fimmtudagur, 22. maí 2008

Spennan

Ég er alveg í skýjunum núna....Regína & Friðrik fóru rosalega vel með þetta, stóðu sig eins og hetjur og við áttum þetta svo innilega skilið, ég get ekki beðið eftir laugardeginum núna....spáð geggjuðu veðri og eurovision partý um allan bæ og svo endað með balli í Valhöll á Eskifirði.....snilldin ein :)

Það var líka gríða spenna í gær þegar við fylgdumst með leik Man.united & Chelsea...magnað.

Svo verður svaka spenna á laugardaginn....púfff, ætli maður þurfi ekki að taka sér svo nokkra daga í frí....losa spennuna....

Allt í bestasta og ég segi bara....
.....Til Hamingju Ísland Með Að Ég Fæddist Hér ;)

LATER

þriðjudagur, 13. maí 2008

Sumar

Loksins gefur maður sér smá tíma.....látum okkur sjá, við smelltum okkur suður á laugardaginn...til að vera við 30 afmæli Gunnu & 40 afmæli Didda og ó mæ god, það var bara gama...alveg til í aðra svona ferð fljótlega.....takk fyrir :)
Við vorum kannski ekki alveg eins hress þegar heim var komið á sunnudeginum en maður er ekkert að setja það fyrir sig.
Nú er eins gott að þeir sem ætla að láta sjá sig í sumar hérna megin á landinu fari að undirbúa sig....engar afsakanir og engir sjensar gefnir :)
Alexander fékk nýtt hjól um daginn, tók nokkra snúninga fyrir hann til að átta sig á því að nota handbremsurnar þar sem engar fótbremsur eru á svona töffara hjólum...hann hvarf svo rétt fyrir kvöldmat og skilaði sér ekkert...Arnar fann hann svo í torfærum með strákunum....og hjólið tekið að prinsinum...þið getið rétt ímyndað ykkur hvað það var sárt, og alveg jafn mikið fyrir okkur og hann skal ég segja ykkur púffff
Annars fer skólinn bráðum að vera búinn og sumarfríið að skella á.....þó við Arnar séum alveg út á túni með að skipuuleggja e-ð sumarfrí.....ég skil ekkert í því....ég er yfirleitt komin með þetta á hreint fljótlega uppúr áramótum, nú er mér eiginlega sama þó ég taki ekkert sumarfrí....
Kristjana kemur austur til að passa á meðan leikskólinn verður lokaður...og þá erum við ekkert búndin við að taka frí á þeim tíma......
Krakkarnir eru hress og við að sjálfssögðu líka....eða eiginlega....Arnar er að berjast við e-ð og hann er að vinna, sem betur fer :)

Vá, nú datt allt úr mér.....ég ætla að skella mér í holu

LATER