Afmælið hjá Alexander gekk voða vel, 15 krakkar hlaupandi með tilheyrandi hamagangi...ég var búin að undirbúa hann vel, segja að það yrðu læti og hann ætti bara að hafa gaman af....þetta fór samt e-ð fyrir brjóstið á honum og hann var alveg búinn að fá nóg eftir rúma einn og hálfan tíma...hann óskaði þess heitt að fá transformerskall og hann fékk hann frá ömmu Siggu & Ernu...þvílík gleði & hamingja....svo fékk hann fullt meir.
Elín Inga vissi nú ekki hvað var eiginlega að gerast þegar húsið fylltist af krökkum og hún sat í mestu makindum og var að horfa á skrípó, þegar lætin voru sem mest kom hún bara inní eldhús og sat á beit þar....kom sér svo vel fyrir í sófanum aftur og fór að horfa á spiderman 3 með hinum krökkunum...þegar hún svo tók eftir "ljóta kallinum" ætlaði mín sko að forða sér en komst ekkert...og "trylltist" nánst þarna í stofunni þangað til ég kom henni til bjargar...lítið hjarta þar á ferð.
Arnar fór á skitterí á sunnudaginn...á frekar umdeildan stað en fékk 3 rjúpur svo við eigum 4 núna....væri til í allavega 2 í viðbót, Örn varð grænn af öfund yfir því að hafa ekki farið með honum....en svona er það bara stundum.
Í gær var bekkjarkvöld hjá Alexander á milli 17 - 19, foreldrar ekki velkomnir :) það var eitthvað leynimakk fyrir jól - hann var í sjöunda himni þegar hann kom heim, sérstaklega í ljósi þess þegar hann sá hvað var í kvöldmatinn...eitt af hans uppáhaldi, grjónagrautur og slátur. Þau borðuðu svo mikið systkinin enda nærri sofnuð yfir simpsons og Elín Inga hljóp inní rúm þegar simpsons var búið...hljóp svo til baka til að segja góða nótt & i love you við alla...og svo uppí rúm :)
Elín Inga er farin að horfa á glæstar eins og atvinnumanneskja....kallar á mig þegar þátturinn byrjar og svo situm við og horfum....eins og þetta er nú mikið rugl.
Örn var e-ð að segja við Elín Ingu í gær að hún mætti ekki gera e-ð....ég var ekki alveg að fylgjast með..heheh....svo heyrist í henni...."hættu þessu drengur", Örn varð svo hissa að hann hlýddi bara......hún er sko heldur betur farin að stjórna.
LATER
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
hehehe.....Snilldar frásagnir og snilldar fjölskylda. Varð bara að commenta......
amen
Skrifa ummæli