miðvikudagur, 6. febrúar 2008

Öskudagur

Batman & Solla Stirða
Alex mætti í skólann kl.8...skipulögð dagskrá fyrir skólakrakkana...ægileg spenna að klæða sig í morgun, hann kom svo heim með fullann poka af nammi....kræst...þetta verður aldrei borðað allt, nema Elín Inga komist í þetta, hún er eini nammi-grísinn á bænum.
Elín Inga er búin að vera lasin síðan um helgi og fékk að vera Solla Stirða hérna heim með ömmu Siggu......geggjað stuð!!!
Minn dagur var svo í gær....SPRENGIDAGURINN!!!!
Ég fékk að sjálfssögðu saltkjöt & baunir í hádegismat og miðað við svona stórt mötuneyti þá var þetta rosa gott.....
Svo byrjaði eldamennskan þegar heim var komið, og ó mæ ó mæ....þetta er það allra besta sem ég fæ ( að borða) :)
Elín Inga fer líklega ekkert í leikskólann þessa vikuna, er komin á pensilín og hitinn farinn að lækka...svo það er ágætt að vera bara heima með ömmu Siggu á morgun og svo ömmu Ingu á föstudaginn....
Inga tengdó er sem sagt að koma annað kvöld og verður fram á sunnudag....fjör!!!
Svo er hún Sigga Dísa mesta skvísa & hennar allra fallegasta prinsessa vonandi að koma á sunnudaginn.
Meira síðar...
LATER

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

heyrðu já úbbs.... var eitthvað að ruglast, meinti ekki núna á sunnudaginn heldur hinn!!! eða þá í þeirri viku... OKAY ;-) Alex og Elín Inga ótrúlega fín í búningunum sínum..... kysstu þau frá okkur hérna!!!

Kv.Sigga Dísa og Rakel Sara

Nafnlaus sagði...

Hæ dúlla, flottir krakkarnir knús á þig og þína kv,Fanney