Jamm & Jæ.....Nú er alveg glampandi sól og hiti...allavega hérna inni, ég veit að það er ekkert heitt úti, helgin frammundan og bara gleði.
Arnar & Örn ætla að leggja í´ann strax í fyrramálið á rjúpnaveiði, þeir fóru á sunnudaginn síðasta líka og þá fékk Arnar eina rjúpu....þessa einu sem þeir sáu, það er vonandi að þeir fái nú e-ð meira þessa helgina.
Ég er svo sem ekkert alin upp við rjúpur á aðfangadag...en þær voru oft ef ekki alltaf einhverntímann á jólatímabilinu....þar sem rjúpur eru jólamaturinn hennar mömmu, Arnar er aftur á móti alinn upp við rjúpur á aðfangadag og þá finnst mér svo sem alveg við hæfi að hafa þær á jólatímabilinu, ég ætti nú að fara létt með að elda þær....
Ég sagði alltaf við Arnar....þegar þú skýtur rjúpur í matinn þá skal ég elda þær, það er alveg sanngjarnt....en þegar ég sagði þetta þá átti ég ekki von á að hann myndi nokkurntímann fara á skitterí...heheh....en svona fær maður hlutina í bakið....og núna vona ég auðvitað að hann fái rjúpur, eftir að hafa fengið byssu og veiðileyfi í hendurnar.....pabbi gaf honum svo gamla riffilinn sinn...svo hann er vel settur og tilbúinn.
Það er aldrei að vita nema ég taki mig þá til og máli e-ð á meðan þeir félagar rölta hérna um nágrenið.
Sunnudagurinn fer svo í fjölskyldudag.....þ.e.a.s ef allt gengur vel á morgun.....snýst allt um þetta stutta rjúpnaveiðitímabil.
LATER
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Já vona það með þér hans vegna að hann fái nú í matinn, allavega handa sér, ein er ekki uppí nös á ketti.
En ég er einmitt búin að ákveða að mála eða eitthvað í þá áttina þegar Maggi fer út næst:) 21. þessa mánaðar. Það verður aldeilis fínt hjá okkur um jólin, báðar að parketleggja og mála og þú með nýtt eldhús. Eldhúsið bíður betri tíma hjá mér.
Jæja mín kæra, læt þetta duga.
Lovísa
Skrifa ummæli