laugardagur, 18. nóvember 2006

Eftir morgunmatinn var farið í það að setja upp ljós og skipuleggja smá...náðum nú ekki alveg að gera allt sem við ætluðum en það er bara allt í lagi, ekkert stress hérna megin á landinu. Seinnipartinn fórum við í göngutúr, skelltum krökkunum á snjóþotur og röltum um bæinn, Elín Inga vissi ekki hvað var að gerast, en var bara svona rosalega lukkuleg með þetta og hló & blaðraði við bróðir sinn á meðan við foreldrarnir drógum þau...en þar sem mikið frost er hérna eins og annarsstaðar þá létum við hálftíma alveg duga og voru það kaldar kinnar sem voru mjög þakklátar að komast inn, eftir að við komum inn tengdi pabbinn græjurnar og Elton J var settur á fóninn og allir fóru að dansa....á meðan steikin var í ofninum....mmm...kvöldið tekur við Elín Sofnuð...

LATER

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

flott flott:P ;)