laugardagur, 30. desember 2006

Árið senn á enda

Alexander fékk smá verkefni, en Arnar fékk einn jólapakka á fimmtudaginn frá Reykjavík og þurfti því að ná í hann á pósthúsið...Alex fékk miðann og rölti út á pósthús...ég fylgdist auðvitað vel með úr stofuglugganum...heheh...en hann kom svo aftur með þetta líka breiðasta bros sem ég nokkurn tímann séð, svo stoltur af sjálfum sér...ég var auðvitað líka voða stolt af honum og sagði við hann að næst mætti hann fara útí búð og kaupa mjólk...brosið fór ekki af honum allan daginn og þegar Arnar kom heim úr vinnunni réðst Alex á hann til að segja honum afrekið.

Við fórum ekki út úr húsi í allan gærdag, Arnar fór að vinna og við vorum á náttfötunum vel framyfir hádegi...að púsla að sjálfssögðu...Elín Inga var e-ð að labba um í stofunni og dettur, beint á hornið á stofuborðinu og það byrjaði að blæða úr augnlokinu á henni...ég stökk til og náði í blautan þvottapoka...hún vildi ekki sjá hann á auganu heldur byrjaði sjúga vatnið úr honum..heheh...allt batnað, en núna er augað svolítið bólgið....hún er ekkert að kippa sér upp við það og heldur bara áfram að labba um...hljóp á móti pabba sínum þegar hann kom svo heim úr vinnunni...það var skondið. Það fylgdi símtól með þessum kagga sem hún fékk í jólagjöf og hún malar og malar í símann....heheh...

Ég var e-ð að reyna að setja myndir hérna inná bloggið og það er hérna til hliðar linkur með myndum...mun vonandi fara bara að setja allar myndir þar....á eftir ða læra aðeins betur á það samt.

Annað kvöld verðum við hjá Ernu & Sigga í mat...ásamt ömmu Siggu, Sigga Erni & Huldu, það verður feikna fjör....alltaf gaman að prufa e-ð nýtt...

Verður örugglega ekki bloggað meira fyrr en á nýju ári svo ég bið guð að geyma ykkur og fer sjálf í annað.

LATER

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gleðilegt nýtt ár elskurnar og takk æðislega fyrir það gamla.. Knús og kossar Klara og Róbert