fimmtudagur, 28. desember 2006

Jólafrí & ball...

Við vorum að koma af jólaballi og það var mjög skemmtilegt, amma Sigga kom með okkur en pabbi var að vinna...við dönsuðum í kringum jólatréð og spjölluðum við jólasveinana...og að sjálfssögðu fengum við okkur kræsingar. Elín Inga þvældist um öll gólf, labbandi og skríðandi...benti og skellti uppúr þegar hún sá jólasveininn svo við löbbuðum nær honum og hún byrjaði að titra af spennu...svo þegar hann snéri sér við til að tala við hana þá tryltist hún bara og klóraði mig og kreisti og varð svo rosalega hrædd að ég var næstum búin að pissa á mig úr hlátri....þetta var sko keppnis...hehehe

Ég gleymdi svo alveg að segja frá því á þorláksmessu þegar við Alexander fórum í kaupfélagið á Egilsstöðum þá sáum við Magna og fjölskyldu...mér fannst það meira spenandi heldur en honum..hehe....hann sagði bara jájá...
Alexander fékk líka möndluna á jóladag, í jólaboðinu hjá ömmu Siggu.....skil ekkert í því hvernig ég gleymi alltaf öllu þegar ég byrja að skrifa hérna...

Við Alex erum svo búin að vera að púsla síðan á jóladag en við fengum svo skemmtilegt púsl í jólagjöf, myndin framan á er af fornólympiuleikvangi en púslið sjálf er af nútímaólympiuleikvangi...svo það er frekar erfitt....1000 púsl líka, en Alex er ekkert smá flinkur við þetta og það hjálpar mér líka....

LATER

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Halló... Já þessi púsl eru algjör snilld!! Var að púsla með Steina svona púsl.... og fór svo í gær og keypti mér svona ;-) BÆJÓ