Tók daginn snemma og byrjaði að raða í fataskáp okkar hjóna...þurfti auðvitað að raða öllu á rúmið, brjóta vel saman og flokka...það tók nú bara dágóðan tíma...en þá vaknaði prinsessan á bænum gaf henni sinn hefðbundna hafragraut og þá vaknaði afmælisprinsinn og rauk strax í pakkann sem hafði komið deginum áður í pósti...svo komu nú nokkrar aðrir pakkar og hann alveg í sæluvímu með þetta...eftir að ég fattaði að öll þessi föt okkar myndu bara hreinlega ekki passa í skápinn gafst ég upp...tók okkur til og röltum í leikskólann...stoppuðum þar í um 2 tíma, allt gekk rosa vel...eins og þau hefðu bara alltaf verið þarna - bæði...æðislegt. Röltum heim og borðuðum, prinsessan í rúmið og við afmælisstrákurinn fórum að spila...svo þegar ég ætlaði að fara að pillast til ða gera e-ð meira...nóg að gera hérna...þá byrjaði síminn að hringja á fullu og viljum við hér með þakka öllum þeim sem hringdu í dag...
amma Sigga & Erna komu svo í kaffi og leist þeim bara rosa vel á hvað við höfum verið dugleg hérna í húsinu...þetta er svo sem allt að koma...
Húsbóndinn á heimilinu kom svo heim að verða 19...eftir víst bara góðan fyrsta vinnudag á Egilsstöðum, þá var það auðvitað afmælismaturinn og voru það hamborgarar..heheh....skil ekkert hvaðan prinsinn hefur þessa hamborgaradellu...allt í allt góður dagur og vonandi tekur bara við gott kvöld....meira síðar
LATER
3 ummæli:
jáá og til hamingju bæði;);)
svo ætla ég að koma bráðum!!!!!:D
Til hamingju með drenginn!
Það er svo frábært að þetta gangi svona vel hjá ykkur öllum. Óska áframhaldandi velgengni elskurnar.
kveðja Lovísa sys....
Skrifa ummæli