Já, þær smelltu sér á austurlandið, tengdamamma & Guðrún...þær áttu á koma á fimmtudag en þar sem veðurofsinn var svo mikill var hvorki hægt að ferðast fljúgandi né bílandi og hvað á labbandi enda voru allir fjúkandi :)
Þær lentu svo heilar á föstudagsmorguninn og voru Arnar & Elínga mætt á völlinn með fagnaðarlæti og húllumhæ, þær og amma Sigga mættu hressar í mat um kvöldið og var svo spilað frameftir öllu....og mikið hlegið.
Helgin var nú öll frekar skemmtileg og leið eins og aðrir dagar...á met hraða
Nú bíðum við öll spennt eftir næstu gestum og frekari skemmtun :)
Arnar er farinn að æfa fótbolta, í fyrsta skipti á ævinni og ekki með neinu slora-liði.....
KFR eða Knattspyrnufélagi Reyðarfjarðar.....svo maður er nú bara orðinn " Footballers wife " heheh....
Alörn & Elínga eru með skemmtilegt lag á heilanum þessa dagana....og ó,ar um húsið í tíma og ótíma....." you were just too busy being fabulous, too busy to think about us "
og svo auðvitað þegar síminn minn hringir þá byrja þau " lítið ástarbréf merkt X til þín ....."
Skemmtilegt....voða mikið sungið hérna á þessum :)
Við fórum í foreldraviðtal í skólanum í gær, Alörn fékk frekar góða umsögn, sett útá eitt og það er hversu lengi hann er að gera ALLA hluti...ég bara skil ekki hvernig stendur á því...ég hélt að mín óþolinmæði & " Gera allt strax" árátta myndi ná yfir mín börn, barnabörn og barnabarnabörn....en það er kannski ágætt að það stoppi á mér :)
Svo fengum við að vita að stelpurnar keppast um prinsinn....þær rífast víst ef þær fá ekki sinn tíma með honum....enda svaka sjarmur á ferðinni.
Arnar er nú kominn nánast alveg á Reyðarfjörð, vinnulega séð, hann er að undirbúa húsnæðið...eða skafa dúkinn af gólfinu svo hægt verði að leggja ný gólfefni....og verður í því að gera & græja hlutina þar....eða alveg þangað til það á að opna....í apríl-lok.
Svo það er meira en nóg að gera hjá honum.....og mér reyndar líka, og ekki getur maður kvartað undan því.
Við erum öll alveg ferlega hress og hlökkum til að koma suður eftir rúman mánuð og "reyna" að sjá sem flesta
Ég bið guð að geyma ykkur og fer sjálf í annað.
LATER
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
Halló sæta mín...
Flottar myndir af snúllunum á öskudaginn:o)
Ég fór líka á foreldrafund um daginn og eina sem var sett útá hjá minni snúllu var það hvað hún er lengi að ganga frá og gera hlutina, hehe alveg ótrúlegt hvað hún getur verið svakalega slow. Þannig að við berjumst við sama vanda elskan, hehe;o)
Stelpurnar í bekknum að slást um prinsinn, mér finnst það nú ekki skrítið, enda mikill sjarmör á ferð:o)
Er ekki málið að plana saumó þegar þú kemur í bæinn, láttu mig bara vita hvaða dagur hentar þér og ég skal fara í málið.
Og svo stórafmæli hjá mér 10. maí, þið endilega reynið að gera ykkur ferð í bæinn þá til að tjútta aðeins með okkur:o)
Heyrumst vonandi fljótt.
Knús til ykkar.
Kveðja, Gunna
how do I shot web ?
HÆ hæ
Takk kærlega fyrir mig, er búin ad elda réttinn þinn einu sinni sídan ég koma í bæinn, mér fannst hann ædi, nammi namm. Madur gerir nú ekki nógu mikid af tví ad spila, legg til ad tad verdi betrumbætt, ótrúlega skemmtilegt. Takk elskurnar enn og aftur fyrir skemmtilega daga, skila kvedju til ykkar allra, kvedja Gudrún
ps er lagerinn búinn hjá Alexander?? allt selt .....
Já, takk sömuleiðis Guðrún og æði að þér fannst maturinn svona góður....hvernig fannst restinni af familyunni ???
Það eru nokkrir sleikjóar eftir, hefur gengið svona sláandi vel hjá honum :)
Kveðjur til baka :)
Það er alltaf verið að hrósa matnum þínum, ég held að þú verðir að fara að setja uppskriftir hér inn handa okkur hinum sem erum ekkert flink að elda ;)
Sammála síðasta ræðumanni, hvað var eiginlega í matinn?? pant fá uppskrift ;)
knús Fanney
hæ hæ heyrdu öllum hinum fannst þetta svo glimrandi gott, parmesan osturinn skemmdi ekki fyrir allavega ekki karlpeningnum á heimilinu. Á eftir ad gera tennan mun oftar. Tú tarft ad afhjúpa leyndarmálid Karen, hvada réttur var í boði ala Karen!!!
Bið ad heilsa ykkur elskurnar, kv Guðrún
Skrifa ummæli