Jú, helló...
Þegar ég leit útum gluggann í morgun var rosalega mikill snjór úti...púfff, trén voru ekki að meika að bera þetta allt, en manni langaði mest að klæða sig upp og fara út að leika sér...þetta var þessi týpíski jólasnjór...en raunveruleikinn tók snöggt við og allir út að vinna, í skólann og leikskólann...Elín Inga er búin að taka snjóinn í sátt og langar mest að leika sér í honum núna...hún vildi sko ekki koma nálægt honum hérna fyrst...var greinilega búin að gleyma hvað hún skemmti sér vel í honum í fyrravetur.
Alexander var voða ánægður að mega taka snjóbuxurnar með sér og fara út að leika í skólanum, en hann er búinn að þurfa að vera inni útaf augn-slysinu á sunnudaginn, saumurinn verður tekinn úr í fyrramálið....áður en við skellum okkur til "Akureyris"...eins og einhver sagði.
já, við ætlum til Akureyrar á morgun í menninguna...heheheh....
Það er svo sem allt gott að frétta af okkur...allt gengur sinn vanagang og nóg að gera hjá öllum...sem er bara yndislegt.
Ég þurfti að vera að vinna í álverinu á mánudaginn og þriðjudaginn og bara gaman að hitta alla aftur þar...margir héldu nú að ég væri komin aftur "for good" :) Ég mun sem sagt núna byrja annan hvern vinnudag þar, fylgjast með hvernig allt gengur þar....bara gaman að því.
Ég er alveg ferlega spennt að bíða eftir sms-i frá Fönnslu....en hún verður skorin í dag....og þá fær lítill engill að líta dagsins ljós....mmmm, æðislegt, gangi þér rosalega vel í dag Fanney mín.
Hvað segja annar allir hinir...er jólaskapið komið? Hún Karen sem vinnur með mér er komin í bullandi jólaskap og búin að skreyta skrifborðið sitt, bara gaman að því.
Arnar er búin að skjóta 4 rjúpur...sem er nú ekkert rosalega mikið en góð byrjum samt...hann ætlaði nú að skjótast úr vinnunni í dag og reyna að ná allavega 2 í viðbót, vonandi fleirum.
jæja, ég veit ekkert hvað ég á að segja meira.
LATER
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Hér í DK er komin ein og ein sería út í garð hjá dönunum. Auðvitað ekki jafn mikið skreytt hér og heima þar sem þeir eru alltaf að spara rafmagnið :) En ég er búin að kaupa eina seríu...eigum samt eftir að setja hana upp !! Síðan er komin ljós í stofugluggann og herbergið hjá prinsessunni.
Annars allt gott að frétta hjá okkur, vantar allann snjó hér :)
Skemmtið ykkur vel á Akureyri!!
Kveðja frá öllum í DK
Helga Huld og co.
Þú þarft nú sko ekkert að fara langt til að finna menninguna, bara rétt að kíkja í Egilsstaði;)
VÚHÚ.... geggjað með snjóinn, hér er enginn snjór sem er að vísu ágætt því ég er að fara í göngutúr!!! Ætla einmitt að kíkja um helgina á allt jólaskrautið okkar sem ég held að sé alveg hellingur... Góða skemmtun á Akureyri börnin góð, bið að heilsa jólasveinunum ;-)
Kv.Sigga Dísa og sæta skvísa....
Sæl Karen og fjölsk. Já til Akureyris og allir möguleikar til staðar að koma í Borgina, gott að vita að fólk gerir ekki miklar kröfur ha. O.k. alltaf gaman að fara frá Akureyris til austurs :) Ég bið ykkur vinsamlegast að fara gætilega í umferðinni, snjór, hálka svo og rok, auk þess er mikill vindur í Þingeyingum og Akureyris-ingum... eða var það loft .... góða ferð Lo u 2. :) ta.ta.
Þrátt fyrir plástur yfir auganu þá er nú ekki langt í brosið hjá Alex-flottur strákur.
Jólaskap? Við erum aðeins byrjuð að skreyta hér og erum örugglega með þeim allra síðustu sem byrjum.
Hafðu það gott, Svanfríður.
Skrifa ummæli