Jæja, ég fór suður á laugardagsmorguninn og það var frekar sérstakt að fljúga svona ein, en það tekur ekki nema klukkutíma að fljúga á milli og það leið miklu hraðar en ég átti von á...ég ætlaði heldur betur að nota tímann í flugvélinni en það tókst ekki...heheh, Lovísa sótti mig útá völl og við fórum beint í kringluna, þar verslaði ég mér smá :)
Uppúr kl.19 var svo haldið á Thorvaldsen...þar fengum við rosalega góðan mat og gott að vera þar á meðan maturinn var, strax eftir matinn var okkur svo bara hent til og þjónustan breyttist úr góðri yfir í frekar lélega og get ég alveg mælt með því að fólk fari ekki þangað...en tek það samt alveg fram aftur að mér fannst maturinn æði...það þarf reyndar frekar mikið til að ég fari að kvarta yfir mat...
Kvöldið í heild var auðvitað voða skemmtilegt enda skemmtilegt fólk. Við mamma, pabbi og Kristjana vorum svo mætt í smáralindina kl.13 og þurfti ég að gera smá innkaup þar...um kvöldið var svo 30.ára brúðkaupsafmælið hjá mömmu & pabba...e-ð sem við systkinin erum búin að vera að undirbúa allt þetta ár...loksins var komið að því, við vorum sem sagt búin að útbúa skrappalbúm um mömmu & pabba...frá brúðkaupsdeginum og til dagsins í dag...þetta var alveg rosalega flott og var mikið um táraflóð þegar þetta var skoða og við systkini skrifuðum öll smá bréf til þeirra og létum líka semja smá lífshlaup um þau...þetta allavega sló í gegn og þetta var æðislegt.
Mánudagurinn fór svo í meiri innkaup og svo flugið....og það var auðvitað eins og alltaf svo gott að komast heim...en það var líka svo gaman að koma suður.
Hérna heima fór Arnar með krakkana og ömmu sína á smá jólaskemmtun en það var verið að kveikja á jólatrénu og leikskólakórinn átti að syngja, svo Alex hoppaði uppá svið og söng með hinum krökkunum...svo nutu þau þess bara að vera heima, þeir feðgar voru reyndar frekar duglegir að hengja upp myndir, jólaskraut, spegil og sturtuna....
Arnar átti svo að mæta kl.14 í dag á heilsugæsluna og láta taka þetta blessaða tæki sem hann var með í sólarhring og það verður svo sent suður og niðurstöðurnar liggja fyrir eftir 10 daga....hann fer svo suður næsta sunnudag - þriðjudags, það verður skrítið...
anyweis þá koma bráðum inn nokkrar myndir á BL síðuna.
LATER
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
vá ætlaði svo að hitta þig þegar þú kæmir suður hehe
Hæ Karen
Gaman að lesa bloggið þitt, kíki oft og ákvað að kvitta fyrir mig núna :o)
Skrifa ummæli