föstudagur, 4. apríl 2008

Frk. Flenza & Hr. Mario

Hlutirnir hafa ekki alveg fallið í eðlilegt horf á þessum bæ, Elín Inga mætti einn dag í leikskólann og náði sér í flensuna ( svo sem ekki erfitt ) ég var með hana heima í gær og í dag...þar sem húsbóndinn er í Reykjavíkinni, það verður ljúft að fá hann heim í kvöld, annars er ekkert skemmtilegt veður hérna og bara búið að snjóa síðan við komum heim úr fríi....eins gott að það verði ekki ófært í kvöld.

Mér stóð ekkert á sama í gær....Elín Inga byrjaði bara að bólgna í andlitinu og varð rauðari í andlitinu en ég...gat ekki talað og varla hóstað....svo gubbaði hún ef hún þurfti að hósta.....hún er miklu hressari núna og verður það vonandi í dag.

Alexander er orðinn snilli í Nint.Ds og hleypur um allt í gervi Mario.....hann á svo sem ekki langt að sækja það ;)

LATER

Engin ummæli: