miðvikudagur, 20. desember 2006

Einn dagur eftir

Jú, já ég fékk að troða mér í litun & plokkun í gærkvöldi hjá einni sem var með alveg upppantað en ákvað að taka mig inn því Jóhanna deildarstjórinn minn sagði henni að ég væri svo yndisleg....hjúkked, ég var frekar ánægð, enda aldrei verið svona ánægð með litun & plokkun áður...ég var líka svo heppin því það eru 2 hús á milli okkar og því ekki langt að labba...þegar ég var svo að labba heim aftur var þessi líka hlýja gola og lækjarniður...ég hefði geta lokað augunum og fundist ég vera á ströndinni útá spáni....alveg merkilegt, þegar það er svona ömurlegt veður annarsstaðar á landinu.
Á morgun er svo síðasti dagurinn minn frá 11 - 17...en á föstudaginn verð ég bara frá 13 - 16, en alli vinna stuttan dag þá ...síðasti virki dagur fyrir jól og svona snemmbúin jólagjöf frá leikskólanum....svi vinn ég bara einn dag milli hátíðanna, miðvikudaginn frá 8 - 14...svo framvegis frá kl. 8 - 14....ég er svo rosalega ánægð með það...enda nýtist dagurinn mun betur.
Ég vil svo óska honum Bjarna Hauk frænda mínum til hamingju með daginn er strákurinn orðinn 11 ára gamall.
Svo er alveg merkilegt þegar ég þarf að hasta á Alexander þá fer Elín Inga að væla...vorkennir bróðir sínum svona mikið, þau passa verulega mikið uppá hvort annað...voru að leika sér í baði rétt áðan og þvílíkt sem var gaman hjá þeim...allavega mikið hlegið.
Jæja, ég ætla að renna yfir allt með tuskunni og slaka svo aðeins á....

LATER

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jólaknús dúllan mín

Nafnlaus sagði...

halló halló vildi bara aðeins fá að óska ykkur öllum gleðilegra jóla og svona,gaman að geta lesið hvað er að ske...og karen þú ert rosa góð hús móðir,skipulögð og alltaf að baka ekki slæmt það...hafið það sem allra best og kyssið hvort annað frá okkur.

Nafnlaus sagði...

Enda er allt annað að sjá framan í þig ;) En Gleðileg jól Sjáumst svo vonandi á brennu :) Vonandi hafið þið það gott um jólin :) Kveðja Íris og co