Já, það var frekar erfitt að fara að sofa í gær vitandi af Arnari á spítalanum...Alex var líka svona frekar lítill í sér átti svolítið erfitt með að sjá pabba sinn í spítalarúmmi tengdan e-u tæki...hann spurði"er pabbi að fara til guðs"...ég fékk bara kökk í hálsinn...en hann kom heim í dag eftir að hann var búinn að fara í lungnamyndatöku...renndi í hlað kl.15...hann segist vera frekar hress en hann má ekki fara að vinna á morgun og á mánudaginn fær hann tæki sem hann á að vera með á sér til að mæla hjartað...svo fer hann í hjartaómskoðun þegar hann kemur suður núna 11.des...við krossum fingur og vonumst til að það komi bara allt gott úr þessu.
Hann sótti okkur svo í leikskólann því það var komin þessi líka mígandi rigning og rok...eins og það var gott veður þegar við löbbuðum í leikskólann í morgun, en þá var voða hált og fyrir tvö skref sem við tókum áfram runnum við eitt skref aftur á bak...hehehe...og Alex var bara á hausnum ég átti í mesta basli við að halda kerrunni á réttum stað...meira ævintýrið, Alex fékk að passa á meðan við hentumst inní krónuna og svo var farið heim...alltaf svo gott að komast heim þegar það er svona veður úti...Elín Inga er alltaf að sleppa sér meira og meira...en sýnir þess á milli voða mikið óöryggi í að standa svona ein útá gólfi...eins og hún viti ekki alveg hvort hún eigi að vera að standa í þessu eða ekki...
ég er alveg búin á því núna hlakka til að komast uppí rúm...dagurinn tók mjög á sálarlífið...
LATER
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Já þetta er búið að vera meira ævintýrið hjá ykkur þarna fyrir austan, svo aurskriður og læti í dag, vonandi er bara komið gott af "uppákomum" í bili. Elín Inga verður farin að hlaupa um allt um jólin og verður stolt af því. Og mikið svakalega get ég ímyndað mér að Alexander sé montinn af sjálfum sér að passa litlu systir, sé hann alveg fyrir mér. Hlakka til að sjá þig elsku systir á morgun, heila á húfi eftir ævintýri dagsins.
Kveðja Lovísa
Skrifa ummæli