fimmtudagur, 16. nóvember 2006

Veturinn er hérna

Dagurinn byrjaði rólega, borðað í rólegheitum og rölt í leikskólann...þar gekk allt bara rosa vel og munum við verða frá kl.11 - 17 framvegis öll á sitthvorri deildinni, en leikskólinn er rosa flottur og ég held að það verði bara gaman að vera þar....en ég gleymdi alveg að segja í gær að hann Alexander Örn 5 ára prins passa Elín Ingu í fyrsta skipti á meðan ég fór útí pósthús að sækja þar stærðarinnar kassa...sem var ekki meira né minna en 14 kg...ég þurfti svo burðast með hann heim og hélt að ég gæfi upp öndina á meðan...kræst....heheh...fólk í næstu húsum hefur örugglega skemmt sér konunglega yfir þessu...en pössunin hjá prinsa gekk bara eins og í sögu og hann ætlar sko að passa aftur...þá á ég sko að fara útí búð....
anyweis eftir leikskóla röltum við í búðina og ég keypti kannski aðeins meira en ég átti að gera ...og þurfti að troða vagninn allan út svo Elín Inga gat sig hvergi hreyft...og svo var eiginlega kominn bilur á heimleiðinni og því eins gott að búðin er bara 2 min frá okkur.
Heimilisverkin tóku við og daman fór í rúmið að leggja sig...við Alex legó-uðum einn bíl saman og púsluðum....svo byrjaði þetta líka ekki litla stress þegar Arnar átti að fara að koma heim...nei, hann var í nákvæmlega einn og hálfan klukkutíma að komast þessa leið...sem hann er 17 minutur að fara í góðu veðri...svo ég er ekkert að grínast þegar ég segi að það hefur verið blindbilur hérna.
Elín Inga er öll að færa sig uppá við...það virðist sem hún hafi öðslast meiri matarlyst hérna á austurlandinu...en það er mjög skrýtið hvað hún er farin að borða mikið...eiginlega bara svolítið óhugnanlegt...hún er svona farin að láta heyra meira í sér líka farin að öskra = mamma, pabbi..og svo sagði hún bara á ELÍN...ég hoppaði auðvitað um af kæti...stolt að litlu (stóru) dömunni minni..svo fékk hún 2 tennur í fyrradag og segir bara engum frá því...merkilegt, hún er líka farin að sleppa sér aðeins og stendur upp bara á miðju gólfi...allt að gera

jæja...þetta hlítur að vera nóg í bili...ætla að slaka aðeins á eftir þetta stress þarna áðan og örugglega e-ð meira sem ég ætlaði að skrifa sem datt bara út í stressinu....

set ennþá bara myndirnar á heimasíðuna www.alexanderogelin.barnaland.is

LATER

Engin ummæli: