laugardagur, 2. desember 2006

Húsmóðirin mikla

Gærdagurinn byrjaði á því að dyrabjallan hringdi og hringdi...ég rauk upp og vissi ekki hvað ég var svo sem að gera þegar ég hljóp fram , en þegar ég sá Lísu leikskólastjóra standa fyrir utan fattaði ég að ég hafði gleymt að vekja Alex því hún var að sækja hann...hann átti að mæta kl.8 í leikskólann til að fara yfir í grunnskólann að æfa atriði fyrir vígsluna sem átti að vera seinna um daginn....hún kom aftur korteri seinna og pikaði hann upp...og ég dauðskammaðist mín fyrir aulaganginn. Við Elín Inga mættum svo bara á okkar rétta tíma og dagurinn var frekar skrítinn...mikið um að vera fyrir þessa vígslu sem átti að byrja kl.16 bæði í leikskólanum því það var verið að stækka hann og líka í grunnskólanum því það var líka verið að stækka hann...einn starfsmaður af minni deil mætti ekki í vinnuna því það féll aurskriða á húsið hennar og hún var í því að moka út úr kjallaranum hjá sér og reyna að bjarga lóðinni sem var svo úrskurðuð ónýt...frekar leiðinlegt.
Á vígslunni var svo voða gaman...allir löbbuðu yfir í skólann og fylgdust vel með...Alex stóð sig rosa vel...Arnar náði í Elín Ingu strax eftir kaffitímann svo hún var ekki með í þessu enda hefði ekki haft gaman af...er orðin frekr þreytt á sessum tíma...svo við Alex löbbuðum heim eftir allt húllumhæið...Arnar fór að útbúa kvöldmatinn og ég byrjaði að baka smákökur...var svo að strauja jólagardínurnar á milli þess sem ég tók úr ofninum og henti fleiri kökum inn...húsið fylltist af góðri lykt og ekki skemmdi fyrir þegar jólagardínurnr voru svo komnar upp... ekki nóg með að ég hafi verið að baka og strauja þá hringdi Sigga Dísa og ég spjallaði við hana á meðan...svo rosalega fjölhæf..heheh, þegar ég var svo búin að gera eldhúsið voða fínt & flott þá fór ég að taka mig til því ég er að fara suður...
Jæja...við verðum víst að fara útí bíl núna....á að fara að mæta á flugvöllinn...

LATER

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hallo og til hamingju med ad vera flutt.Arnar Batakvedjur fra thailandi og vonandi er tetta ekki alvarlegt,Eg vaeri allveg til i jola smakokur mmmmm
hvad er allt a kaf i snjo, tad verda ta hvit jol. Af mer er allt gott ad fretta og eg er farinn ad venjast 30 stiga hita alla daga. Eg er buinn ad ferdast toluvert her og lennt i allskonar hlutum.td er eg buinn ad borda krokudylakjot, srtut, kenguru svo eythvad se nefnt.Bless bless og gangi ykkur vel i sveitinni, kvedja Ingimar fra thai..