fimmtudagur, 23. nóvember 2006

Stór strákur

Eftir að krakkarnir voru búin með sitthvora fulla skálina af hafragraut rölti ég útí pósthús að sækja morgunmatinn minn...mmm...Alex fékk að passa rétt á meðan og léku þau sér bara með dótið á meðan, hann er svo duglegur. Við ákváðum svo að fara heldur snemma í leikskólann í dag því það er svo gaman þar, komum við í búðinni á heimleið og Alexander er sko ekki að fíla það að það sé komið svona mikið myrkur þegar við löbbum heim...
En það gerðist eitt heldur betur merkilegt í dag e-ð sem Alex er búinn að vera að bíða eftir eiginlega allt þetta ár....hann er loksins kominn með lausa tönn og fátt merkilegara en það, drengurinn er alveg í skýjunum. Við erum svo að bíða spennt eftir Erni sem kemur á morgun með flugi...jeiii , eins gott að það verði flugveður...af bílnum að frétta er allt við það sama...hann er allavega kominn á Egilsstaði og við vitum ekkert hvenær hann kemur heim.
LATER

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

HALLÓ ALLIR........ Vildi bara láta vita að ég er að fara á Tinu Turner showið á Broadway!!! Það væri nú ekki leiðinlegt að hafa þig með Karen mín... En ég skal bara skemmta mér fyrir okkur báðar!!! ;-) Kveðja Sigga Dísa.... P.S I´M YOUR PRIVATE DANCER.. hehehehe