föstudagur, 25. maí 2007

25.maí

Við Sigga Dísa erum búnar að vera að velta því fyrir okkur hvað maður getur gert ef maður vill fagna/gera sér dagamun.....við erum svona að hugsa um að halda uppá 20 ára vinskaparafmæli, en eins og flestir vita þá höfum við gengið í gegnum ýmislegt saman...eins og ég var næstum búin að drepa hana (okkur) og margt margt fleira....svo ef einhver er með góðar hugmyndir sem hægt að gera hérna...hehehe....þá bara að láta heyra í sér, við erum alveg komnar með menningaferð til Akureyrar...en!!!!
Tengdamamma á afmæli í dag....Til lukku með daginn Inga mín og hafðu það gott, knús & kossar frá okkur öllum hérna á Reyðarfirði.
Svo er ég ekki ennþá búin að fá verð á þetta blessaða eldhús...en það á víst að berast í dag, krossa fingur.
Klara mín, smá spurning til þín :) Er það ennþá planið að koma austur aðra helgina í júní??? Það verður feikna hátíð hérna, opnunarhátíð álversins, mikil gleði & húllum hæ útum allann bæ, Róbert hefði rosa gaman að því...svo á Arnar einmitt afmæli líka.
Það mættu nú fleira þá taka Klöru sér til fyrirmyndar og heimsækja austurlandið...þetta verður hennar þriðja skipti.......það mætti nú greina biturleika þarna....heheheh
Hvernig er það annars....eru allir kannski horfnir þarna hinum megin á landinu...ég fæ ekki einu sinni comment frá ykkur :(

Later

miðvikudagur, 23. maí 2007

23.maí - Framhald :)

Þá er maður kominn heim og get klárað...klikkað að gera í vinnunni...enda er ég nýkomin alltaf í vinnuna þegar ég er á heimleið, MAGNAÐ
Elín Inga er með mjög skemmtilegan orðaforða...hún fer yfirleitt bak við sófa til að gera sitt...þið vitið, hún veit að hún á að láta mig vita þegar hún ætlar sér svona stykki...þess vegna læðist hún bak við sófa og passar að enginn fatti neitt....en auðvitað veit ég hvað hún er að bauka og þegar ég spurði hana í gær hvað hún væri eiginlega að gera....þá segir mín "amma Sigga kúka í bleyjuna mína"...ég átti smá erfitt með að sýna henni ekki að ég var að springa úr hlátri.
Svo þegar ég setti hana í bílinn áðan eftir leikskólann " Ég er komin í skóna í bílinn"...talandi um setningar sko....mér finnst hún allavega snillingur...og auðvitað man ég ekki meira núna..hún þvælist svo um allt með prinsessuskvísuna sína og drekkur endalaust af vatni úr henni,

23.maí

Þá er sólin á lofti og allir glaðir, Ég vaknaði í morgun klár og hress, klæddi mig í föt og sagði bless...heheh...aðeins að missa mig hérna...anyweis, ég fór með krakkana í skóleiðangur á mánudaginn, fundum þessa líku fínu spiderman skó með ljós á ALexander & Elín Inga fékk krúttlegar týttur, Sigga Dísa var e-ð að tala um að maður væri ekki löglegur fjölskyldumeðlimur hjá okkur nema eiga túttur, sem er kannski alveg satt, því við notum þær mikið...enda mjög þægilegt að hoppa í og úr þeim.....
Mamma ætlar að skoða fyrir mig nýjar gardínur í rúmfó...verð að fá góðar myrkragardínur, þar sem prinsessan er farin að vakna heldur snemma þessa dagana...vonandi eru þær bara til :)
Örn ætlar líka að taka með nýja litla hvolpinn sinn, hana Perlu....hún fær þvottahúsið til persónulegra nota í fríinu sínu hérna á austurlandi.
Svo pantaði ég loksins klippingu fyrir krakkana...Elín Inga er löngu hætt að sjá...hárið allt í augunum og hún hleypur bara í burtu og segir NEI, þegar hún sér burstann og teygjuna...eða heyrir e-ð um hár...hehehe....alveg mögnuð mannvera.

Verð víst að halda áfram að vinna....gaman gaman

LATER

mánudagur, 21. maí 2007

21.maí

Lovísa & Maggi fóru seinnipartinn á laugardaginn, þá var tekið aðeins til og svo eldaði ég þennan líka magnaða mat....rosalega toppaði ég sjálfa mig þar....heheh, þó ég segi sjálf frá :)
Gærdagurinn var eins og típískur sunnudagur, legið í leti & haft það kósý.
Mamma, pabbi, Kristjana og Örn & perla ætla svo að koma næstu helgi....jeiii, hlakka mikið til.
Óli er ennþá að vinna í því að fá verð á eldhúsið mitt....svo eru það gólfefnin og ofnarnir...allt í garðinn, þurfum góða & öfluga sláttuvél fyrir stóra garðinn og ýmis önnur áhöld...okkur langar í svona 5 fermetra kofa í garðinn fyrir öll garðáhöldin...þetta eru frekar mikil útgjöld, púffff svo ef fólki langar til að styrkja okkur :) þá er bara um að gera að láta okkur vita ....
Við erum öll orðin frekar kvefuð, Arnar og krakkarnir byrjuðu í síðustu viku og eru að verða nokkuð góð, en ég er að fyllast....ég keypti svo mikið af töflum og dótaríi útí canada að ég ætti að vera nokkuð snögg að rífa þetta úr mér.

Alexander Örn var að keppa í fótbolta á laugardaginn, var mættur kl.9:15 um morguninn...við Elín Inga og Arna Kristín mættum svo kl 10 og horfðum á hann keppa fyrsta leikinn...það var rosalega gaman...sjá þessi litlu kríli hlaupa þarna um stóra völlinn og vita varla hvað þau ættu að gera....en þeim gekk voða vel og unnu þónokkra leiki, en hann er að sjálfssögðu að æfa með Val, kom svo heim með þessa líka flottu medalíu og afar stoltur.

Þá tekur vinnan bara við þessa vikuna og bið eftir næstu gestum...spurning hvort við verðum þá búin að flísaleggja forstofuna, en við ætluðum svo heldur betur að vera búin að því áður en Lovísa & Co kæmu....heheh...tókst sem sagt ekki.

LATER

föstudagur, 18. maí 2007

18 maí

Lovísa & fjölskylda eru komin og skemmtum við okkur mjög vel, eins og alltaf.
Lovísa átti afmæli í gær og var að sjálfssögðu kaka í boði og svo sá ég um kvöldmatinn sem sló í gegn :)...heheheh
Ásgeir & Tómas komu hérna við, en Tómas var að keppa í fótbolta í höllinni hérna....þeir brunuðu svo aftur á Höfn strax eftir keppni.

Árni !!! Til Hamingu Með Daginn...knús knús

Rosalega langar mig að fara á Egilsstaði og fá mér hammara á búllunni....demit

Later

mánudagur, 14. maí 2007

14.maí

jújú, helgin var yndisleg...við ákváðum seinnipart á föstudaginn að fara með Siggu Dísu & Óla í bústað uppá héraði...við höfðum það voða gott, horfðum á eurovision & kosningarnar...spiluðum og nutum þess að vera í róleg heitunum....krakkarnir nutu þess líka og fannst voða gaman...en myndavélin gleymdist heima svo.....
Við Sigga Dísa erum búnar að skemmta okkur svo vel í vinnunni undanfarið....eins og okkur einum er lagið...hehehe...í dag var reyndar allt á afturfótunum eftir helgina...en okkur tókst að lagfæra það.
Elín Inga var lasin í dag og Arnar var heima ....ég verð þá heima á morgun ef þess þarf, við Arnar fórum að setja saman nýja borðstofuborðið okkar þegar ég kom úr vinnunni og sit ég núna við glæsilegt nýtt og skemmtilegt borð...jeeeiiiii
jæja, ætla að skella í mig samloku og drífa mig svo í litun & plokkun

LATER

fimmtudagur, 10. maí 2007

10.maí

Jújú, við sitjum hérna í stofunni og horfu/hlustum á eurovision....Eiríkur "rauði" stóð sig eins og hetja...eins og okkur rauðhærða fólkinu einum er lagið :)
Alexander er byrjaður að æfa fótbolta, alveg 3svar í viku og leikskólinn sér um að fara með þá krakka sem æfa fótbolta í íþróttahöllina og svo á að sækja krakkana þangað kl.17...svo 3svar í viku sæki ég bara Elín Ingu, það er svolítið sérstakt, en bara gaman að því að hann sé ánægður með þetta....hann fór reyndar í bíó strax eftir leikskóla í dag, með fótboltaliðinu, þau fóru að sjá Mr.Bean...heheh...það var frítt í bíó hérna 1.maí og þá fór hann með Leif & Móeiði að sjá TMNT...eða turtles, og var það í fyrsta skipti sem hann fer á mynd (ekki teiknimyd) í bíó...svo þetta gengur nú bara nokkuð vel hjá honum, honum gengur allavega betur en mér, ég hef ekki ennþá gerst svo fræg að hafa farið í bíóhúsið hérna....Arnar hefur farið allavega 2svar....ég stefni reyndar á að fara á spiderman 3, af einhverjum ástæðum langar mig bara þónokkuð að sjá hana...
Það er alltaf nóg að gera í vinnunni og alltaf jafn skemmtilegt....
Elín Inga er farin að sýna verulega gelgjustæla og hún heldur virkilega að hún sé eldri en Alexander....en það er bara gaman að því...

jæja, vonandi kemst Ísland áfram, svo það verði nú fjör á laugardaginn...þó það sé reyndar alltaf fjör þegar kosningar eru...um að gera að slá 2 flugur í einu höggi....og svo Elín mín, ég fór á xhvad.bifrost.is...og útkoman kom mér ekki á óvart :)

LATER

mánudagur, 7. maí 2007

7.maí

Mánudagsmorgun og ekki hægt að neita því að þreytan er mikil, eftir alveg magnaða partý helgi
ég fór í grillveislu á Egilsstöðum á föstudagskvöldið með Canadabúunum og fleirum, það var alveg magnað, góður matur og skemmtilegt fólk.
Á laugardaginn kl. 10 var svo haldið uppí skóla en það var vorsýning hjá leikskólanum og útskrift hjá elstu krökkunum, Alexander Örn var uppi á sviði og söng & gerði æfingar, þetta var voða gaman...svo haldið í leikskólann og þar voru til sýnis allskonar myndir og verk eftir krakkana og að sjálfssögðu voru veitngar í boði líka, en foreldrar elstu krakkanna sáum það, og komum við með þessar líka góðu muffins :)
Svo var slakað á heima við....seinnipartinn fóru krakkarnir svo til ömmu Siggu í pössun og við hjónin fórum í mat til Siggu & Óla, svo var farið í partý hjá Brammer gaurunum en þeir búa í blokkinni líka....þetta var alveg yndislegt kvöld, við fengum svo góðan mat en Óli er snillingur í eldhúsinu...og svo var líka mikið fjör í partýinu og mikið talað.
En þeir sem ekki vita þá eiga Sigga & Óli von á barni í nóvember....til lukku með það og vonandi fæ ég það í afmælisgjöf....það væri magnað :)
Sunnudagurinn fór fyrir lítið....bara slakað á heima við.
Núna er ekki eins mikil veðurparadís og undanfarna daga....en samt ekki eins kalt heldur og spáð....
Þrátt fyrir eurovision og kosningar næstu helgi, þá verður tekið því rólega heima....en Lovísa & fjölskylda ætla svo að koma 17.maí....
LATER

miðvikudagur, 2. maí 2007

2. maí

Við krakkarnir vorum komin útí garð um hálf tíu leytið á laugardagsmorguninn, það var svo mikil sól & hiti...Arnar var fyrir sunnan á námskeiði og ekki í svona góðu veðri...Klara vinkona hringdi og sagðist hafa pantað sér ferð hingað austur og hvort ég yrði ekki heima, mér fannst þetta snilld hjá henni að skella sér svona austur.
Við vorum sem sagt í garðinum allan daginn og ég bar góða sólarvörn á okkur, Arnar kom svo heim rétt fyrir kvöldmat og við grilluðum góðan mat...ég skellti mér svo aðeins með Viktoríu og Canadabúunum okkar á barinn um kvöldið, tók góðan dans og rölti svo heim.
Það var svo vaknað snemma og skellt sér aftur í garðinn, byrjaði að vinna í beðinu en svo var svo gott veður að maður gat bara ekki annað en legið eins og klessa...hehehe...
Það var svo farið að vinna á mánudeginum í sömu blíðunni og eins og gufubað í gámnum okkar....það er annað hvort kvartað yfir kulda eða hita...
Svo var að sjálfssögðu komið frí aftur, ég smellti mér yfir á Egilsstaði og verslaði þetta líka flotta nautakjöt og við grilluðum það og höfðum það svo kósý og flott....í tilefni dagsins eftir, tókum smá forskot á sæluna :)
Ég útbjó þennan líka flotta morgunmat svo á þriðjudagsmorguninn 1. maí....enda 3ja ára brúðkaupsafmæli, svo var skellt sér í garðinn og við vorum reyndar alveg feikna dugleg...fórum með góða 15 - 20 poka af rusli úr garðinum á haugana...svo lágum við bara og leyfðum sólinni að leika sér að okkur...enda höfum við öll fengið frekar mikinn lit...hitinn fór í 31 gráðu í garðinum...svo var auðvitað önnur grillveisla um kvöldið....svo fórum við að spila kubb með grönnunum bæði á móti okkur og við hliðina...alltaf fjör í Álfheimum.

LATER