mánudagur, 27. nóvember 2006

3 skref

Jújú helgin búin að það er bara komið mánudagskvöld...VÁ, anyweis þá kom Örn á föstudaginn og ægileg gleði þegar þeir komu heim um kvöldmatarleytið, Örn fékk auðvitað túr um húsið og svo var borðað....tjattað & spilað frameftir kvöldi, á laugardagsmorguninn var haldið í göngutúr um bæinn og var það svona frekar hressandi og um leið og við komum heim fór nú aðeins að hvessa svo það var aðeins fengið sér að borða svo haldið í bíltúr...skoðuðum álverið og rendum yfir á Eskifjörð...heheh....svo var eginlega komið svo mikið myrkur að við skelltum okkur bara heim...jú, fórum fyrst í molann...það er verslunarmiðstöðin hérna...voða fín & flott, þurfti að skila bol sem Alexander fékk í afmælisgjöf sem var keyptur í veiðiflugunni...
Við sátum bara og spjölluðum um stund og þá kom líka þessi feikna leti yfir okkur og ég var bara engan veginn að nenna að elda svo við pöntuðum pizzu...sem var líka svona rosalega góð...svo var aftur farið í að tjatta & spila, það stendur alltaf fyrir sínu.
Vöknuðum svo líka svona eldhress á sunnudagsmorguninn og ég byrjaði á því að taka prinsessuna með mér í bað og er ekki ennþá búin að átta mig á því að við eigum ekki lengur þetta æðislega bað sem við áttum....svo við vorum nú ekki lengi í baðinu enda báðum frekar kalt að sitja svona með nánast ekkert vatn...en það var bara fyndið...sérstaklega fyrir Arnar múhahaha
Svo var farið í það að ná í jóladótið og skoða það....hvað er hægt að nota af þessu seríum og þess háttar...vorum bara að láta daginn líða og svo var haldið á Egilsstaði...ætluðum að versla í bónus og fara í heimsókn til Elfu & Jóa...svo var farið með Örninn útá flugvöll...eftir það ákváðum við að skella okkur á "burgar-place"...mmmm, hef sko ekki fengið einn hamborgara eftir að við komum hingað austur svo ég var alveg kominn á --------...er samt að reyna ða komast yfir þessa burger áráttu hjá mér. Elín Inga tók sig til á sunnudagsmorguninn og stóð í lappirnar ein útá gólfi í ca minutu...og var líka svona ægilega montin með sig...ákvað svo heima hjá Elfu & Jóa að taka eitt skref ...og svo í morgun tók hún líka bara þessi 3 skref...og henni finnst þetta svo rosalega merkilegt (eins og mér)hehehe...og hlær þessum líka tröllahlátri...heheh....voðalega gaman...

mmm er alveg að reyna að muna hvað meira ég get sagt....sem er pottþétt e-ð en ég bara man ekki...svo

Later. P.S. væri alveg til í að heyra frá ykkur...bara svona til að sjá hvort fólk er að lesa bloggið eða er ég bara að skrifa fyrir mig....

LATER

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Karen mín ég les amk bloggið þitt :)

Nafnlaus sagði...

... og ég líka :o)

Nafnlaus sagði...

Hæhæ, mín er alltaf að lesa, gaman að fylgjast með eins og fluga á vegg...... sjáumst á laugardaginn kl. 11:40 hehe....
Lovísa systir

Nafnlaus sagði...

Jú kíki hérna við á hverjum degi :)

Védís sagði...

Ég kíki alltaf reglulega við hjá þér Karen en er bara alltof löt við að kvitta.

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ
Við erum hérna öll í Viðarásnum og kíkjum daglega til að lesa nýjustu fréttir að austan. Erum bara allt of löt að kvitta fyrir okkur, þurfum að vera duglegri við það :) Annars allir hressir og ekkert sérstakt að frétta svosem ennnnn hafið það sem allra best. Bestu kveðjur héðan til ykkar, Guðrún og co

Nafnlaus sagði...

hæ kjútí.. kíki inn daglega, oftar ef þú ert ekki búin að blogga.. svo vera dugleg að blogga. Rosa gaman að lesa allt.. knúsog kossar