Mánudagsmorgun og ekki hægt að neita því að þreytan er mikil, eftir alveg magnaða partý helgi
ég fór í grillveislu á Egilsstöðum á föstudagskvöldið með Canadabúunum og fleirum, það var alveg magnað, góður matur og skemmtilegt fólk.
Á laugardaginn kl. 10 var svo haldið uppí skóla en það var vorsýning hjá leikskólanum og útskrift hjá elstu krökkunum, Alexander Örn var uppi á sviði og söng & gerði æfingar, þetta var voða gaman...svo haldið í leikskólann og þar voru til sýnis allskonar myndir og verk eftir krakkana og að sjálfssögðu voru veitngar í boði líka, en foreldrar elstu krakkanna sáum það, og komum við með þessar líka góðu muffins :)
Svo var slakað á heima við....seinnipartinn fóru krakkarnir svo til ömmu Siggu í pössun og við hjónin fórum í mat til Siggu & Óla, svo var farið í partý hjá Brammer gaurunum en þeir búa í blokkinni líka....þetta var alveg yndislegt kvöld, við fengum svo góðan mat en Óli er snillingur í eldhúsinu...og svo var líka mikið fjör í partýinu og mikið talað.
En þeir sem ekki vita þá eiga Sigga & Óli von á barni í nóvember....til lukku með það og vonandi fæ ég það í afmælisgjöf....það væri magnað :)
Sunnudagurinn fór fyrir lítið....bara slakað á heima við.
Núna er ekki eins mikil veðurparadís og undanfarna daga....en samt ekki eins kalt heldur og spáð....
Þrátt fyrir eurovision og kosningar næstu helgi, þá verður tekið því rólega heima....en Lovísa & fjölskylda ætla svo að koma 17.maí....
LATER
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
knús og kram :)
Það er greinilega sjaldan lognmolla í kringum þig Karen mín, nema þá kannski á sunnudögum heheh..... alltaf nóg að gera.
Hlakka til að sjá ykkur í næstu viku.
Hæ hæ
Já alltaf sama stuðið á þér ;)
Skilaðu hamingju óskum til Siggu Dísu, æðislegt !
http://xhvad.bifrost.is kíktu á þessa slóð ef þú ert ekki þegar búin að því...svona ef þú skyldir vera enn óákveðin, sem ég hef nú reyndar ekki trú á :) ;)
kv.Elín
Skrifa ummæli