miðvikudagur, 2. maí 2007

2. maí

Við krakkarnir vorum komin útí garð um hálf tíu leytið á laugardagsmorguninn, það var svo mikil sól & hiti...Arnar var fyrir sunnan á námskeiði og ekki í svona góðu veðri...Klara vinkona hringdi og sagðist hafa pantað sér ferð hingað austur og hvort ég yrði ekki heima, mér fannst þetta snilld hjá henni að skella sér svona austur.
Við vorum sem sagt í garðinum allan daginn og ég bar góða sólarvörn á okkur, Arnar kom svo heim rétt fyrir kvöldmat og við grilluðum góðan mat...ég skellti mér svo aðeins með Viktoríu og Canadabúunum okkar á barinn um kvöldið, tók góðan dans og rölti svo heim.
Það var svo vaknað snemma og skellt sér aftur í garðinn, byrjaði að vinna í beðinu en svo var svo gott veður að maður gat bara ekki annað en legið eins og klessa...hehehe...
Það var svo farið að vinna á mánudeginum í sömu blíðunni og eins og gufubað í gámnum okkar....það er annað hvort kvartað yfir kulda eða hita...
Svo var að sjálfssögðu komið frí aftur, ég smellti mér yfir á Egilsstaði og verslaði þetta líka flotta nautakjöt og við grilluðum það og höfðum það svo kósý og flott....í tilefni dagsins eftir, tókum smá forskot á sæluna :)
Ég útbjó þennan líka flotta morgunmat svo á þriðjudagsmorguninn 1. maí....enda 3ja ára brúðkaupsafmæli, svo var skellt sér í garðinn og við vorum reyndar alveg feikna dugleg...fórum með góða 15 - 20 poka af rusli úr garðinum á haugana...svo lágum við bara og leyfðum sólinni að leika sér að okkur...enda höfum við öll fengið frekar mikinn lit...hitinn fór í 31 gráðu í garðinum...svo var auðvitað önnur grillveisla um kvöldið....svo fórum við að spila kubb með grönnunum bæði á móti okkur og við hliðina...alltaf fjör í Álfheimum.

LATER

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég hef alltaf sagt þetta, besta veðrið er fyrir austan. Enda skil ég ekkert í mér að búa á hinum helmingi landsins.
Kveðja,
Védís

Nafnlaus sagði...

Úfff.... þetta minnir mann bara á Dannmörku.
Alltaf þegar ég les blogg þar sem allt hljómar eins og þið búið í paradís þá verður maður alltaf vissari um að þið eigið aldrei eftir að flytja til baka...

Karen sagði...

Já, ég er ekki viss um að við flytjum til baka....allavega ekki á meðan staðan er svona góð :)

Nafnlaus sagði...

já þið hafið sko besta veðrið á íslandinu,er búin að heyra frá mörgum að þetta sé alveg yndislegur staður og rosa fallegur,það verður gaman að kíkja í heimsókn hvenær sem það verður nú.heyrumst fljótlega kossar á línuna
kv frá köben;)