laugardagur, 21. apríl 2007

21.apríl

Við kúrðum & höfðum það gott til hádegis á sumardaginn fyrsta eftir matinn skelltum við okkur í bíltúr þar sem veðrið var alveg yndislegt, alveg heiðskírt og glampandi sól, þó hitinn hefði mátt vera meiri...við keyrðum yfir á Mjóafjörð og það er svo rosalega fallegt að keyra svona inn í fjöllin, niður dalinn og út fjörðinn...við sáum fullt af hreindýrum, eftir að við vorum búin að viðra okkur á einsa leikvellinum á svæðinu renndum við yfir á Dalatanga...svo var haldið heim á leið...það var komið kvöldmatarleyti og við ákváðum að slá þessu upp í kæruleysi og skella okkur yfir á Eskifjörð í pizzuhlaðborð, en það er alltaf hlaðborð í Valhöll á fimmtudögum...það var nú ekkert til að hrópa húrra fyrir og eigum við örugglega ekki eftir að gera þetta aftur :)
Svo var auðvitað verið að vinna í gær, og hún Gunna vinkona var nú sett í gær en ekkert er að gerast, rúsínu & rembingskvejur frá okkur í sveitinni :)
við fórum öll svo snemma að sofa í gær, Elín Inga reyndar fyrst...en hún fór að sofa kl18:15 og vaknaði kl. 8:15 í morgun....magnað hvað maður getur verið þreyttur, en eitt að því skemmtilegasta sem hún gerir er að sofa í rúminu sínu eða bara sita þar og hvíla sig aðeins, því það er eini staðurinn sem hún má vera með duddurnar sínar....svo þar getur hún setið alveg í rúman klukkutíma eftir að hún vaknar og vill ekki láta trufla sig.
Ég var að skríða á fætur kl.7 og fór aðeins að vinna, bara hérna heima....Alex kom rétt á eftir mér og fór að horfa á TV...Arnar kom svo rétt á eftir honum og fór líka að vinna...púfff brjálað að gera í Álfheimum
Vorum að koma úr molanum, versluðum aðeins og Arnar keypti sér nýjar gallabuxur...ég var ekki hæg til að kaupa á hann buxur úti..heheh....nú erum við búin að borða og Elín Inga farin að sofa aftur, en hún hljóp inní rúm þegar ég spurði hana hvort hún vildi fara að lúlla, alveg mögnuð skvísa...við ætlum að henda okkur aðeins í sófann, en svo er Arnar að fara á fund....ætli þetta verði svona í framtíðinni....helgarnar farnar fyrir vinnuna....heheh...kemur í ljós.

Bið guð að geyma ykkur og fer sjálf í annað

LATER

Engin ummæli: