Það var um það bil viku fyrir seinni Canadaferðina mína að ég smellti fullt af myndum inná bonusprint forritið sem verður bara vinsælla með hverjum deginum hérna hjá okkur á klakanum...en þetta voru sem sagt 455 myndir og mun ódýrara að taka þetta í gegnum bonusprint þar sem ég yrði úti til að taka við þessu líka, ekki að borga nein aukagjöld eða sendingakostnað, þetta átti að taka um það bil 10 daga og ég gaf upp heimilisfangið á hótelinu og var svo farin að bíða og hlakka til að fá myndirnar mína......ég fór út & kom heim með engar myndir, ég var í e-mail sambandi við e-n þarna í bonusprint en ekkert gerðist, ég varð frekar svekkt og þegar ég kom heim sendi ég e-mail á gaurinn og bað hann um að senda mér myndirnar heim og ég mnyndi bara borga sendingakostnaði og fleiri aukagjöld ef þyrfti, nei, þá var það ekki í boði, þau ekkert lengur með myndirnar og e-ð vesen....en þau myndu að sjálfssögðu endurgreiða mér, sem þau og gerðu...meira segja aðeins meira en ég greiddi fyrir þær...gengisbreytingar þið vitið :)
Svo á mánudaginn komu Canadavinir mínir til okkar og verða hérna hjá mér í 2 vikur...og viti menn, komu þau ekki með allar 455 myndirnar mína...hehehe...magnað alveg, af einhverjum ástæðum skiluðu þær sér á hótelið og ekki bara það, heldur alla leið á Alcoa skrifstofuna sem ég var að vinna á...svo ég er alsæl með mínar myndir :)
Undanfarna daga hefur verið þessi bongóblíða hérna hjá okkur og mjög erfitt að vera innandyra, en Alexander Örn & Elín Inga hafa verið úti allan daginn á leikskólanum og svo þegar við komum heim líka, t.d. í gær þá skellti ég mér í byko eftir vinnu og keypti hekkklippur því trén í garðinum eru frekar stór (og mörg)náði í krakkana og við vorum komin heim rétt rúml. kl.16, þau fóru að leika sér og ég byrjaði að klippa og klippa og klippa og klippa...púfff var orðin svo þreytt í höndunum og farin að titra eins og verulegur sjúklingur tók ég smá pásu og fór að leika við krakkana...við veltumst um í grasinu og fengum okkur að drekka í krakkahúsinu...svo fengum við gest og svo lékum við okkur aðeins meir...en þá var kl orðin 18:30 og húsbóndinn kom heim...þá skelltum við hömmurum á grillið og þeir renna alltaf ljúft niður svo var haldið áfram að vinna í garðinum...Arnar er nánast búinn að klippa trén í kringum húsið....bara smá eftir og ég er rétt að byrja að þrífa beðin...en við vorum úti alveg til 22:30, en þá var ég meira að segja ekki alveg tilbúin að fara inn...hlakka til að eyða helginni í garðinum og veðurspáin ekki af verri endanum
Arnar er reyndar að fara suður í kvöld til að vera á námskeiði á morgun og kemur svo heim fyrir kvöldmat annað kvöld....
Ég get ekki neitað því að ég var frekar þrytt þegar ég vakanði í morgun...með strengi & stirð...en það var yndislegt að vera úti í 6 & hálfan klukkutíma og vinna í garðinum....
...svona er þetta í sveitinni.
LATER
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Æ þú ert svo dugleg dúllan mín, mættir alveg koma og snyrta beðin hjá okkur á Hlíðarveginum heheh... Annars finnst mér þetta líka svo gaman þegar ég kemst í gírinn, en eins og þú veist þá er sumarið aðeins fyrr á ferðinni á austfjörðum, eins og vanalega.
Og lukkunnar pamfíll þú með myndirnar, ekki leiðinlegat að enda með 455 "ókeypis" myndir og græða meira að segja 200 kall :)
Hlökkum orðið mikið til að koma austur 17. maí
Skýja- og rigningarkveðjur úr Kópavogi
hæ öll sömul!!!
og váá...hvað sveitarlífið virðist cosy og skemmtilegt:)
þið eruð ekkert smá dugleg í garðinum.
sé þig karen alveg fyrir mér með rósóttu beð hanskana:)
ástarkveðjur héðan úr góða veðrinu í dk.
Halló sæta, mikið svakalega var gaman að heyra í þér í gær:o) Öfunda þig ekkert smá af þessu góða veðri, það er alltaf sama rokrassgatið í Reykjavíkinni.
Hafið það rosalega gott elskurnar.
Bestu kveðjur Gunna og co.
INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN!!
Komin 3 ár síðan þið giftuð ykkur.
Hafið það gott í dag elskurnar.
Skýja- og rigningarkveðja eins og vanalega úr Kópavogi
Hæ elsku dúllan mín :) ég var einmitt að nefna það við Írisi áðan hvað ég öfundaðist alltaf út í þig þegar ég les bloggið þitt, það er sko eins og þú búir í paradís :) hlakka til að heyra frá þér knús Fanney
Skrifa ummæli