föstudagur, 17. nóvember 2006

Dagurinn byrjaði vel, sváfum til kl.9 og þá voru allir tilbúnir að fá sér morgunmat...kl.10:30 var svo haldið í leikskólann , frekar leiðinlegt veður svo við gáfum okkur góðan tíma í að komast þangað...allir á sínar deilsir og ekkert mál...Alexander lék sér við Alexöndru og Leif... ekki slæmt að eingnast góða vini á fyrsta degi...þegar við röltum svo heim var komið myrkur og mættum við Leif útá brú...hann rölti með okkur heim og þeir félagar léku sér úti á leikvelli sem er við hliðina á húsinu okkar...svo komu þeir inn og virðast vera hinir mestu mátar...Leifur býr bara hérna rétt hjá okkur.
Arnar komst heim bara um 18:30 og ekkert mál. Við ætlum svo að horfa á X-factor í kvöld...þó að við náum stöð 2 frekar illa eins og er...eigum eftir að láta athuga loftnetið hjá okkur en það virðist vera frekar lélegt....Elín Inga fór að sofa strax eftir kvöldmatinn eða um kl.19:15....alveg búin á því...henni gekk samt svo vel í leikskólanum, svaf inná dýnu eins og hinir krakkarnir sem sofa inni...fóstrurnar frekar ánægðar með hana...hún bara söng sig í svefn og ekkert mál, enda vissi ég það svo sem alveg, bara eins og hún er vön gera heim....
Helgin framundan...

LATER

Engin ummæli: