Já, við eigum sem sagt heima að Eyrarstíg 3...lítið og sætt gult hús með grænt í kringum gluggana og rauðu grindverki...
Við hjónin skárum út laufabrauðin í gær eftir kvöldmatinn og krakkarnir fylgdust vel með...Elín Inga hermdi alltaf eftir þegar við vorum að pikka kökurnar og fannst það sko ekki leiðinlegt...hún var svo sett í rúmið og Alexander þurfti að vera frammi á meðan ég var svo að steikja kökurnar, mér var búið að kvíða slatta fyrir því og þegar ég setti fyrst kökuna í pottinn og það byrjaði að bubbla á fullu reif ég pottinn af eldavélinni og sagðist ekki geta þetta og Arnar þyrfti bara gjöra svo vel og taka við...hann vissi ekki hvaða andsk....stress þetta væri í mér og sagði mér nú bara að slaka á...heheh..sem ég og gerði og þetta tókst svona líka fullkomlega hjá mér (okkur)....fékk svo þetta netta hláturskast þegar ég fór að hugsa til baka og svipinn sem kom á Arnar...heheheh.....maður hefur nú húmor fyrir sjálfum sér....
Ég var svo hrikalega stolt af sjálfri mér að hafa gert þetta sjálf og hlakka svona líka þvílíkt til að gera þetta aftur á næsta ári....og mun að sjálfssögðu fara í það núna að baka kleinur...hef einmitt aldrei lagt í það, en það hefur heldur betur breyst.
Jæja, við familyan ætlum að fara í jólatrésleiðangur....í góða veðrinu.
LATER
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli