mánudagur, 31. mars 2008

Við fórum í fríið

Og það var meiriháttar.....
Hele ferðasagan er alveg hevy löng svo ég ætla að stikla aðeins

Arnar fór suður í flugi með krakkana, þar sem hann var að fara á fund fyrir sunnan...svo kom hann heim seinnipart á mánudegi og við fórum svo keyrandi suður bara tvö....vorum lögð af stað kl. 7:30.....og vorum sjö og hálfan tíma á leiðinni, ég var búin að hlakka svo til að stoppa á Selfossi og fá mér einn bita á KFC...Arnar var smá tregur að stoppa en lét svo undan....þessi elska, ég arkaði inn og bað um einn bita....Nei, það voru ekki til kjúklingaitar...en þeir voru á leiðinni frá RVK....ég hef aldrei verið jafn súr og Arnar fékk auðvitað hláturskast þegar ég kom með tárin í augunum útí bíl aftur....heheh...en annars gekk ferði mjög vel fyrir sig.

Þegar til borgarinnar var komið var slakað á og knúsað krakkana....svo skellt sér í pottinn hjá mö & pa. Miðvikudagskvöldið fór ég í saumó...mjög gaman að hitta skvísurnar...þær sem mættu ;) svo var drifið sig í háttinn og sofið hratt, við vorum svo mætt útá völl rúmlega 5, við tékkuðum okkur sjálf inn og gátum þá valið okkur sæti....við völdum að sjálfsögðu sæti eins framarlega og við gátum og fengum í 4 röð....sem þýðir saga class sæti....mmmm, bara lúxus :)
Flugið til Glasgow tekur bara 2 tíma og gekk eins og í sögu.

Við náðum að þræða götur Glasgow á þessum 3 tímum sem við höfðum á meðan við vorum að bíða eftir lestinni til Newcastle....alveg 3 ár síðan ég var þar síðast og mundi sko alveg hvar réttu staðirnir voru ;)
Þegar við vorum búin að koma okkur fyrir á hótelinu var farið í göngu...eins og gengur & gerist í útlöndunum....
Afmælið/trúlofunarveislan var svo á föstudagskvöldið og það var alveg meiriháttar skemmtilegt....og við enduðum á frekar góðum skemmtistað, þar sem bar-stelpurnar/strákarnir smelltu sér á barborðið og dönsuðu....í ekki svo miklum fatnaði...bara kúl.
Svo var það leikurinn á laugardeginum.....taddarada, við skelltum okkur á " Strawberry " sem er bar við hliðina á St. Jame´s park (Newcastle-vellinum) það var orðið svo troðið þar inni þegar við fórum út og ...heheh..ég hef aldrei upplifað annað eins...svo var geggjað á vellinum, bara gaman að fá loksins að horfa á þá spila, búin að horfa á þá í TV-inu í 7 ár....meiriháttar og stefnan tekin á annan leik fljótlega :)
Svo var bara borðaður góður matur og haft gaman af, og verslað slatta....púfff...
Það var líka alveg yndislegt að lenda í Keflavík og Alexander & Örn komu og sóttu okkur...mmm, bara gott að knúsa prinsinn og Elín Inga grét af gleði þegar við mættum svo í Stakkhamrana....hún var reyndar alveg ein bóla, fékk sko hlaupabóluna...hún er alveg one of a kind sko....en bara gott hjá henni að taka þetta út svona hjá öðrum :)..heeheh....njeeee

Okkur var svo öllum boðið í afmælismat á Hlíðarveginn...smá forskot tekið á sæluna, en Arna Kristín verður 6 ára 11 apríl ;)
Það var bara gaman...og ég þakka svo kærlega fyrir mig.

Við mamma þræddum svo Ikea & rúmfó á laugardeginum....fórum í pottinn um kvöldið og snemma að sofa.....þegar Arnar var svo búinn að TROÐA öllu í bílinn á sunnudagsmorguninn var lagt í´ann....við fengum morgunmatar-hlaðborð í bústaðnum hjá Guðrúnu & Nonna...sem er klukkutíma frá RVK...takk aftur fyrir okkur....svo var haldið áfram, Elín Inga horfði á DVD alla leiðina og alexander spilaði Nintendo DS tölvuna sem við keyptum handa honum úti...og " new super mario bros " ég fékk reyndar að spila smá líka...heheh....bara skemmtilegt....við stoppuðum svo í bústaðnum hjá Ásu & Gunnari í lóninu, þar fengum við pönnsur & kaffi....elín Inga kallaði Ásu bara ömmu og lét eins og hún væri daglegur gestur hjá þeim....heheh...enda yndislegt fólk sem geislar af hlýju og þökkum við kærlega fyrir okkur :)
Við hittum svo Bróa, Gullu, Svanfríði og strákana hennar..sem eru algjörar dúllur og voða gaman sjá þau öll.
Þegar við svo renndum í gegnum göngin frá Fáskrúðsfirði var ekkert nema sjór og meiri snjór hérna....við byrjuðum á að fara í " kjöt í karrý " hjá ömmu Siggu og svo var haldið heim.....Við þurftum að moka okkur inní hús og þegar við opnuðum bílinn flæddi dótið bara út....ég fékk einhverja súperorku í smá tíma og á methraða náði ég að ganga frá heilmiklu....en svo var það búið og ég var sofnuð kl.22......

Við vorum öll heldur betur úthvíld í morgun þar sem við vorum vöknuð kl 6:30 og svo tilbúin að fara í vinnu......sem segir manni að þetta frí var bara gott :)

Ég held að þetta sé nóg í bili.....

LATER

1 ummæli:

Lovísa sagði...


Já og takk sömuleiðis fyrir innlitið og samveruna á föstudagskvöldið, og stelpuna audda:)
Ég hlakka til að sjá ykkur svo þann 12. apríl í Vodafone-höllinni. Skellum okkur bara á Sálina á Nasa ef það verður ekki fjör.
En OkíDókÍ heyrumst