miðvikudagur, 29. nóvember 2006

já, hvað verður það næst...

Dagurinn byrjaði alveg ágætlega...síminn byrjaði að hringja strax kl.9 og hringdi til kl.10...ég var bara í símanum...en alltaf gaman að tjatta aðeins í símann svo sem...en leikskólinn hringdi svo og bað okkur um að koma sem fyrst því ljósmyndari væri kominn til að taka myndir af öllum deildum og ég væri að teppa 3 deildir..heheh..svo við skunduðum af stað og tókum þátt í myndagleðinni...sem var alveg rosalega gaman...ég átti svo að mæta með Alex kl.13 í 5 ára skoðun og steingleymdi því auðvitað því það var svo gaman hjá okkur...ég hringdi alveg eins og ansi útá heilsugæslu og fékk nýjan tíma, eins gott að mæta þá í hann...
Arnar hringdi svo í mig þegar klukkan var alveg að verða hálf fimm og tilkynnti mér að hann þyrfti að fara á spítalann á Neskaupstað...ég var ekki alveg að skilja það en hann byrjaði í gærkvöldi að fá hjartsláttatruflanir...ég missti mig alveg greip krakkana og við hentumst útí bíl þegar hann kom uppí leikskóla og ég þurfti að keyra yfir því hann mátti það ekki, þegar þangað var komið var byrjað á að setja hann í hjartalínurit og okkur tilkynnt að hann þyrfti að vera þarna yfir nóttina, ég fékk þetta netta sjokk þá....og hvernig átti ég að fara að því að keyra ein með krakkana yfir til baka...þetta er bæðe vei ein sú allra ömurlegasta leið sem hægt er að fara...svo við fenguð Ernu til að koma og sækja okkur...sem var alveg æðislegt, þá gæti Arnar líka haft bílinn og vonandi má hann keyra á morgun og getur keyrt heim....og með góðar fréttir...ég er svona nett stressuð yfir þessu öllu

LATER

Engin ummæli: