fimmtudagur, 15. nóvember 2007

Annar Góður Dagur...

Hann á afmæli í dag,
hann á afmæli í dag,
hann á afmæli hann Alexander Örn
hann á afmæli í dag
...................................................................

Vá!!! Hann er orðinn 6 ára, það er alveg magnað.....ég var 22 ára þegar ég átti hann...nú er hann orðinn 6 ára og mér líður eins og 20 ára.....mhmmmm....ekki alveg að stemma.
Það verður afmælisveisla á milli kl 16 - 19 í dag....allir velkomnir....hehehe...
Hann er svo sem alveg búinn að taka eftir einhverju laumuspili hjá okkur...þegar pakkarnir hafa verið að steyma inn í hús....allsstaðar af landinu...ég segi bara við hann að þetta séu afmælispakkar til mín og þá missir hann áhugann á þeim um leið...heheh....
Enn ég fékk nú einn afmælispakka í gær samt....rosa flottann og góðann trefil frá Tengdaforeldrum mínum :) alveg í rétta litnum líka

Ekki nóg með að ég hafi átt afmæli 11 nóv....þá var það líka dagurinn sem við fluttum inní húsið okkar....svo það var 1 árs búsetuafmæli á Reyðarfirði líka....ég er bara ekki að trúa því að við séum búin að vera hérna í ár.....samkvæmt okkar upprunarlega plani eru þá 4 ár eftir.....en ég held að það plan sé flogið út um gluggann.....það þarf e-ð mikið að gerast svo við flytjum héðan....

jæja...best að halda áfram

LATER

13 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ elskan.
Til hamingju með litla prinsinn!
Skemmtilegur dagur framundan. :)
Mér lýst rosalega vel á það að þið ætlið að vera þarna fyrir austan til framtíðar!
Æðislegt að búa þarna og hvað þá fyrir krakkana að alast upp þarna.
Hafið það sem allra best.
Knúsaðu krakkana frá mér, já já og Arnar líka hehe :)

Nafnlaus sagði...

Hæ aftur!!!
Nú syng í hástöfum!!!!

kátir dagar koma og fara , koma og fara...hvað er það að lifa og spara , lifa og spara, dátt við syngjum dönsum nætur, dönsum nætur, dröttumst oftast seint á fætur , seint á fætur....

hehehehehehe Bjargaðir deginum! ;)

Karen sagði...

Hehehe...þú ert alveg mögnuð Hulda :)

Nafnlaus sagði...

hæhæ krúttin mín
Til hamingju með prinsinn.
Hafið það ofboðslega gott .. góður mánuður nóvember til að eiga afmæli *blikk*.
Skulum ekkert vera festa þessa ákvörðun strax elskan.. sjáum til eftir 4 ár ;)sakna uppáhaldsnágranna minna..

Védís sagði...

Til hamingju með daginn Alexander, Karen og Arnar til hamingju með frumburðinn.
Mikið er gaman að heyra hvað ykkur líður vel þarna og að þið ætlið jafnvel að vera þarna til frambúðar.
Ég hlakka mikið til þegar ég get yfirgefið höfuðborgina og valið mér góðan stað úti á landi.

Nafnlaus sagði...

Innilegar hamingjuóskir Alexander med 6 ára afmælisdaginn.....njóttu dagsins vel og lengi. Er ekki annars gaman í skólanum, frétti ad tú værir ordinn svo duglegur ad lesa.
Bidjum ad heilsa systur tinni Elínu Ingu og mömmu tinni og pabba.
Kvedjur frá Reykjavík ;))

Nafnlaus sagði...

Lífið ungum verjum nætur.....
Flott blogg hjá ykkur.
Gaman að lesa og skoða haldið áfram.
Mamma

Nafnlaus sagði...

Sorry Það er L+ifið ungum vefjum
nætur....

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með litla/stóra strákinn.... Vá tíminn er fljótur að líða orðinn 6ára!!! Þetta er ótrúlegt sko.... Samt ekki nægilega gott, þá fatta ég hvað við erum orðin gömul :-/ úffffff......

Skaga-kveðjur frá okkur öllum hérna ;-)

Nafnlaus sagði...

Hæ skvís,
Til lukku með stóra prinsinn... Alveg ótrúlegt hvað tíminn líður
Hafið það gott.
Kveðja, Gunna

Nafnlaus sagði...

Betra seint en aldrei
Til hamingju með afmælið stóri strákur
Kveðja frá Egs

Nafnlaus sagði...

Love you og til lukku með drenginn..... segi eins og Elfa frænka, betra seint en aldrei...... þó ég hafi talað við afmælisbarnið í gær þá langar mig líka til að kasta kveðju hér inni.
Laaangar svo að fara að hitta ykkur, sakna ykkar svo mikið.
Lovísa systir

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Til hamingju með ykkur bæði tvö. Og til hamingju með búsetuafmælið ykkar, þetta líður fljótt.
B.kv. úr litlu bláu húsi, Svanfríður.