fimmtudagur, 30. nóvember 2006

Erfiður dagur...

Já, það var frekar erfitt að fara að sofa í gær vitandi af Arnari á spítalanum...Alex var líka svona frekar lítill í sér átti svolítið erfitt með að sjá pabba sinn í spítalarúmmi tengdan e-u tæki...hann spurði"er pabbi að fara til guðs"...ég fékk bara kökk í hálsinn...en hann kom heim í dag eftir að hann var búinn að fara í lungnamyndatöku...renndi í hlað kl.15...hann segist vera frekar hress en hann má ekki fara að vinna á morgun og á mánudaginn fær hann tæki sem hann á að vera með á sér til að mæla hjartað...svo fer hann í hjartaómskoðun þegar hann kemur suður núna 11.des...við krossum fingur og vonumst til að það komi bara allt gott úr þessu.
Hann sótti okkur svo í leikskólann því það var komin þessi líka mígandi rigning og rok...eins og það var gott veður þegar við löbbuðum í leikskólann í morgun, en þá var voða hált og fyrir tvö skref sem við tókum áfram runnum við eitt skref aftur á bak...hehehe...og Alex var bara á hausnum ég átti í mesta basli við að halda kerrunni á réttum stað...meira ævintýrið, Alex fékk að passa á meðan við hentumst inní krónuna og svo var farið heim...alltaf svo gott að komast heim þegar það er svona veður úti...Elín Inga er alltaf að sleppa sér meira og meira...en sýnir þess á milli voða mikið óöryggi í að standa svona ein útá gólfi...eins og hún viti ekki alveg hvort hún eigi að vera að standa í þessu eða ekki...
ég er alveg búin á því núna hlakka til að komast uppí rúm...dagurinn tók mjög á sálarlífið...
LATER

miðvikudagur, 29. nóvember 2006

já, hvað verður það næst...

Dagurinn byrjaði alveg ágætlega...síminn byrjaði að hringja strax kl.9 og hringdi til kl.10...ég var bara í símanum...en alltaf gaman að tjatta aðeins í símann svo sem...en leikskólinn hringdi svo og bað okkur um að koma sem fyrst því ljósmyndari væri kominn til að taka myndir af öllum deildum og ég væri að teppa 3 deildir..heheh..svo við skunduðum af stað og tókum þátt í myndagleðinni...sem var alveg rosalega gaman...ég átti svo að mæta með Alex kl.13 í 5 ára skoðun og steingleymdi því auðvitað því það var svo gaman hjá okkur...ég hringdi alveg eins og ansi útá heilsugæslu og fékk nýjan tíma, eins gott að mæta þá í hann...
Arnar hringdi svo í mig þegar klukkan var alveg að verða hálf fimm og tilkynnti mér að hann þyrfti að fara á spítalann á Neskaupstað...ég var ekki alveg að skilja það en hann byrjaði í gærkvöldi að fá hjartsláttatruflanir...ég missti mig alveg greip krakkana og við hentumst útí bíl þegar hann kom uppí leikskóla og ég þurfti að keyra yfir því hann mátti það ekki, þegar þangað var komið var byrjað á að setja hann í hjartalínurit og okkur tilkynnt að hann þyrfti að vera þarna yfir nóttina, ég fékk þetta netta sjokk þá....og hvernig átti ég að fara að því að keyra ein með krakkana yfir til baka...þetta er bæðe vei ein sú allra ömurlegasta leið sem hægt er að fara...svo við fenguð Ernu til að koma og sækja okkur...sem var alveg æðislegt, þá gæti Arnar líka haft bílinn og vonandi má hann keyra á morgun og getur keyrt heim....og með góðar fréttir...ég er svona nett stressuð yfir þessu öllu

LATER

þriðjudagur, 28. nóvember 2006

Vel fylgst með...

Þá veit ég það allavega að ég get skrifað e-ð fyrir aðrar til að lesa....Arnar fór í bíó í gær með ömmu sinni og frænku, á Mýrina...þau voru öll mjög ánægð með hana...enda ekki annað hægt þetta er snilldar mynd og mæli ég hiklaust með henni fyrir þá sem ekki hafa séð hana...í gærmorgun þegar ég mætti í vinnuna var mér tilkynnt að ég ytrði í mötuneyti til kl.13....ég var svona frekar hissa, aldrei unnið í svona stóru eldhúsi eða neitt....en fílaði þetta í tætlur og gæti vel lagt það fyrir mig að vinna í svona mötuneyti...alveg fyrir mig að.
Í morgun var CRAZY veður þegar við löbbuðum í leikskólann...ég átti í mesta basli að koma vagninum yfir allt þetta slabb en það ringdi eins og í útlöndum....kræst..ég er nánast ennþá með blóðbragðið í munninum...hélt virkilega að ég yrði ekki eldri...Alex labbaði aðeins á undan og í eitt skiptið sökk hann uppá mitti...þá langaði mig mest að leggjast niður og grenja sko....en sem betur fer þá komumst við heil en rennandi blaut...ég þurfti að henda öllu í þurkskápinn og fá lánuð föt á mig....
Ég var til rúmlega sjö í vinnunni en Arnar þurfti að sækja krakkana...það var starfsmannafundur strax eftir vinnu...sem var voða fínt líka....nú á bara að slaka vel á....safna orku fyrir morgundaginn...slabbinu og hálkunni sem tekur við okkur kl.11

LATER

mánudagur, 27. nóvember 2006

3 skref

Jújú helgin búin að það er bara komið mánudagskvöld...VÁ, anyweis þá kom Örn á föstudaginn og ægileg gleði þegar þeir komu heim um kvöldmatarleytið, Örn fékk auðvitað túr um húsið og svo var borðað....tjattað & spilað frameftir kvöldi, á laugardagsmorguninn var haldið í göngutúr um bæinn og var það svona frekar hressandi og um leið og við komum heim fór nú aðeins að hvessa svo það var aðeins fengið sér að borða svo haldið í bíltúr...skoðuðum álverið og rendum yfir á Eskifjörð...heheh....svo var eginlega komið svo mikið myrkur að við skelltum okkur bara heim...jú, fórum fyrst í molann...það er verslunarmiðstöðin hérna...voða fín & flott, þurfti að skila bol sem Alexander fékk í afmælisgjöf sem var keyptur í veiðiflugunni...
Við sátum bara og spjölluðum um stund og þá kom líka þessi feikna leti yfir okkur og ég var bara engan veginn að nenna að elda svo við pöntuðum pizzu...sem var líka svona rosalega góð...svo var aftur farið í að tjatta & spila, það stendur alltaf fyrir sínu.
Vöknuðum svo líka svona eldhress á sunnudagsmorguninn og ég byrjaði á því að taka prinsessuna með mér í bað og er ekki ennþá búin að átta mig á því að við eigum ekki lengur þetta æðislega bað sem við áttum....svo við vorum nú ekki lengi í baðinu enda báðum frekar kalt að sitja svona með nánast ekkert vatn...en það var bara fyndið...sérstaklega fyrir Arnar múhahaha
Svo var farið í það að ná í jóladótið og skoða það....hvað er hægt að nota af þessu seríum og þess háttar...vorum bara að láta daginn líða og svo var haldið á Egilsstaði...ætluðum að versla í bónus og fara í heimsókn til Elfu & Jóa...svo var farið með Örninn útá flugvöll...eftir það ákváðum við að skella okkur á "burgar-place"...mmmm, hef sko ekki fengið einn hamborgara eftir að við komum hingað austur svo ég var alveg kominn á --------...er samt að reyna ða komast yfir þessa burger áráttu hjá mér. Elín Inga tók sig til á sunnudagsmorguninn og stóð í lappirnar ein útá gólfi í ca minutu...og var líka svona ægilega montin með sig...ákvað svo heima hjá Elfu & Jóa að taka eitt skref ...og svo í morgun tók hún líka bara þessi 3 skref...og henni finnst þetta svo rosalega merkilegt (eins og mér)hehehe...og hlær þessum líka tröllahlátri...heheh....voðalega gaman...

mmm er alveg að reyna að muna hvað meira ég get sagt....sem er pottþétt e-ð en ég bara man ekki...svo

Later. P.S. væri alveg til í að heyra frá ykkur...bara svona til að sjá hvort fólk er að lesa bloggið eða er ég bara að skrifa fyrir mig....

LATER

fimmtudagur, 23. nóvember 2006

Stór strákur

Eftir að krakkarnir voru búin með sitthvora fulla skálina af hafragraut rölti ég útí pósthús að sækja morgunmatinn minn...mmm...Alex fékk að passa rétt á meðan og léku þau sér bara með dótið á meðan, hann er svo duglegur. Við ákváðum svo að fara heldur snemma í leikskólann í dag því það er svo gaman þar, komum við í búðinni á heimleið og Alexander er sko ekki að fíla það að það sé komið svona mikið myrkur þegar við löbbum heim...
En það gerðist eitt heldur betur merkilegt í dag e-ð sem Alex er búinn að vera að bíða eftir eiginlega allt þetta ár....hann er loksins kominn með lausa tönn og fátt merkilegara en það, drengurinn er alveg í skýjunum. Við erum svo að bíða spennt eftir Erni sem kemur á morgun með flugi...jeiii , eins gott að það verði flugveður...af bílnum að frétta er allt við það sama...hann er allavega kominn á Egilsstaði og við vitum ekkert hvenær hann kemur heim.
LATER

miðvikudagur, 22. nóvember 2006

já, við þurftum að rífa okkur upp á rassgatinu í morgun því Alex átti að mæta í leikskólann fyrir kl.8 í morgun..það var nefninlega verið að fara að heimsækja skólann, hann átti að vera með ávexti sem nesti og pennaveski...og Lotta ætlaði að pikka hann upp í leiðinni (Lotta er aðstoðarleikskólastjórinn) bíllinn bilaður og ekki vorum við að fara að hlaupa með hann á leikskólann, svo þetta var æðislegt að hann skildi vera sóttur..heheh...en hann átti ekki pennaveski og við ákváðum að fara í gær og kaupa pennaveski því hann á að geyma það í leikskólanum...heyrðu það var ekki til, það komu 2 staðir til greina...krónan og veiðiflugan...neibb, ekki til..hehe....okkur var bent á að fara út á Eskifjörð...en þar sem við vorum labbandi þá létum við það nú eiga sig...hann fær pennaveski síðar.
Arnar fór svo í rútuna og ég skellti mér bara aftur uppí rúm og fór að lesa þar til daman vaknaði...kósý, þá var það auðvitað hafragrauturinn og svo héldum við af stað til doksa, en hann var að kíkja í eyrað á henni til að athuga hvort það væri ekki komið í lag...og jújú, auðvitað var það komið í lag..svo við röltum yfir á leikskólann...þar var bilaður hitinn inná yngstu deildina svo þau börn sem sofa inni sváfu ekkert...púfff, enda mín frekar þreytt þegar heim var komið, fékk jógúrt og mjólkurglas og svo beint í rúmið...kl.18....ooohhh væir alveg notalegt að geta þetta stundum...prinsinn var svo ekkert skárri þar sem hann vaknaði svo snemma...að hann bað um að fara að sofa kl.19:30....
Þá tekur kvöldið við og meira á morgun
LATER

þriðjudagur, 21. nóvember 2006

Hvað er málið eiginlega, við höfum ekki verið hérna lengi en um leið og við vorum búin að koma okkur þokkalega fyrir þá kom líka þessi bilaði snjór og stormur...nú er bílinn bilaður...sjálfsskiptingin farin...kræst...það þarf að koma honum frá Reyðarfirði yfir á Egilsstaði,
hvernig sem það verður gert ...grenjjjj...er ekki að fíla þetta sko, Arnar þurfti að taka rútuna á milli...sem fer hérna þá kl.8:20 og frá egilsstöður kl.17:20...svo við erum ekkert sérlega glöð í dag...

LATER

mánudagur, 20. nóvember 2006

Well well, alveg hreint ágætur mánudagur að kveldi kominn...það var auðvtiað leikskóli og allir virðast hafa skemmt sér vel þar, haldið heim á leið í svarta myrki og voða fjör, fínt veður...gott að vera komin heim...grey´s framundan...jibbí...popp & kók reddy.
Elín Inga e-ð smá pirruð seinnipartinn...gæti verið útaf öflugri tanntöku 3 tennur á 3 dögum...en maður spyr sig...
Voða lítið meira að frétta.
LATER

sunnudagur, 19. nóvember 2006

Ekkert stress

Dagurinn byrjaði mjög rólega eins og síðustu dagar, það er yndislegt hvað það er ekkert sem maður þarf að vera að drífa sig hérna...en sem sagt fór dagurinn í það að gera gestaherbergið reddy...en hann Örn bróðir minn ætla að koma til okkar næstu helgi og þá um að gera að vera með herbergið tilbúið fyrir hann...fyrsta gestinn..jeiii, það var auðvitað stappað af dóti þar inni og var því mest megnis hent uppá háaloft....eins og svo mörgu öðru...kræst hvað það er mikið uppá þessu háalofti, ég veit ekki hvað við hefðum gert ef við hefðum ekki þetta loft....þá væri húsið allavega of lítið fyrir okkur þaðer alveg ljóst.
Þeir feðgar tóku sér smá pásu á inniverunni og skelltu sér á snjóþotu og léku sér í snjónum...ég bað þá um að koma við á videoleigunni ...langar svo að sjá "The brake up"...þegar þeir komu til baka tilkynntu þeir mér að það sé engin videoleiga hérna á Reyðarfirði...heheh...það er bara skondið....það er bíó en ekki videoleiga....
Ætlum að skella þá eldri mynd í tækið og taka sófann fasta taki....eftir reyndar mjög skemmtilegt eddu verðlaunakvöld...Zzzzzz
LATER

laugardagur, 18. nóvember 2006



Varð að henda þessari mynd hérna inn...gott að lúlla...

Eftir morgunmatinn var farið í það að setja upp ljós og skipuleggja smá...náðum nú ekki alveg að gera allt sem við ætluðum en það er bara allt í lagi, ekkert stress hérna megin á landinu. Seinnipartinn fórum við í göngutúr, skelltum krökkunum á snjóþotur og röltum um bæinn, Elín Inga vissi ekki hvað var að gerast, en var bara svona rosalega lukkuleg með þetta og hló & blaðraði við bróðir sinn á meðan við foreldrarnir drógum þau...en þar sem mikið frost er hérna eins og annarsstaðar þá létum við hálftíma alveg duga og voru það kaldar kinnar sem voru mjög þakklátar að komast inn, eftir að við komum inn tengdi pabbinn græjurnar og Elton J var settur á fóninn og allir fóru að dansa....á meðan steikin var í ofninum....mmm...kvöldið tekur við Elín Sofnuð...

LATER

föstudagur, 17. nóvember 2006

Dagurinn byrjaði vel, sváfum til kl.9 og þá voru allir tilbúnir að fá sér morgunmat...kl.10:30 var svo haldið í leikskólann , frekar leiðinlegt veður svo við gáfum okkur góðan tíma í að komast þangað...allir á sínar deilsir og ekkert mál...Alexander lék sér við Alexöndru og Leif... ekki slæmt að eingnast góða vini á fyrsta degi...þegar við röltum svo heim var komið myrkur og mættum við Leif útá brú...hann rölti með okkur heim og þeir félagar léku sér úti á leikvelli sem er við hliðina á húsinu okkar...svo komu þeir inn og virðast vera hinir mestu mátar...Leifur býr bara hérna rétt hjá okkur.
Arnar komst heim bara um 18:30 og ekkert mál. Við ætlum svo að horfa á X-factor í kvöld...þó að við náum stöð 2 frekar illa eins og er...eigum eftir að láta athuga loftnetið hjá okkur en það virðist vera frekar lélegt....Elín Inga fór að sofa strax eftir kvöldmatinn eða um kl.19:15....alveg búin á því...henni gekk samt svo vel í leikskólanum, svaf inná dýnu eins og hinir krakkarnir sem sofa inni...fóstrurnar frekar ánægðar með hana...hún bara söng sig í svefn og ekkert mál, enda vissi ég það svo sem alveg, bara eins og hún er vön gera heim....
Helgin framundan...

LATER

fimmtudagur, 16. nóvember 2006

Varð að láta þetta fylgja..hann er svo ánægður með fótboltaljósið og spiderman límmiðana sem hann fékk æi afmælisgjöf...ljósið frá Siggu Dísu skvísu og myndirnar frá ömmu & afa í Stakkhömrum...bara gaman að því

Veturinn er hérna

Dagurinn byrjaði rólega, borðað í rólegheitum og rölt í leikskólann...þar gekk allt bara rosa vel og munum við verða frá kl.11 - 17 framvegis öll á sitthvorri deildinni, en leikskólinn er rosa flottur og ég held að það verði bara gaman að vera þar....en ég gleymdi alveg að segja í gær að hann Alexander Örn 5 ára prins passa Elín Ingu í fyrsta skipti á meðan ég fór útí pósthús að sækja þar stærðarinnar kassa...sem var ekki meira né minna en 14 kg...ég þurfti svo burðast með hann heim og hélt að ég gæfi upp öndina á meðan...kræst....heheh...fólk í næstu húsum hefur örugglega skemmt sér konunglega yfir þessu...en pössunin hjá prinsa gekk bara eins og í sögu og hann ætlar sko að passa aftur...þá á ég sko að fara útí búð....
anyweis eftir leikskóla röltum við í búðina og ég keypti kannski aðeins meira en ég átti að gera ...og þurfti að troða vagninn allan út svo Elín Inga gat sig hvergi hreyft...og svo var eiginlega kominn bilur á heimleiðinni og því eins gott að búðin er bara 2 min frá okkur.
Heimilisverkin tóku við og daman fór í rúmið að leggja sig...við Alex legó-uðum einn bíl saman og púsluðum....svo byrjaði þetta líka ekki litla stress þegar Arnar átti að fara að koma heim...nei, hann var í nákvæmlega einn og hálfan klukkutíma að komast þessa leið...sem hann er 17 minutur að fara í góðu veðri...svo ég er ekkert að grínast þegar ég segi að það hefur verið blindbilur hérna.
Elín Inga er öll að færa sig uppá við...það virðist sem hún hafi öðslast meiri matarlyst hérna á austurlandinu...en það er mjög skrýtið hvað hún er farin að borða mikið...eiginlega bara svolítið óhugnanlegt...hún er svona farin að láta heyra meira í sér líka farin að öskra = mamma, pabbi..og svo sagði hún bara á ELÍN...ég hoppaði auðvitað um af kæti...stolt að litlu (stóru) dömunni minni..svo fékk hún 2 tennur í fyrradag og segir bara engum frá því...merkilegt, hún er líka farin að sleppa sér aðeins og stendur upp bara á miðju gólfi...allt að gera

jæja...þetta hlítur að vera nóg í bili...ætla að slaka aðeins á eftir þetta stress þarna áðan og örugglega e-ð meira sem ég ætlaði að skrifa sem datt bara út í stressinu....

set ennþá bara myndirnar á heimasíðuna www.alexanderogelin.barnaland.is

LATER

miðvikudagur, 15. nóvember 2006

Á leið í rútínuna


Tók daginn snemma og byrjaði að raða í fataskáp okkar hjóna...þurfti auðvitað að raða öllu á rúmið, brjóta vel saman og flokka...það tók nú bara dágóðan tíma...en þá vaknaði prinsessan á bænum gaf henni sinn hefðbundna hafragraut og þá vaknaði afmælisprinsinn og rauk strax í pakkann sem hafði komið deginum áður í pósti...svo komu nú nokkrar aðrir pakkar og hann alveg í sæluvímu með þetta...eftir að ég fattaði að öll þessi föt okkar myndu bara hreinlega ekki passa í skápinn gafst ég upp...tók okkur til og röltum í leikskólann...stoppuðum þar í um 2 tíma, allt gekk rosa vel...eins og þau hefðu bara alltaf verið þarna - bæði...æðislegt. Röltum heim og borðuðum, prinsessan í rúmið og við afmælisstrákurinn fórum að spila...svo þegar ég ætlaði að fara að pillast til ða gera e-ð meira...nóg að gera hérna...þá byrjaði síminn að hringja á fullu og viljum við hér með þakka öllum þeim sem hringdu í dag...

amma Sigga & Erna komu svo í kaffi og leist þeim bara rosa vel á hvað við höfum verið dugleg hérna í húsinu...þetta er svo sem allt að koma...

Húsbóndinn á heimilinu kom svo heim að verða 19...eftir víst bara góðan fyrsta vinnudag á Egilsstöðum, þá var það auðvitað afmælismaturinn og voru það hamborgarar..heheh....skil ekkert hvaðan prinsinn hefur þessa hamborgaradellu...allt í allt góður dagur og vonandi tekur bara við gott kvöld....meira síðar

LATER

þriðjudagur, 14. nóvember 2006

Tölvan tengd

Nú erum við búin að koma okkur svona þokkalega fyrir...það er nú búið að vera heljarins mál að tengja öll þessi tæki okkar og tól...púfff
Okkur líður rosa vel hérna og erum svona að drekka í okkur þessa menningu,krakkarnir skelltu sér í heimsókn í leikskólann í morgun og þeim leist vel á...Alexander var ekki tilbúinn að koma með okkur aftur heim...eða á Eskifjörð þar sem við þurftum að ná okkur í annan afruglara þar sem hinn var hættur að afrugla...ekkert digital hérna sko, en það hefur snjóað hérna í nótt og allan dag og færðin yfir á Eskifjörð var svona sæmileg...þetta er bara hlutur sem við þurfum að venjast...
Þvottavélin er búin að vera á fullu í dag, þar sem þvotturinn hefur hrannast upp...og þurrkarinn auðvitað líka...merkilegt hvað maður er háður þessum tækjum...

LATER

laugardagur, 4. nóvember 2006

Komin dagsetning

jæja, þá er það orðið ljóst að við förum í næstu viku...minn heittelskaði fer burrandi á þriðjudaginn og við krakkarnir fljúgum á miðvikudaginn...það verður feikna fjör (fyrir okkur öll) þá vonandi getum við flutt á föstudaginn = föstudagur til fjár!!!

Arnar fer með slatta marga lítra af málningu og græjum til að gera það sem þarf...og ef allt gengur upp og auðvelt verður að taka teppin og græja...þá ætti það að ganga upp að sofa fyrstu nóttina þennan föstudag....svo er auðvitað öllum boðið í svaka veilsu laugardaginn 11.nóv, þegar drottningin verður loksins 27 ára...heheheh

ég er ennþá að venjast því að hafa blogg, en það er bara gaman að því

...LATER