þriðjudagur, 26. febrúar 2008

Bara gaman

Já, þær komu okkur heldur betur á óvart þær mæðgur, Sigga Dísa & Rakel Sara voru mættar á svæðið þegar við komum heim úr vinnu og skóla á miðvikudaginn....það æði!!!
Við áttum alveg meiriháttar tíma, spiluðum Wii og hlógum eins og okkur einum er lagið :)
Rakel Sara er alveg meiriháttar...voða hamingjusöm & brosir út í eitt, bara sætust.
Við urðum svo eftir í tómarúmi þegar þær fóru, seinnipartinn á sunnudaginn.
En núna er bara vinnan framundan og ekkert að minnka álagið þar, sem er bara gott...svo styttist í smá frí líka.
Arnar er nú að hugsa um að fara suður 14 mars - 17 mars, og taka prinsessuna á bænum með sér....kemur svo einn til baka að sækja okkur Alörn, þ.e.a.s. ef það gengur upp.

Við fórum í afmæliskaffi til ömmu Siggu áðan, og svaka veitingar ...úfff....það var allavega enginn kvölmatur eftir svona veislu :)

Ég settist niður til að skrifa e-ð voða mikið og núna er ég alveg tóm....kræst :(

Það eru allavega allir hressir & kátir hérna megin og mikil tilhlökkun að koma suður.

Hey, já eitt enn....ég er búin að ákveða að setja engar uppskriftir inn...ef þið viljið fá þær...verði þið að koma og sækja þær...heheh.....

LATER

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ skvís,
Hvenær er það sem þú kemur suður??? Spurning að plana saumó með góðum fyrirvara ef þú ert með einhvern dag í huga:o)
það verður æðislegt að hitta þig loksins, soldið mikið langt síðan síðast.
Hafið það gott.
kveðja, Gunna

Védís sagði...

Hæ,
Er að velta því fyrir mér hvert er best að ég fari með fötin, er ekki þægilegast fyrir ykkur að fá þetta þangað sem þið gistið?

Kveðja,
Védís

Nafnlaus sagði...

Það er saumó á fimtud.hjá Hildi... er ekki ódýrt flug í boði...djók hehe
þú lætur vita næst þegar þú kemur í bæinn ;)
kíktu svo á http://sprell79.bloggar.is/ og fylgdust með kjellunni :)
knús Elín