Púfff rosa var það gott að koma heim...eftir lengsta ferðalag sem ég hef nokkurn tímann farið í...heheh...3 flugvélar í röð, en það var samt voða gaman úti þó það hafi verið erfitt líka. Þegar við mætum loks á áfangastað var mér sagt hvað ég ætti að vinna við...ég verð sem sagt "production planner" í steypuskálanum...og fór bara beint í þau verkefni að læra það...fyrir utna vinnutimann skelltum við okkur í verslunarferðir og fl.
Ég verslaði nú alveg en samt ekki eins mikið og ég átti von á... ég hef svo sem aldrei verið mikið fyrir að versla...en ég fer aftur út 18.mars til 29.mars....þá veit ég meira að hverju ég geng svo ég get þá verslað það sem gleymdist hehehe.....
Allt gekk voða vel hérna heima á meðan, amma Inga kom austur í viku og sá um heimilishaldið með Arnar var að vinna...Arnar fór svo út á miðvikudaginn, þá flutti Sigga Dísa inn og sá um börn & bú...og Kristjana var auðvitað hérna allann tímann líka....ég rétt náði að heilsa Siggu Dísu þegar ég kom heim í hádeginu á föstudaginn...því hún átti flug suður um kaffileytið...og nú er skvísan komin til USA ...já, allt að gerast á austurlandinu...Sigga verður í 3 vikur úti svo hún verður ennþá úti þegar ég fer út...magnað alveg....brjálað að gera
Ég get bara ekki beðið eftir að Arnar komi heim núna...sækjum hann kl.17 á mánudagin...jibbíiii
Ég byrja á morgun á, sem á að vera 3ja vikna byrjendanámskeið hjá Alcoa...en ég næ bara 2 vikum...það verður frá 8 - 16 á daginn, en krakkarnir eru ekki enn komin með pláss til kl. 16 svo þetta verður enn eitt púsluspilið...ferlega leiðinlegt ástand....en það tekur bara næstu 2 vikurnar því ég fer með krakkana suður 17.mars og við komum ekki aftur austur fyrr en um páskana, þá er eins gott að þessi leikskólamál verði komin í orden.
Núna ætla ég að fara að þrífa húsið....ekki veitir víst af,
LATER
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Velkomin heim
Skrifa ummæli