mánudagur, 21. maí 2007

21.maí

Lovísa & Maggi fóru seinnipartinn á laugardaginn, þá var tekið aðeins til og svo eldaði ég þennan líka magnaða mat....rosalega toppaði ég sjálfa mig þar....heheh, þó ég segi sjálf frá :)
Gærdagurinn var eins og típískur sunnudagur, legið í leti & haft það kósý.
Mamma, pabbi, Kristjana og Örn & perla ætla svo að koma næstu helgi....jeiii, hlakka mikið til.
Óli er ennþá að vinna í því að fá verð á eldhúsið mitt....svo eru það gólfefnin og ofnarnir...allt í garðinn, þurfum góða & öfluga sláttuvél fyrir stóra garðinn og ýmis önnur áhöld...okkur langar í svona 5 fermetra kofa í garðinn fyrir öll garðáhöldin...þetta eru frekar mikil útgjöld, púffff svo ef fólki langar til að styrkja okkur :) þá er bara um að gera að láta okkur vita ....
Við erum öll orðin frekar kvefuð, Arnar og krakkarnir byrjuðu í síðustu viku og eru að verða nokkuð góð, en ég er að fyllast....ég keypti svo mikið af töflum og dótaríi útí canada að ég ætti að vera nokkuð snögg að rífa þetta úr mér.

Alexander Örn var að keppa í fótbolta á laugardaginn, var mættur kl.9:15 um morguninn...við Elín Inga og Arna Kristín mættum svo kl 10 og horfðum á hann keppa fyrsta leikinn...það var rosalega gaman...sjá þessi litlu kríli hlaupa þarna um stóra völlinn og vita varla hvað þau ættu að gera....en þeim gekk voða vel og unnu þónokkra leiki, en hann er að sjálfssögðu að æfa með Val, kom svo heim með þessa líka flottu medalíu og afar stoltur.

Þá tekur vinnan bara við þessa vikuna og bið eftir næstu gestum...spurning hvort við verðum þá búin að flísaleggja forstofuna, en við ætluðum svo heldur betur að vera búin að því áður en Lovísa & Co kæmu....heheh...tókst sem sagt ekki.

LATER

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ og takk æðislega fyrir okkur.
Höfðum það rosa gott, gaman að slappa af og liggja í leti annars staðar en heima hjá sér hehehehe...
Setjið ykkur bara markmið með framkvæmdirnar, eitt í einu og þá kemur þetta allt saman hægt og rólega.
Já það var gaman að fylgjast með fyrstu skrefum hins upprennandi fótboltasnillingi á mótinu, hann "lofaði" að skora mark í næsta leik sem ég myndi horfa á hannn spila:)
Hlakka til að koma aftur og hitta fjölskylduna í litla gula húsinu.
Hafið það ávalt sem allra best, knús til ykkar allra frá okkur í hretinu í Kópavogi