þriðjudagur, 14. nóvember 2006

Tölvan tengd

Nú erum við búin að koma okkur svona þokkalega fyrir...það er nú búið að vera heljarins mál að tengja öll þessi tæki okkar og tól...púfff
Okkur líður rosa vel hérna og erum svona að drekka í okkur þessa menningu,krakkarnir skelltu sér í heimsókn í leikskólann í morgun og þeim leist vel á...Alexander var ekki tilbúinn að koma með okkur aftur heim...eða á Eskifjörð þar sem við þurftum að ná okkur í annan afruglara þar sem hinn var hættur að afrugla...ekkert digital hérna sko, en það hefur snjóað hérna í nótt og allan dag og færðin yfir á Eskifjörð var svona sæmileg...þetta er bara hlutur sem við þurfum að venjast...
Þvottavélin er búin að vera á fullu í dag, þar sem þvotturinn hefur hrannast upp...og þurrkarinn auðvitað líka...merkilegt hvað maður er háður þessum tækjum...

LATER

3 ummæli:

Álfheiður sagði...

Velkomin á Austurlandið!

Nafnlaus sagði...

Rosalega er ég fegin að tölvan sé komin í stand, fannst hálf ömurlegt að geta ekki fylgst með ykkur. Til hamingju með afmælið síðasta laugardag Karen :)

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ,
Frábært að þið séuð komin með blogg til að leyfa mannig að fylgjast með ykkur.... Frábært hvað allt gengur vel:-)
Hafið það rosalega gott í snjónum elskurnar mínar og til lukku með prinsinn ykkar:-)
Kveðja, Gunna