fimmtudagur, 10. maí 2007

10.maí

Jújú, við sitjum hérna í stofunni og horfu/hlustum á eurovision....Eiríkur "rauði" stóð sig eins og hetja...eins og okkur rauðhærða fólkinu einum er lagið :)
Alexander er byrjaður að æfa fótbolta, alveg 3svar í viku og leikskólinn sér um að fara með þá krakka sem æfa fótbolta í íþróttahöllina og svo á að sækja krakkana þangað kl.17...svo 3svar í viku sæki ég bara Elín Ingu, það er svolítið sérstakt, en bara gaman að því að hann sé ánægður með þetta....hann fór reyndar í bíó strax eftir leikskóla í dag, með fótboltaliðinu, þau fóru að sjá Mr.Bean...heheh...það var frítt í bíó hérna 1.maí og þá fór hann með Leif & Móeiði að sjá TMNT...eða turtles, og var það í fyrsta skipti sem hann fer á mynd (ekki teiknimyd) í bíó...svo þetta gengur nú bara nokkuð vel hjá honum, honum gengur allavega betur en mér, ég hef ekki ennþá gerst svo fræg að hafa farið í bíóhúsið hérna....Arnar hefur farið allavega 2svar....ég stefni reyndar á að fara á spiderman 3, af einhverjum ástæðum langar mig bara þónokkuð að sjá hana...
Það er alltaf nóg að gera í vinnunni og alltaf jafn skemmtilegt....
Elín Inga er farin að sýna verulega gelgjustæla og hún heldur virkilega að hún sé eldri en Alexander....en það er bara gaman að því...

jæja, vonandi kemst Ísland áfram, svo það verði nú fjör á laugardaginn...þó það sé reyndar alltaf fjör þegar kosningar eru...um að gera að slá 2 flugur í einu höggi....og svo Elín mín, ég fór á xhvad.bifrost.is...og útkoman kom mér ekki á óvart :)

LATER

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ekki varð þér að ósk þinni að þessu sinni Karen mín, þó að ég hafi nú fulla trú á rauðhæðum held ég nú að það hafi ekkert með það að gera.....
Þá er bara að fylgjast með annarskonar kostningum á morgun og koma sér í rétta gírinn.
Bið að heilsa litlu eeee..."stóru" gelgjunni og fótbolta-bíó snillingnum og auðvitað Arnari.
Farið vel með ykkur og það fer svo að styttast í okkur.
Þín Lovísa

Nafnlaus sagði...

Og erum við að tala um Bláu höndina???
kv.Elín :)

Karen sagði...

já, er það ekki eina vitið :)