mánudagur, 12. mars 2007

12.mars

Ég fór að spila á föstudagskvöldið...félagsvist með eldri borgurum, ég bauð nú reyndar Önnu Maríu með held að henni leiðist frekar mikið núna þegar Sigga Dísa er úti, við skemmtum okkur bara nokkuð vel en unnum ekkert að þessu sinni.

Á laugardagskvöldið dró ég Önnu svo með mér í partý hjá Viktoríu, Viktoría er sem sagt verkfræðingur í steypuskálanum og við vorum útí Kanada saman og förum aftur núna 18 mars...
Það var frekar mikið fjör og fullt af fólki sem lét sjá sig...við enduðum svo á Kósý...
sunnudagurinn fór fyrir lítið..........

Nú er bara þessi vika á námskeiði og svo aftur út....ferlega skrýtið, við krakkarnir komum suður á laugardagsmorguninn....eigum flug kl. 10:40....

Elín Inga er með sýkingu í öðru eyranu, það var ekki til sýklalyf í apótekinu í hádeginu svo ég þurfti að bíða eftir sendingu frá eskifirði...það kom svo rétt fyrir kl.18 í dag....ég skutlaðist þá útí mola og sótti lyfið og verslaði mjólkina í leiðinni....Alexander var að passa systir sína rétt á meðan...voða duglegur.

Það er alltaf að verða skemmtilegra að fara í molann núna...maður er farinn að þekkja nánast alla sem maður sér....voða kósý...


LATER

Engin ummæli: