrist í henni...."hættu þessu drengur", Örn varð svo hissa að hann hlýddi bara......hún er sko heldur betur farin að stjórna.

LATER

fimmtudagur, 15. nóvember 2007

Annar Góður Dagur...

Hann á afmæli í dag,
hann á afmæli í dag,
hann á afmæli hann Alexander Örn
hann á afmæli í dag
...................................................................

Vá!!! Hann er orðinn 6 ára, það er alveg magnað.....ég var 22 ára þegar ég átti hann...nú er hann orðinn 6 ára og mér líður eins og 20 ára.....mhmmmm....ekki alveg að stemma.
Það verður afmælisveisla á milli kl 16 - 19 í dag....allir velkomnir....hehehe...
Hann er svo sem alveg búinn að taka eftir einhverju laumuspili hjá okkur...þegar pakkarnir hafa verið að steyma inn í hús....allsstaðar af landinu...ég segi bara við hann að þetta séu afmælispakkar til mín og þá missir hann áhugann á þeim um leið...heheh....
Enn ég fékk nú einn afmælispakka í gær samt....rosa flottann og góðann trefil frá Tengdaforeldrum mínum :) alveg í rétta litnum líka

Ekki nóg með að ég hafi átt afmæli 11 nóv....þá var það líka dagurinn sem við fluttum inní húsið okkar....svo það var 1 árs búsetuafmæli á Reyðarfirði líka....ég er bara ekki að trúa því að við séum búin að vera hérna í ár.....samkvæmt okkar upprunarlega plani eru þá 4 ár eftir.....en ég held að það plan sé flogið út um gluggann.....það þarf e-ð mikið að gerast svo við flytjum héðan....

jæja...best að halda áfram

LATER

sunnudagur, 11. nóvember 2007

Góður dagur

Við fórum frekar seint að sofa í gær eða nótt....dagurinn er að mestu búinn að vera fyrir framann imbann og horfa á gamlar myndir með krökkunum...amma Sigga & Erna komu í kaffi áðan og ég fékk smá pakka....alltaf gaman að fá pakka :)
Það var alveg feikna fjör í gær....með góðu fólki.

Alexander missti fimmtu tönnina í gær...alveg agalegt að sjá drenginn....heheheh....hann varla getur borðað sökum tannleysis.

jæja...simpsons the movie er komin í gang....mátti til með að setja smá færslu inn á þessum góða degi....lang flottasta dagsetningin :)

Takk fyrir allar kveðjurnar

LATER

föstudagur, 9. nóvember 2007

9. Nóvember

Jamm & Jæ.....Nú er alveg glampandi sól og hiti...allavega hérna inni, ég veit að það er ekkert heitt úti, helgin frammundan og bara gleði.
Arnar & Örn ætla að leggja í´ann strax í fyrramálið á rjúpnaveiði, þeir fóru á sunnudaginn síðasta líka og þá fékk Arnar eina rjúpu....þessa einu sem þeir sáu, það er vonandi að þeir fái nú e-ð meira þessa helgina.
Ég er svo sem ekkert alin upp við rjúpur á aðfangadag...en þær voru oft ef ekki alltaf einhverntímann á jólatímabilinu....þar sem rjúpur eru jólamaturinn hennar mömmu, Arnar er aftur á móti alinn upp við rjúpur á aðfangadag og þá finnst mér svo sem alveg við hæfi að hafa þær á jólatímabilinu, ég ætti nú að fara létt með að elda þær....
Ég sagði alltaf við Arnar....þegar þú skýtur rjúpur í matinn þá skal ég elda þær, það er alveg sanngjarnt....en þegar ég sagði þetta þá átti ég ekki von á að hann myndi nokkurntímann fara á skitterí...heheh....en svona fær maður hlutina í bakið....og núna vona ég auðvitað að hann fái rjúpur, eftir að hafa fengið byssu og veiðileyfi í hendurnar.....pabbi gaf honum svo gamla riffilinn sinn...svo hann er vel settur og tilbúinn.
Það er aldrei að vita nema ég taki mig þá til og máli e-ð á meðan þeir félagar rölta hérna um nágrenið.
Sunnudagurinn fer svo í fjölskyldudag.....þ.e.a.s ef allt gengur vel á morgun.....snýst allt um þetta stutta rjúpnaveiðitímabil.

LATER

miðvikudagur, 7. nóvember 2007

7. Nóvember

Nokkrar nýjar myndir komnar....
Þá er ég búin að bólstra báðar seturnar við eldhúsborðið....alveg búin í höndunum, var alveg búin að gleyma hvað þetta tekur á....
Svo er spurning hvort planið um að mála þarnæstu helgi haldist...yrði æðislegt ef við værum búin með þetta allt saman fyrir mánaðarmót....eiga bara desember í rólegheit :)

Er e-ð voða busy núna að horfa á TV....

LATER

sunnudagur, 4. nóvember 2007

4. nóvember

Ég vildi óska henni Sigríði Ásdísi og Ólafi til lukku með prinsessuna sína sem fæddist í nótt...ég vissi að þetta yrði stelpa og þeim heilsast öllum vel.....hlakka svo til að sjá myndir.
Þó ég hafi staðið fast á mínu að hún kæmi 11. nóv, þá er ég voða ánægð að hún sé komin og með sinn eigin dag.....það var bara sjálfselskan í mér að heimta minn dag :) en sporðdreki varð það og það skiptir öllu...heheheh
Þá tekur bara næsta spenna við.....hvað á barnið að heita???

LATER

laugardagur, 3. nóvember 2007

3.Nóvember

Elskulegi faðir minn, innilega til hamingju með daginn í gær....læt þetta fylgja þó ég hafi talað 2svar við þig í gær :)
Örn er fluttur inn og við vorum búin að ákveða að fara í dagsferð í dag....á bílnum hans, taka góða göngu, fara svo breiðdalsheiði og niður þórdalsheiði....og leika okkur úti við í dag....en allt kom fyrir ekki, Elín Inga var orðin lasin þegar hún vaknaði...þó hún sé alveg bullandi hress þá er hún hás & með hita, svo við höfðum ekki einu sinni fyrir því að klæða okkur...lágum bara öll í sófanum á náttfötunum og horfðum á "home alone"...
Alex fór svo út að leika sér og við Arnar útí búð....erum núna að horfa á Arsenal - M.united & tökum svo Newcastle leikinn á eftir...að sjálfssögðu....Arnar er nú reyndar að vinna í því að setja upp skrifborðið hans Alexanders...en Alex fær gamla eldhúsborðið sem skrifborð....það ætti að smellpassa undir rúmið hans, vorum búin að ákveða að kaupa sem sagt skrifborð handa honum í afmælisgjöf.....í tíl við rúmið....neinei, það kostar litlar 17.þ krónur...og stóllinn við um 14.þ.....ég fékk bara nett sjokk...algjört bull....
Þó það sé fullt af snjó hérna , þá er voða gott veður og hátt í 10 stiga hiti.....
Í kvöld ætlum við að hafa humarfylltar svínalundir.....mmmm....fæ bara vatn í munni sko,

Ég var að setja Elín Ingu í rúmið áðan, lyfti henni upp og labbaði inní herbergið hennar...hún tók utan um mig og kyssti mig og sagði svo " i love you mamma " - hún er svo yndisleg...

Ég vil hvetja alla sem kíkja við hérna á síðuna að kvitta.....það er svo gaman.

LATER

fimmtudagur, 1. nóvember 2007

1. nóvember


Jæja, þá eru nokkrar nýjar myndir komnar inn.....
LATER