Nú er allt að komast á rétt skrið aftur hjá okkur, allir gestir farnir.
Ég hef verið á námskeiði þessa viku og lært alveg fullt um hvernig álver "fúnkerar" sem er bara ferlega skemmtilegt...krakkarnir eru loksins komin með pláss til kl.16 og var fyrsti dagurinn í því plani í dag og gekk það auðvitað eins og í sögu.
Arnar er að bæta á sig í sinni vinnu, einn sölumaður frá RVK sem komið hefur austur er að hætta og mun Arnar taka við því...svo hann er búinn að vera á ferðinni í dag á alla þá staði sem hann þarf að heimsækja reglulega...bara gaman að því...
Svo það er ekki hægt að segja annað en hlutirnir séu heldur betur að ganga upp hérna megin á landinu...og allir kátir & hressir
Sólin skein hérna í dag og yndislegt veður...reyndar smá kalt, en rosa fer maður að hlakka til sumarsins þegar svona veður er í lofti.
LATER
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Það er gott að heyra að allt gengur vel hjá ykkur fjölskyldunni.
Skrifa ummæli