laugardagur, 27. desember 2008

Gleðilega hátíð

Það er með öllu óhætt að segja að við séum búin að hafa það gott....rjúpurnar á aðfangadag slógu í gegn og þá er ekkert sem getur farið úrskeiðis :)
Það hefur ekkert breyst hjá mér...svo lengi sem ég fæ að borða er ég ALSÆL

Krakkarnir hafa verið algjörir englar og alsæl með sitt.....Arnar er allur að koma til eftir aðgerðina svo það gerist varla betra.

Ég veit ekkert hvort fólk kíkir enn hingað inn....eru ekki allir komnir yfir á facebook.....en allavega sendum við jólakveðjur héðan úr sveitinni :)

Og takk kærlega fyrir allar kveðjurnar

Elsku Guðrún, innilega til hamingju með daginn :)

LATER

mánudagur, 8. desember 2008

Lovísa mín....


.....betra seint en aldrei :)



Hún er svolítið dökk, þú verður bara að koma og skoða hann betur ...heheh...

En hann er rosalega þæginlegur

LATER

mánudagur, 24. nóvember 2008

Alexander Örn...

....fór út kl.10:30 á laugardagsmorguninn og kom ekki heim fyrr en rúmlega fjögur á sunnudegi...hann var sem sagt að leika sér við Stefán bekkjabróður sinn og fékk að gista hjá honum og hafa heldur betur fjör, það var frekar skrýtið að leyfa þetta þar sem mér finnst svo stutt síðan ég var sjálf í þessari stöðu...heheh...að fá að gista hjá vinkonum mínum...ég þarf klárlega að gera mér grein fyrir því að við eldumst öll :/

LATER

sunnudagur, 16. nóvember 2008

Næsta stopp, jólin

Þá eru öll afmæli búin í bili hjá okkur, en hann Alexander Örn varð 7. ára í gær....hann er alsæll með sína veislu og vini en ég er bara ekki að trúa því að það séu komin 7 ár...heheh....alveg magnað.
Við stefnu á að koma suður 5 des í jólaundirbúning með meiru og enda ferðina með því að setja Arnar í aðgerð.
Hér eru allir hressir & kátir, það er yndislegt veður og við ættum eiginlega að drífa okkur út að leika ;)....enda á maður ekki að hætta að leika sér þó við séum nú öll orðin árinu eldri :)

LATER

mánudagur, 10. nóvember 2008

Jaháááá

Klárlega er ég ekki að ná því hvað tíminn líður hratt....
Það er allt gott að frétta og allir hressir, skammdegið í blússandi uppsiglingu og öll sú hamingja sem því fylgir....jólin á næsta leyti & blablabla...same old same old

LATER

laugardagur, 27. september 2008

Ammælis...

Hún á afmæli í dag,
hún á afmæli í dag,
hún á afmæli, hún Elín Inga,
hún er 3ja ára í dag....jeeeiiiiii

Heba & Védís eiga svo líka afmæli í dag og innilega til hamingju stelpur :)

þriðjudagur, 19. ágúst 2008

Hvernig gengur ???

Sláandi illa myndi ég segja....
Rosalega líður tíminn hratt, það eru allavega komnar inn nokkrar myndir....ég hélt að þær væru fleiri en ...sóbí-it

Það styttist óðum í frí...ú-ú, dettum í borgina 29. ágúst

Megi ykkur hlakka til að sjá okkur :)

LATER

fimmtudagur, 31. júlí 2008

Hææææææjjjjjjjjj :)

Síðustu helgi fórum við í útilegu í Systragil með Gunnu, Jóa, Selmu, Birgi Rúnari, Siggu, Kára, Guðna Frey og Þorsteini Inga...vorum í 25 stiga hita & sól og það var ekki hægt annað en að skemmta sér konunglega og var það ákveðið að gera þetta að árlegri ferð, þ.e.a.s. taka síðustu helgina í júlí fyrir þetta og næst ætlum við að vera á Höfn, ef veðrið verður þar og um að gera að fjölmenna J

Annars er nú ekki langt síðan Gunna & Co eyddu helgi með okkur á Reyðarfirði og klárlega bara gaman þá.....við Gunna höfum svo sem aldrei átt í vandræðum með að skemmta okkur saman....eins og flestir kannast nú við

Það er svo sem búið að vera nóg að gera hjá okkur í sumar, fullt af gestum og Arnar á fullu að græja nýju N1 búðina, sem á svona bæthewei að opna á þriðjudaginn, ef guð lofar J

Kristjana búin að vera hjá okkur að passa krakkana eða Elín Ingu, þar sem Alex er orðinn slatta sjálfstæður og græjar sig að mestu sjálfur......hann reyndar sést voða sjaldan heima

Við ætlum að taka því frekar rólega um helgina, ætli maður kíki ekki á neistaflug, svo sem adrei að vita nema maður smelli sér á eins og eitt ball eða svo...en það er ekkert á planinu...

Já, svo var Arna frænka hérna í júní, eða á NESK að vinna á spítalanum þar....sem kom sér voða vel þegar Arnar datt úr takt og þurfti að liggja inni í 2 nætur...fékk ekki að fara heim fyrr en hann hafði fengið raflost og það sem betur fer fór allt vel....e-ð frekar taktlaus drengurinn.
Lovísa & Arna Kristín ásamt Didda komu svo fljúgandi einn fösstudag og Ásgeir, Eygló og Margrét komu frá Höfn ....Arna með stelpurnar NESK og að sjálfssögðu Örn, fjölmenntu í Eyrarstígnum og það var snilldar helgi alveg.....gott veður & meiriháttar félagsskapur.

Við Arnar erum svo búin að kaupa okkur ferð til spánar vúhúúúú....komum suður 29 ágúst til að mæta í 50 ára afmæli hjá múttu, svo verður vonandi saumó hjá okkur skvísunum á sunnudeginum og svo bara beint úr á mánudeginum.....í 2 vikur J

Jæja, gott í bili......ég er samt ennþá í svo mikilli sæluvímu eftir síðustu helgi og vil þakka Gunnu & co og Siggu & Co innilega fyrir helgina

Ég vona að þessar myndir sem teknar voru á símann hjá Arnari komi inn fljótlega....Gunna mig langar mest að setja videóið af þér inná síðuna....við fáum alltaf hláturkast þegar við hlustum á þetta, bara snilld...hehehehehe

Ding, ding, ding ég skil ekki orð ef því sem þú segir
ÚÚ....þvert og yfir moldarbeðið

LATER

mánudagur, 2. júní 2008

Júní...

....eigum við að ræða það eitthvað
Vá, mér finnst 1.maí bara nýbúinn...mjög góð helgi nýbúin og nú verður smá pása tekin á skemmtanalífið, svona ca 4 dagar....hehe..grín
Við fórum í siglingu á Týr og krakkarnir misstu sig alveg....hlupu um allt og ég hélt að þau myndu enda í sjónum, en allt endaði vel og bara gaman

Við fengum okkur trampolín um daginn og maður er mikið búin að hoppa & skoppa þar...verst hvað krakkarnir leyfa manni að vera svo stutt í einu :)

Arnar var að keppa áðan og sá leikur fór nú ekki vel.....17 - 0, svo það verður ekkert rætt meir

Okkur var boðið í frekar flott matarboð á föstudagskvöldið....hjá Viktoríu & Stuart...og ó mæ god hvað við fengum flottan og góðan mat.....það verður erfitt að toppa það, ég fæ vatn í munninn bara að hugsa til baka, bara gaman.

Svo eitt mar....síðasta miðvikudag mætti ég í vinnu kl.7:30 og fór heim í hádeginu á fimmtudeginum.....eigum við að ræða það e-ð....crazy að gera, en bara gaman :)

Það breytist ekkert hjá mér.....gleymi alltaf öllu því sem ég ætlaði að skrifa

Krakkarnir eru hress og skólinn búinn....Alex fer vonandi á e-ð námskeið í júní...þar sem það eina fyrir hann núna er að fara með pabba sínum í vinnuna, eða vera hjá ömmu Siggu.

LATER

fimmtudagur, 22. maí 2008

Spennan

Ég er alveg í skýjunum núna....Regína & Friðrik fóru rosalega vel með þetta, stóðu sig eins og hetjur og við áttum þetta svo innilega skilið, ég get ekki beðið eftir laugardeginum núna....spáð geggjuðu veðri og eurovision partý um allan bæ og svo endað með balli í Valhöll á Eskifirði.....snilldin ein :)

Það var líka gríða spenna í gær þegar við fylgdumst með leik Man.united & Chelsea...magnað.

Svo verður svaka spenna á laugardaginn....púfff, ætli maður þurfi ekki að taka sér svo nokkra daga í frí....losa spennuna....

Allt í bestasta og ég segi bara....
.....Til Hamingju Ísland Með Að Ég Fæddist Hér ;)

LATER

þriðjudagur, 13. maí 2008

Sumar

Loksins gefur maður sér smá tíma.....látum okkur sjá, við smelltum okkur suður á laugardaginn...til að vera við 30 afmæli Gunnu & 40 afmæli Didda og ó mæ god, það var bara gama...alveg til í aðra svona ferð fljótlega.....takk fyrir :)
Við vorum kannski ekki alveg eins hress þegar heim var komið á sunnudeginum en maður er ekkert að setja það fyrir sig.
Nú er eins gott að þeir sem ætla að láta sjá sig í sumar hérna megin á landinu fari að undirbúa sig....engar afsakanir og engir sjensar gefnir :)
Alexander fékk nýtt hjól um daginn, tók nokkra snúninga fyrir hann til að átta sig á því að nota handbremsurnar þar sem engar fótbremsur eru á svona töffara hjólum...hann hvarf svo rétt fyrir kvöldmat og skilaði sér ekkert...Arnar fann hann svo í torfærum með strákunum....og hjólið tekið að prinsinum...þið getið rétt ímyndað ykkur hvað það var sárt, og alveg jafn mikið fyrir okkur og hann skal ég segja ykkur púffff
Annars fer skólinn bráðum að vera búinn og sumarfríið að skella á.....þó við Arnar séum alveg út á túni með að skipuuleggja e-ð sumarfrí.....ég skil ekkert í því....ég er yfirleitt komin með þetta á hreint fljótlega uppúr áramótum, nú er mér eiginlega sama þó ég taki ekkert sumarfrí....
Kristjana kemur austur til að passa á meðan leikskólinn verður lokaður...og þá erum við ekkert búndin við að taka frí á þeim tíma......
Krakkarnir eru hress og við að sjálfssögðu líka....eða eiginlega....Arnar er að berjast við e-ð og hann er að vinna, sem betur fer :)

Vá, nú datt allt úr mér.....ég ætla að skella mér í holu

LATER

þriðjudagur, 22. apríl 2008

Enn & aftur

Lendi ég í því að tíminn flýgur bara frá mér......
Við allaveg fórum suður á árshatíð hjá N1 og það var sko þess virði....pjúff, bara fjör & frábært...að vísu eitt sem ég get sett útá og það var hann Hreimu í Landi & sonum...hann hefur svo sem aldrei verið í neinu uppáhaldi hjá mér og fór sko niður fyrir allar hellur þegar ég bað um eitt óskalag þarna alveg í restina....gerði sig að fífli eða kannski bara að hann sé fífl, já...eiginlega.

Alla síðustu viku og helgi var svo glamapndi sól hérna og sást ekki ský á himni fyrr en í gær....verst að það var ekkert hægt að gera í garðinum, þar sem hann var fullur af snjó...jájá, það er alveg ennþá fullt af snjó, fer að vísu minnkandi með hverjum deginum og bíð ég spennt eftir þeim degi sem hann verðu farinn fyrir fullt :)

Hulda, magnað....gott að það sé komnin dagsetning hjá ykkur....þá getum við farið að skipuleggja sumarið ..heheh.....öll mánudags og miðvikudagskvöld á milli kl.20 - 22 verður æfing í sjúg - blás ;)

Eftir mikið streð hefur prinsessunni á bænum loksins tekist að hætta á bleyju...fjúff....var lau við hana alla síðustu viku ( nema á nóttunni ) og þetta nr. 2 kom alltaf bara í buxurnar....þangað til einn daginn að það kom óvart hjá henni í WC og þá fann hún hvað það var miklu betra....svona eins og við hin vissum svo sem alveg og hafa síðustu dagar verið eins og nýtt líf hjá henni....ekkert nema sæla á WC-inu.
Rimlarnir á rúminu hennar verða teknir af um helgina og allt þetta smábarnadót tekið úr herberginu....að hennar ósk......fermingafræðslan byrjar svo minnir mig þarnæstu helgi....múhahahahaha.....

Alexander fór með skólanum í oddskarð á föstudaginn síðasta, það var skíða-þotu dagur og eins og kom fram hérna áðan var bara sól í lofti....hann var með sólgleraugu á sér allann daginn og kom heim eftir því......vel brenndur með far eftir gleraugun og leit út eins og hann væri með grímu, bara fyndið.....núna er hann bara brúnn í framann....sykursætur - næstum ætur :)

Annars eru þau systkinin bæði ferlega mikið fyrir sólgleraugu og fara varla út úr húsi nema með þau á nefinu.

Annars er allt gott að frétta af okkur öllum og vona að það sé sama með ykkur hin.

Bið guð að geyma ykkur - fer sjálf í annað

LATER

miðvikudagur, 9. apríl 2008

Tók flugið

Ég fór með fyrstu vél til Reykjavíkur í morgun til að funda með Alcoa & Eimskip, fundurinn var til hálf tvö og þá var brunað í kringluna....Ég, Hjalti, Kalli og Gummi fórum á Mcdonald´s...heheh....svo fórum við Hjalti í smá verslunarleiðangur, en ég og minn heittelskaði erum að fara á árshátið hjá N1 á laugardaginn í vodafonehöllinni í Reykjavíkinni....ég var svo sem ekki lengi að finna mér kjól, reyndar með smá ( mikilli )hjálp frá Lovísu - sem benti mér í hvaða búð ég ætti að fara ;) svo var farið á völlinn og tekið flugið heim kl.16
Örn ætlar svo að passa í sólarhring fyrir okkur á laugardag - sunnudag.....svo við komumst á árshátíð.....og ég vona svo innilega að þessi snjór verði farinn þá.....mér var tilkynnt svo pent fyrir stuttu að það væri sko komið sumar í stórborginni.....en viti menn, þegar ég mæti á svæðið er bara feikna snjór....múhahahahaha Of Kors

Elín Inga er öll að hressast komin á penzilín og vonandi fer Arnar nú að hressast líka...því á árshátíð ætlum við..... :)

Meira síðar....og í guðana bænum, EKKI ALLIR AÐ COMMENTA Í EINU

LATER

sunnudagur, 6. apríl 2008

Myndir - Loksins

Já, nokkrar nýjar myndir.....þær voru allar teknar á símann hans Arnars svo þær gætu verið smá óskýrar fyrst en svo kemur það :)

LATER

föstudagur, 4. apríl 2008

Frk. Flenza & Hr. Mario

Hlutirnir hafa ekki alveg fallið í eðlilegt horf á þessum bæ, Elín Inga mætti einn dag í leikskólann og náði sér í flensuna ( svo sem ekki erfitt ) ég var með hana heima í gær og í dag...þar sem húsbóndinn er í Reykjavíkinni, það verður ljúft að fá hann heim í kvöld, annars er ekkert skemmtilegt veður hérna og bara búið að snjóa síðan við komum heim úr fríi....eins gott að það verði ekki ófært í kvöld.

Mér stóð ekkert á sama í gær....Elín Inga byrjaði bara að bólgna í andlitinu og varð rauðari í andlitinu en ég...gat ekki talað og varla hóstað....svo gubbaði hún ef hún þurfti að hósta.....hún er miklu hressari núna og verður það vonandi í dag.

Alexander er orðinn snilli í Nint.Ds og hleypur um allt í gervi Mario.....hann á svo sem ekki langt að sækja það ;)

LATER

mánudagur, 31. mars 2008

Við fórum í fríið

Og það var meiriháttar.....
Hele ferðasagan er alveg hevy löng svo ég ætla að stikla aðeins

Arnar fór suður í flugi með krakkana, þar sem hann var að fara á fund fyrir sunnan...svo kom hann heim seinnipart á mánudegi og við fórum svo keyrandi suður bara tvö....vorum lögð af stað kl. 7:30.....og vorum sjö og hálfan tíma á leiðinni, ég var búin að hlakka svo til að stoppa á Selfossi og fá mér einn bita á KFC...Arnar var smá tregur að stoppa en lét svo undan....þessi elska, ég arkaði inn og bað um einn bita....Nei, það voru ekki til kjúklingaitar...en þeir voru á leiðinni frá RVK....ég hef aldrei verið jafn súr og Arnar fékk auðvitað hláturskast þegar ég kom með tárin í augunum útí bíl aftur....heheh...en annars gekk ferði mjög vel fyrir sig.

Þegar til borgarinnar var komið var slakað á og knúsað krakkana....svo skellt sér í pottinn hjá mö & pa. Miðvikudagskvöldið fór ég í saumó...mjög gaman að hitta skvísurnar...þær sem mættu ;) svo var drifið sig í háttinn og sofið hratt, við vorum svo mætt útá völl rúmlega 5, við tékkuðum okkur sjálf inn og gátum þá valið okkur sæti....við völdum að sjálfsögðu sæti eins framarlega og við gátum og fengum í 4 röð....sem þýðir saga class sæti....mmmm, bara lúxus :)
Flugið til Glasgow tekur bara 2 tíma og gekk eins og í sögu.

Við náðum að þræða götur Glasgow á þessum 3 tímum sem við höfðum á meðan við vorum að bíða eftir lestinni til Newcastle....alveg 3 ár síðan ég var þar síðast og mundi sko alveg hvar réttu staðirnir voru ;)
Þegar við vorum búin að koma okkur fyrir á hótelinu var farið í göngu...eins og gengur & gerist í útlöndunum....
Afmælið/trúlofunarveislan var svo á föstudagskvöldið og það var alveg meiriháttar skemmtilegt....og við enduðum á frekar góðum skemmtistað, þar sem bar-stelpurnar/strákarnir smelltu sér á barborðið og dönsuðu....í ekki svo miklum fatnaði...bara kúl.
Svo var það leikurinn á laugardeginum.....taddarada, við skelltum okkur á " Strawberry " sem er bar við hliðina á St. Jame´s park (Newcastle-vellinum) það var orðið svo troðið þar inni þegar við fórum út og ...heheh..ég hef aldrei upplifað annað eins...svo var geggjað á vellinum, bara gaman að fá loksins að horfa á þá spila, búin að horfa á þá í TV-inu í 7 ár....meiriháttar og stefnan tekin á annan leik fljótlega :)
Svo var bara borðaður góður matur og haft gaman af, og verslað slatta....púfff...
Það var líka alveg yndislegt að lenda í Keflavík og Alexander & Örn komu og sóttu okkur...mmm, bara gott að knúsa prinsinn og Elín Inga grét af gleði þegar við mættum svo í Stakkhamrana....hún var reyndar alveg ein bóla, fékk sko hlaupabóluna...hún er alveg one of a kind sko....en bara gott hjá henni að taka þetta út svona hjá öðrum :)..heeheh....njeeee

Okkur var svo öllum boðið í afmælismat á Hlíðarveginn...smá forskot tekið á sæluna, en Arna Kristín verður 6 ára 11 apríl ;)
Það var bara gaman...og ég þakka svo kærlega fyrir mig.

Við mamma þræddum svo Ikea & rúmfó á laugardeginum....fórum í pottinn um kvöldið og snemma að sofa.....þegar Arnar var svo búinn að TROÐA öllu í bílinn á sunnudagsmorguninn var lagt í´ann....við fengum morgunmatar-hlaðborð í bústaðnum hjá Guðrúnu & Nonna...sem er klukkutíma frá RVK...takk aftur fyrir okkur....svo var haldið áfram, Elín Inga horfði á DVD alla leiðina og alexander spilaði Nintendo DS tölvuna sem við keyptum handa honum úti...og " new super mario bros " ég fékk reyndar að spila smá líka...heheh....bara skemmtilegt....við stoppuðum svo í bústaðnum hjá Ásu & Gunnari í lóninu, þar fengum við pönnsur & kaffi....elín Inga kallaði Ásu bara ömmu og lét eins og hún væri daglegur gestur hjá þeim....heheh...enda yndislegt fólk sem geislar af hlýju og þökkum við kærlega fyrir okkur :)
Við hittum svo Bróa, Gullu, Svanfríði og strákana hennar..sem eru algjörar dúllur og voða gaman sjá þau öll.
Þegar við svo renndum í gegnum göngin frá Fáskrúðsfirði var ekkert nema sjór og meiri snjór hérna....við byrjuðum á að fara í " kjöt í karrý " hjá ömmu Siggu og svo var haldið heim.....Við þurftum að moka okkur inní hús og þegar við opnuðum bílinn flæddi dótið bara út....ég fékk einhverja súperorku í smá tíma og á methraða náði ég að ganga frá heilmiklu....en svo var það búið og ég var sofnuð kl.22......

Við vorum öll heldur betur úthvíld í morgun þar sem við vorum vöknuð kl 6:30 og svo tilbúin að fara í vinnu......sem segir manni að þetta frí var bara gott :)

Ég held að þetta sé nóg í bili.....

LATER

þriðjudagur, 4. mars 2008

Hvað er að gerast...!

Mínar kæru saumó dömur...ég er að hugsa um að koma suður degi fyrr en áætlað var svo við gætum haft " góðan " saumó....þá 19 mars....hvernig hljómar það???
Ég sá það að ég hef annars engan annan tíma, magnað hvernig þetta er alltaf...
Svo ætla ég að koma suður í 30 afmæli í maí....Gunna er þessi dagsetning hjá þér alveg skotheld, þá ætla ég að panta flug sem fyrst :)

Endilega commentið á þennan dag ef hann hentar ykkur...aldrei að vita nema við getum lagt undir okkur stofuna í Stakkhömrunum :).......eða farið á góðan veitingastað...mmmm....það er auðvitað draumur líka :)

LATER...

....Nýjasta nýtt hjá prinsessunni á bænum er að skella sér í náttfötin um leið og hún kemur heim af leikskólanum.....og undir teppi í stofunni :/

þriðjudagur, 26. febrúar 2008

Bara gaman

Já, þær komu okkur heldur betur á óvart þær mæðgur, Sigga Dísa & Rakel Sara voru mættar á svæðið þegar við komum heim úr vinnu og skóla á miðvikudaginn....það æði!!!
Við áttum alveg meiriháttar tíma, spiluðum Wii og hlógum eins og okkur einum er lagið :)
Rakel Sara er alveg meiriháttar...voða hamingjusöm & brosir út í eitt, bara sætust.
Við urðum svo eftir í tómarúmi þegar þær fóru, seinnipartinn á sunnudaginn.
En núna er bara vinnan framundan og ekkert að minnka álagið þar, sem er bara gott...svo styttist í smá frí líka.
Arnar er nú að hugsa um að fara suður 14 mars - 17 mars, og taka prinsessuna á bænum með sér....kemur svo einn til baka að sækja okkur Alörn, þ.e.a.s. ef það gengur upp.

Við fórum í afmæliskaffi til ömmu Siggu áðan, og svaka veitingar ...úfff....það var allavega enginn kvölmatur eftir svona veislu :)

Ég settist niður til að skrifa e-ð voða mikið og núna er ég alveg tóm....kræst :(

Það eru allavega allir hressir & kátir hérna megin og mikil tilhlökkun að koma suður.

Hey, já eitt enn....ég er búin að ákveða að setja engar uppskriftir inn...ef þið viljið fá þær...verði þið að koma og sækja þær...heheh.....

LATER

miðvikudagur, 13. febrúar 2008

Gestir komu & fóru

Já, þær smelltu sér á austurlandið, tengdamamma & Guðrún...þær áttu á koma á fimmtudag en þar sem veðurofsinn var svo mikill var hvorki hægt að ferðast fljúgandi né bílandi og hvað á labbandi enda voru allir fjúkandi :)
Þær lentu svo heilar á föstudagsmorguninn og voru Arnar & Elínga mætt á völlinn með fagnaðarlæti og húllumhæ, þær og amma Sigga mættu hressar í mat um kvöldið og var svo spilað frameftir öllu....og mikið hlegið.
Helgin var nú öll frekar skemmtileg og leið eins og aðrir dagar...á met hraða
Nú bíðum við öll spennt eftir næstu gestum og frekari skemmtun :)

Arnar er farinn að æfa fótbolta, í fyrsta skipti á ævinni og ekki með neinu slora-liði.....
KFR eða Knattspyrnufélagi Reyðarfjarðar.....svo maður er nú bara orðinn " Footballers wife " heheh....

Alörn & Elínga eru með skemmtilegt lag á heilanum þessa dagana....og ó,ar um húsið í tíma og ótíma....." you were just too busy being fabulous, too busy to think about us "
og svo auðvitað þegar síminn minn hringir þá byrja þau " lítið ástarbréf merkt X til þín ....."
Skemmtilegt....voða mikið sungið hérna á þessum :)

Við fórum í foreldraviðtal í skólanum í gær, Alörn fékk frekar góða umsögn, sett útá eitt og það er hversu lengi hann er að gera ALLA hluti...ég bara skil ekki hvernig stendur á því...ég hélt að mín óþolinmæði & " Gera allt strax" árátta myndi ná yfir mín börn, barnabörn og barnabarnabörn....en það er kannski ágætt að það stoppi á mér :)
Svo fengum við að vita að stelpurnar keppast um prinsinn....þær rífast víst ef þær fá ekki sinn tíma með honum....enda svaka sjarmur á ferðinni.

Arnar er nú kominn nánast alveg á Reyðarfjörð, vinnulega séð, hann er að undirbúa húsnæðið...eða skafa dúkinn af gólfinu svo hægt verði að leggja ný gólfefni....og verður í því að gera & græja hlutina þar....eða alveg þangað til það á að opna....í apríl-lok.
Svo það er meira en nóg að gera hjá honum.....og mér reyndar líka, og ekki getur maður kvartað undan því.

Við erum öll alveg ferlega hress og hlökkum til að koma suður eftir rúman mánuð og "reyna" að sjá sem flesta

Ég bið guð að geyma ykkur og fer sjálf í annað.

LATER

miðvikudagur, 6. febrúar 2008

Öskudagur

Batman & Solla Stirða
Alex mætti í skólann kl.8...skipulögð dagskrá fyrir skólakrakkana...ægileg spenna að klæða sig í morgun, hann kom svo heim með fullann poka af nammi....kræst...þetta verður aldrei borðað allt, nema Elín Inga komist í þetta, hún er eini nammi-grísinn á bænum.
Elín Inga er búin að vera lasin síðan um helgi og fékk að vera Solla Stirða hérna heim með ömmu Siggu......geggjað stuð!!!
Minn dagur var svo í gær....SPRENGIDAGURINN!!!!
Ég fékk að sjálfssögðu saltkjöt & baunir í hádegismat og miðað við svona stórt mötuneyti þá var þetta rosa gott.....
Svo byrjaði eldamennskan þegar heim var komið, og ó mæ ó mæ....þetta er það allra besta sem ég fæ ( að borða) :)
Elín Inga fer líklega ekkert í leikskólann þessa vikuna, er komin á pensilín og hitinn farinn að lækka...svo það er ágætt að vera bara heima með ömmu Siggu á morgun og svo ömmu Ingu á föstudaginn....
Inga tengdó er sem sagt að koma annað kvöld og verður fram á sunnudag....fjör!!!
Svo er hún Sigga Dísa mesta skvísa & hennar allra fallegasta prinsessa vonandi að koma á sunnudaginn.
Meira síðar...
LATER

sunnudagur, 3. febrúar 2008

Sjálfstætt fólk

Já, ég var að horfa á sjálfstætt fólk áðan, með Jóni Gnarr...og vá hvað þetta var e-ð góður þáttur og þá sértsaklega þegar hann fór að tala um hvað væri það versta í heiminum í dag...."Eigingirni" & "Sjálfselska"....og hann rökstuddi það nú nokkuð vel.....ég verð að vera sammála þessu, og þetta prinsessu-syndrome...jújú...hef sé þetta hjá þónokkrum....en hef samt aldrei geta komist að því hvað þetta sé í raun og veru....þangað til Gnarrinn opnaði augun mín....ætli hann verði ekki svona "goð" í mínum augum núna.....allavega næstu daga.
Það er búiðað snjóa & snjóa hérna...við byrjuðum daginn á að moka bílana upp og síðan þá er búið að snjóa ca 1 metra.....ekki grín.....hef aldrei séð annað eins, þetta er ótrúlegt alveg.....við þurftum að moka göng í garðinum svo Elín Inga gæti verið úti....og vó hvað það var fyndið að fylgjast með henni úti í dag.....
Þetta er allavega búin að vera yndisleg helgi og núna er Pressan að byrja....alltaf e-ð....

LATER

fimmtudagur, 31. janúar 2008

...langt símtal eða!!!

Maður spyr sig .....hehehe, nei ekki alveg
Vó!!! í morgun þegar við vöknuðum þá var bara allt komið á kaf í snjó...og bylur á leiðinni og ójá, það er sko búið að vera geggjað veður hérna í dag, Arnar komst ekki á Egilsstaði og fólk var að missa bílana sína útaf alveg ville vekk..heheh....
Ég fékk að prófa að keyra svona litla gröfu sem maður stjórnar með joyöstick pinnum sitt hvoru megin við lappirnar (vó) í hádeginu og prófaði líka að taka í gámalyftara sem er hjúmongus....alltaf fjör í vinnunni sko :)
Það var svo allt orðið ófært þegar ég var búin í vinnunni og þessa stuttu leið heim til mín frá álverinu þurfti ég að stoppa nokkrum sinnu sökum blindbyls....þá fór ég nú að vorkenna fólkinu sem býr á öllum hinum stöðunum hérna í kring....púfffff....sem komst ekki heim til sín.
Spennandi að sjá hvernig morgundagurinn verður......ég meina, pósturinn kom ekki einu sinni..hehe...
Svo er nú svaka frostspá fyrir helgina og þá verður sko gott að vera bara heima með heitt kakó & kósý....Mmmmm
Þorrablótið var alveg rosalega skemmtilegt og strax farin að hlakka til þess næsta....mikið dansað & mikið sungið.....:)
Alexander fer með hverja lestrabókina á fætur annari og stendur sig eins og hetja og orðinn nokkuð sleipur í reikning líka...svo og enskunni
Elín Inga fer svona upp og niður með sitt bleyju-mál...einn daginn fer allt í klósettið og hinn daginn fer allt úr um allt.....markmið að vera hætt þessu veseni fyrir páska, þegar við förum til NEWCASTLE.....íhaaaaaa

Jæja, er orðin alveg GALtóm e-ð
Reyni að vera dugleri með þetta......

LATER

miðvikudagur, 23. janúar 2008

Tíminn líður...

...frekar hratt þessa dagana.
Ég er sem sagt farin að vinna allan daginn í álverinu núna að skrá inn gáma þar.....og það er sko nóg að gera og mér finnst ég vera nýmætt í vinnuna þegar ég þarf svo að fara heim aftur...ekki hægt að kvarta yfir því :)
Ég fékk nú frekar mikla löngun um helgina að vera fyrir sunnan, en þá hittust allar vinkonur mínar og makar í árlegu síðbúnu jólaboði...en ég var með í anda, þar sem ég var hvort eð er lasin heima.
Annars gengur allt sinn vanagang hér á bæ, Alexander Örn orðinn alveg fluglæs með meiru og Elín Inga orðin nokkuð sleip í enskunni...og finnst æðislegt þegar Heiða kemur í heimsókn og ennþá skemmtilegra þegar Brian kemur svo líka...þá koma allskonar taktar í skvísuna.
Við erum að fara á þorrablót Reyðfirðinga á föstudagskvöldið....það verður feikna fjör!!!
Æji...lenti í símanum.....tekur alveg sinn tíma skiljiði....heheh

LATER

föstudagur, 11. janúar 2008

11.Janúar :)

Jæja, þá eru þessar myndir sem ég lofaði komnar inn.....
Ég er nú samt nokkuð svekkt yfir því hversu fáar þær eru....spurning um að finna aðra myndavél, ferlegt þegar þessar vélar klikka á mikilvægum augnablikum....

Ég er búin að vera í veikindafríi síða á þriðjudagsmorgun, en þá fór ég til doksa og hann sendi mig heim....ég er með svo mikla verki í bakinu...er bara búin að halda mér gangandi á verkjatöflum.
Ég reyndar var að vinna nánast allann þriðjudaginn samt í álverinu...og miðvikudaginn...og í gær...og þarf að fara á eftir....er samt alveg að taka því rólega og labba bara um...frá stofunni og inní eldhús og til baka....æðislegt alveg...heheh....fór nú samt út að labba í gær og er ekki frá því að það hafi bara gert mér nokkuð gott :)

Elín Inga er nú heima með mér í dag, hún er svo kvefuð (engan hita ) og hás, ágætt að hafa hana hjá mér...hún er líka ekkert nema dekurdýr og knúsast í mér....liggur núna uppí sófa og er að horfa á....hvað annað en LATABÆ...hún heldur að hún sé Solla og eigi heima þarna.

Alex byrjaði í skólanum á mánudaginn og þráir ekkert heitar en að hætta í skólaselinu...sem er gæslan frá kl.13 - 16...
Hann er búinn að koma heim kl.13 þessa daga sem ég er búin að vera heima....og ætla að leyfa honum að hætta í selinu þegar Arnar verður farinn að vinna hérna á Reyðarfirði.

Annað í fréttum...þá erum við að öllum líkindum að fara til Newcastle ( loksins ) í mars...með Brian & Heiðu vinum okkar...Brian er sem sagt frá Newcastle og verður 30 ára í mars...og svo verður klárlega farið á leik og verslað....í þessu líka stærsta molli evrópu :)

Jæja, ég get ekki setið lengur við tölvuna....bakið farið að brenna skillurru

LATER

fimmtudagur, 3. janúar 2008

2008

2.janúar 2008, við erum búin að hafa það alveg yndislegt...veltumst um í fríi & notalegheitum, og áttum öll frekar erfitt með að koma okkur á fætur í morgun...Alexander Örn morgunhani var meira að segja með lokuð augun þegar hann borðaði morgunmatinn í morgun.
Aðfangadagur var eins rólegur og hann gat orðið...með 2 börn sem þrá ekkert meira en að ráðast á pakkana...sem var sko heldur betur gert og þökkum við fyrir allt saman og meira en það....
Það var svo árlega jólaboðið hjá ömmu Siggu í hádeginu á jóladag og svo legið í sófanum og borðað meira.
Ég eldaði svo rjúpurnar á annan í jólum og þær voru algjör snilld og sú ákvörðun var tekin að þær verða jólamaturinn í ár....vonandi...það þarf víst að veiða þær fyrst.
Ég skellti mér svo á ball á Eskifirði með “ Á móti sól” Heiða & Brian skutluðu mér og Sean á ball og þar hittum við Huldu & Sigga....það var dansað og DANSAÐ....þegar ballið var búið að veðrið orðið ömurlegt og hægt & illa gekk að fá taxa...en það var voða ljúft þegar ég loksins komst heim...ekki mikið þekkt fyrir svona mikið næturbrölt.
Við Hulda skelltum okkur á jólaball með krakkana 28. des...sem var haldið í grunnskólanum og Elín Inga ætlaði heldur betur að rjúka af stað þegar hún sá jólasveinana....er sko ekki að taka þá í sátt, svo við fengum okkur bara kakó & kökur og héldum heim á leið.
Kalkúnninn á gamlárskvöld sló í gegn....rosalega góður og gott & rólegt kvöld með meiru.
Alexander byrjar svo ekki í skólanum fyrr en 7.jan svo hann fór með pabba sínum í vinnuna í dag og spurning hvort hann fái kannski að vera hjá ömmu Siggu á morgun og hinn....það er alltaf voða spennandi að fá að koma með í vinnuna....en svo þegar þangað er komið, þá er sko ekkert gaman.
Nú er komið nýtt ár og eins og hjá flestum á allt að vera betra með nýju ári og eyða meiri tíma með fjölskyldunni.

Myndavélin var að stríða okkur svo það eru ekki eins margar myndir og við vildum....en þær koma inn fljótlega.

Gleðilegt nýtt ár allir saman og við hlökkum til að sjá ykkur öll.