fimmtudagur, 22. mars 2007

22.mars í Canada

Jeiiii, ég fann leið í að komast hérna inn...hehehehe... það á að vera lás á þessu en klára ég komst framjá því.

Ég hef haft það alveg ágætt hérna í Canada, á þriðjudaginn skelltum við okkur í Wal-Mart og versluðum heldur betur mikið og hef ég bara sjaldan skemmt mér svona í verslunarferð....hehehe...eftir það fórum við þá Kambódískan stað að borða og var það algjör snilld, god hvað maður er orðinn sjóaður í þessari matarmenningu...en eftir matinn fórum við sko aftur í Wal-Mart...ég eða við höfðum steingleymt að kaupa sumt...við skulum samt ekkert vera að tala um það hvað ég eyddi....púffff...fyrir utan það sem ég verslaði í flugvélinni á leiðinni út....skil ekkert hvaðan þessi skyndilega kaupgleði kemur.

Í gær fórum við Viktoría til Deshaumbault og eyddum deginum þar með plannernum þar..sem er svona líka þvílíkt hress & skemmtileg kona...við komumst að því að ég mun læra mest af henni og fer því aftur til hennar á þriðjudaginn...það er e-r vinkona hennar sem ætlar að pikka mig upp um morguninn...en það tekur um 40 – 50 min að keyra þangað...en ég hlakka bara til hún er svo yndisleg.
Eftir góðan dag þar var haldið til baka og aðeins pústað á hótelherberginu en svo var farið í mat með öllum hérna hjá ABI...og það var magnað...voða gaman...en mar er bara alltaf alveg búinn á því svo það var farið uppá hótel og við fórum að spila, ég fer að sjálfssögðu ekki að heiman nema með spilastokk með mér….svo við fórum að spila kana í smá stund.

meira síðar

LATER

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ sæta frábært hvað það er gaman hjá þér :) hlakka til að heyra frá þér dúlla knús Fannsa

Nafnlaus sagði...

Hey babe.... Vá kellingin bara orðin tölvuhakkari!!! hehehehe.... Ég verð nú bara að segja að mér finnst að Alcoa hefði nú getað frestað árshátíðinni fyrir okkur, finnst það frekar glatað að við komumst ekki!!! Soldið fyndið að við erum að hittast minna eftir að ég flutti hingað.... ;-)

Bæ í bili my darling
Kveðja Sigga Dísa

Karen sagði...

Já, ég er frekar svekkt yfir árshátíðinni...u win som u loose som er það ekki málið...já, magnað með þennan hitting okkar, heheheh við þurfum að halda veislu þegar þessar utanlandsferðir okkar eru búnar, en þá er spurning hvort við skellum okkur ekki bara saman e-t út..heheh
Kveðja,
Kellingin á Kentinum