þriðjudagur, 3. apríl 2007

3.apríl - Home sweet home

Erum að keyra heim í sveitasæluna, nálgumst óðum Djúpavog og höfum keyrt alla leið í þvílíkri sól & blíðu, stoppuðum að sjálfssögðu í kaffi á kirkjubrautinni (Höfn)

Ég sem sagt lenti á Íslandi eldsnemma á föstudagsmorguninn með þvílíka tilhlökkun að hitta ungana mína & aðra fjölskyldumeðlimi og það var yndislegt að labba inn í Stakkhamrana og nokkur tár féllu...Arnar kom svo uppúr hádegi á laugardeginum suður og alltaf jafn yndislegt að hitta hann...heheheh
Við fórum í fermingaveislu og útréttuðum aðeins, náðum t.d að kaupa fataskápa í barnaherbergin og gardínur í stofuna, hlakka til að setja það upp um páskana og vonandi eru þetta bara nógu stórir fataskápar fyrir öll þessi föt sem fylgir þessum börnum J
Við erum svo sem líka með fullan bíl af allskonar dóti frá Canada....en mín heldur betur verslaði....púffff
Við ætlum svo að eiga yndislega rólega páska heima í litla kotinu okkar ,það er víst nóg vinna framundan.

Við hittum Steina & Mæju á Stylnum og snæddum yndislega íslenska/ameríska hamborgara eins og okkur einum er lagið og ég fór svo í saumaklúbb...sem er alltaf jafn hressandi og það var alveg yndisleg að sjá ykkur allar stelpur, get ekki beðið eftir næsta saumó, spurning um að ég haldi hann bara... hvernig líst ykkur á það J

Mmmm...hvað get ég sagt ykkur meira, Alexander Örn & Elín Inga voru eins og engla hjá ömmu & afa þessar 2 vikur og þegar ég sá þau fannst mér þau hafa stækkað og fullorðnast frekar mikið, magnað hvað getur gerst á stuttum tíma...litla skvísan er óðum að fullorðnast og farin að tala þvílíkt mikið...hún sefur núna sínum værasta hérna í aftursætinu

Jæja ég ætla að halda áfram að njóta útsýnisins & meira síðar

Later.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hallo!!! aetladi bara ad segja hae... ja er ekki gott ad vera komin heim, va hvad eg hlakka til ad koma og hitta ykkur... held eg se buin ad gleyma hvernig thid litid ut!! hehe.. er annars herna hja kotu, rosalega gaman hja okkur erum bara ad versla og hafa thad kosy.... see you all soon ;-)
kvedja Sigga Disa

p.s. va heppin ad fa stylinn....