sunnudagur, 19. nóvember 2006

Ekkert stress

Dagurinn byrjaði mjög rólega eins og síðustu dagar, það er yndislegt hvað það er ekkert sem maður þarf að vera að drífa sig hérna...en sem sagt fór dagurinn í það að gera gestaherbergið reddy...en hann Örn bróðir minn ætla að koma til okkar næstu helgi og þá um að gera að vera með herbergið tilbúið fyrir hann...fyrsta gestinn..jeiii, það var auðvitað stappað af dóti þar inni og var því mest megnis hent uppá háaloft....eins og svo mörgu öðru...kræst hvað það er mikið uppá þessu háalofti, ég veit ekki hvað við hefðum gert ef við hefðum ekki þetta loft....þá væri húsið allavega of lítið fyrir okkur þaðer alveg ljóst.
Þeir feðgar tóku sér smá pásu á inniverunni og skelltu sér á snjóþotu og léku sér í snjónum...ég bað þá um að koma við á videoleigunni ...langar svo að sjá "The brake up"...þegar þeir komu til baka tilkynntu þeir mér að það sé engin videoleiga hérna á Reyðarfirði...heheh...það er bara skondið....það er bíó en ekki videoleiga....
Ætlum að skella þá eldri mynd í tækið og taka sófann fasta taki....eftir reyndar mjög skemmtilegt eddu verðlaunakvöld...Zzzzzz
LATER

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ENGINN VIDEÓLEIGA..... hahahaha!!!! djöfulsins snilld ;-) Þá er bara málið að eiga flakkara...