mánudagur, 14. maí 2007

14.maí

jújú, helgin var yndisleg...við ákváðum seinnipart á föstudaginn að fara með Siggu Dísu & Óla í bústað uppá héraði...við höfðum það voða gott, horfðum á eurovision & kosningarnar...spiluðum og nutum þess að vera í róleg heitunum....krakkarnir nutu þess líka og fannst voða gaman...en myndavélin gleymdist heima svo.....
Við Sigga Dísa erum búnar að skemmta okkur svo vel í vinnunni undanfarið....eins og okkur einum er lagið...hehehe...í dag var reyndar allt á afturfótunum eftir helgina...en okkur tókst að lagfæra það.
Elín Inga var lasin í dag og Arnar var heima ....ég verð þá heima á morgun ef þess þarf, við Arnar fórum að setja saman nýja borðstofuborðið okkar þegar ég kom úr vinnunni og sit ég núna við glæsilegt nýtt og skemmtilegt borð...jeeeiiiii
jæja, ætla að skella í mig samloku og drífa mig svo í litun & plokkun

LATER

Engin ummæli: