Jú, við lögðum í jólatrésleiðangur í gær og fundum þetta líka flotta tré, þegar við vorum að flakka á milli allra trjánna þá datt allt í einu eitt tré niður og okkur fannst það vera svona "sign" og við ákváðum að taka það....afi Eiki hafi sent Alexander pening fyrir jólatré og hann var svo stoltur þegar hann fór og borgaði tréð fyrir fjölskylduna...trénu var skellt í skottið og flutt heim og við fórum svo í smá bíltúr yfir á Fáskrúðsfjörð, það var voða gaman að skoða þar...höfum aldrei skoðað þar almennilega...þegar heim var komið fórum við að spila seaquens...Alexander gafst fljólega upp og héldum við þá bara áfram....áttum svo rosalega gott kvöld.
Elín Inga var svo heima í dag með pabba sínum og höfðu þau það voða kósý...
LATER
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli