miðvikudagur, 23. janúar 2008

Tíminn líður...

...frekar hratt þessa dagana.
Ég er sem sagt farin að vinna allan daginn í álverinu núna að skrá inn gáma þar.....og það er sko nóg að gera og mér finnst ég vera nýmætt í vinnuna þegar ég þarf svo að fara heim aftur...ekki hægt að kvarta yfir því :)
Ég fékk nú frekar mikla löngun um helgina að vera fyrir sunnan, en þá hittust allar vinkonur mínar og makar í árlegu síðbúnu jólaboði...en ég var með í anda, þar sem ég var hvort eð er lasin heima.
Annars gengur allt sinn vanagang hér á bæ, Alexander Örn orðinn alveg fluglæs með meiru og Elín Inga orðin nokkuð sleip í enskunni...og finnst æðislegt þegar Heiða kemur í heimsókn og ennþá skemmtilegra þegar Brian kemur svo líka...þá koma allskonar taktar í skvísuna.
Við erum að fara á þorrablót Reyðfirðinga á föstudagskvöldið....það verður feikna fjör!!!
Æji...lenti í símanum.....tekur alveg sinn tíma skiljiði....heheh

LATER

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ
Karen þín var sko líka sárt saknað um helgina, ekkert smá stuð :o) Eins gott að þú verðir með næst
kveðja Ása

Védís sagði...

Góða skemmtun á blóti :) Mig langar alltaf austur á hverju ári til að komast á blót. Maður fer ekki á blót hér í bænum, veit samt ekki af hverju